Allir á völlinn Fram – Fjölnir kl. 19:15 – Laugardalsvöllur
Strákarnir okkar mæta Fram í kvöld í sannkölluðum botn baráttuslag á Laugardalsvelli kl. 19.15.
Strákarnir eru staðráðnir að selja sig dýrt í kvöld og innbyrða þessi þrjú stig sem þeir svo nauðsynlega þurfa á að halda til að spila í deild þeirra bestu að ári. Það má með sanni segja að þetta sé svokallaður 6 stiga leikur. Með sigri í kvöld kemst Fjölnir upp fyrir Fram í 10. sæti og jafnar þá einnig Keflavík að stigum sem er í 9. sætinu. Svo eru Breiðablik, ÍBV og Fylkir þar skammt undan svo þetta bendir allt í gríðarlega spennandi lokaumferðir í Pepsideildinni.
Sjáumst í Laugardalnum í kvöld.
ÁFRAM FJÖLNIR
Hér má sjá stöðuna í deildinni