Aðalfundur Safnaðarfélags Grafarvogskirkju
Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 2. febrúar 2015 kl. 20:00.
Dagskrá
Venjuleg aðalfundarstörf
Fundarefni
Elín Lóa Kristjánsdóttir, trúarbragðafræðingur og kennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, fjallar um helstu grundvallaratriði Íslam – Hvað er sameiginlegt með Kristinni trú og Íslam og hvað aðskilur þessi tvö stærstu trúarbrögð heimsins? Leitað verður svara við áleitnum spurningum sem spretta af atburðum undanfarinna missera.
Við hvetjum Grafarvogsbúa til að nýta þetta tækifæri til að fræðast um málefni sem koma okkur öllum við. Ennfremur hvetjum við ykkur til að fjölmenna á aðalfundinn og nýta möguleikann á að hafa áhrif á starfsemi félagsins og eiga í leiðinni ánægjulega stund í góðum hópi. Kaffi og úrvals meðlæti ☺
Hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórnin