Körfuknattleiksdeild Fjölnis vill sjá þig á leiknum í kvöld sem er kl. 19.15 í Dalhúsum!
Grafarvogur er stórt og flott hverfi sem á skilið að hafa lið í fremstu röðum í sem flestum íþróttum. Til þess þarf að vera með sterkan heimavöll sem andstæðingum líður ekki þægilega, oft þegar fámennt er í stúkunni þá er þetta bara eins og æfing fyrir bæði lið og öllum liðum líður bara mjög þægilega að koma í heimsókn í Grafarvoginn.
Svo kæri Grafarvogsbúi og Fjölnismaður endilega taktu frá tíma til að koma á leikinn í kvöld á móti Haukum, ég yrði mjög þakklátur og er ég viss um að allir í körfuboltahreyfingunni hjá Fjölni yrðu þakklátir að fá nærveru þína á leikinn. Það er ekkert sem slær það út að spila í íþróttahúsi sem er fullt af fólki að hvetja lið sitt áfram. Náum í þessi tvö stig á morgunn og höfum það sem fyrsta skref í því að halda Fjölni upp í Úrvalsdeild á næsta ári.