- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR
Rimaskóli auglýsir starf húsvarðar laust frá 1. ágúst
Rimaskóli hefur auglýst starf umsjónarmanns eða húsvarðar skólans laust til umsóknar. Starfið er auglýst inn á www.storf.is .
Skarphéðinn Jóhannsson sem gegnt hefur starfinu frá árinu 2001 hefur sagt starfi sínu lausu. Umsóknarfrestur er til 20. maí.
Rannveig Kramer stóð sig frábærlega á IFBB 2015 Evrópukeppninni og er hún tvöfaldur Evrópumeistari í Body Fitness, hún vann í 11 kvenna flokk í +45 á þessu risa Evrópumóti þar sem aðeins þeir bestu frá hverju landi fá að keppa og einnig tók hún Over all titilinn í Master.
Rannveig hefur verið í sérflokki undanfarin ár og unnið alla þá titla sem í boði hafa verið hér á landi.
Fjölnir mæta KR-ingum í Frostaskjólinu á sunnudagskvöldið klukkan 19.15 og er þarna um að ræða fyrsta útileik liðsins á þessu tímabili. Vesturbæjarstórveldið ætlar sér stóra hluti í sumar og ljóst að um mjög erfiðan útileik er að ræða. Strákarnir okkar hafa hins vegar farið vel af stað og sýnt að þeir eru til alls líklegir og þeir ætla sér ekki að fara tómhentir úr Vesturbænum.
Fjölnismenn hafa fengið frábæran stuðning á fyrstu tveimur heimaleikjunum og nú kemur ekkert annað til greina en fjölmenna á KR völlinn og styðja strákana.
Prestur: Séra Vigfús Þór Árnason
Ræðumaður: Ólafur Nilsson lögg. endursk.
Kór: Kór Grafarvogskirkju
Einsöngur: Fjóla Nikulásdóttir
Undirleikari: Gunnsteinn Ólafsson
Organisti: Antonía Hevesi
Ritningarlestur: Hólmfríður Ólafsdóttir djákni og Snævar Jón Andrésson guðfræðinemi
Meðhjálpari: Hermann Jónasson
Félagar úr stjórn Siglfirðingafélagsins flytja bænir
Hátíðarsöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar heiðursborgara Siglufjarðar fluttir í messunni
Siglfirðingakaffi eftir messu
Sælir foreldrar
Í lok árangursríks skákárs innan Rimaskóla er ánægjulegt að geta sagt frá því að síðasta skákmótið innan skólans í vetur, hið árlega Skákmóti Rimaskóla verður haldið í næstu viku.
Skákmót Rimaskóla hefur verið haldið allt frá 1993- 1994, en þá strax á fyrsta starfsári skólans var keppt um titilinn Skákmeistari Rimaskóla.
Allir bestu skákmenn skólans hafa hampað titlinum en enginn þó oftar en Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti stórmeistari Íslands, sem vann skólamótið í alls 7 skipti.
Skákmót Rimaskóla verður í ár boðsmót. Allir þeir sem hafa reglulega verið að æfa skák í vetur og keppt fyrir hönd skólans er boðið að taka þátt u.þ.b. 30 krökkum.
Mótið verður haldið á skólatíma þriðjudaginn 19. maí frá kl. 9:45 – 11:45. Tefldar verða sex umferðir með 7 mín. umhugsunartíma á hverja skák.
Sigurvegarinn fær eignarbikar að launum og farandbikar til eins árs sem nafn sigurvegarans verður ritað á.
Nokkrir vinningar verða í boði (pítsugjafabréf) og veitingar í skákhléi.
Við væntum þess að barnið / börnin ykkar vilji taka þátt í spennandi skákmóti, og fái leyfi til að taka þátt í Skákmóti Rimaskóla sem verður það 22. í sögu skólans.
Ungmennafélagið Fjölnir og Dale Carnegie standa fyrir námskeiði í tjáningu og samskiptum. Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja bæta tjáninguna og efla sig í mannlegum samskiptum. Á námskeiðinu skoðum við hvernig fólk myndar sér skoðun á viðmælendum sínum út frá rödd þeirra og líkamstjáningu. Hverning handahreyfingar hafa áhrif á framkomu og upplifun áheyrenda. Við skoðum leiðir til að auka kraft okkar og trúverðugleika.
Námskeiðið er skemmtilegt, krefjandi og kraftmikið. Skráðu þig núna og láttu kveða að þér í sumar!
Hvenær: Fimmtudaginn 21. maí. Um er að ræða tvö námskeið. Annars vegar fyrir 15 og 16 ára kl. 17.00 til 18.30 og hins vegar 17 ára og eldri kl. 20.00 til 21.30.
Fyrir hverja: Allir velkomnir. Innan félags sem utan.
Hvar: Ármúli 11, 3ju hæð.
Verð: Ókeypis
Skráðu þig hér http://www.dale.is/skraning eða hringdu í síma 555 7080
Þeir sem koma á námskeiðið fá afslátt á námskeið Dale Carnegie í sumar. Skoðaðu námskeiðin okkar hér eða taktu styrkleikaprófið hér
Annað Powerade sumarhlaupið 2015 er Fjölnishlaupið sem ræst verður í 27. skiptið fimmtudaginn 21. maí kl. 18:00 frá Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi við Dalhús. Athugið breyttan rástíma kl. 18:00 vegna Eurovision þetta kvöld.
Vegalengdir: 10 km og 1,4 km skemmtiskokk. Athugið að aðeins 10 km hlaup gildir til stiga í Powerade Sumarhlaupunum. 10 km hlaupaleiðin er mjög flöt nema á upphafs- og lokakílómetra og hefur reynst vænleg til bætinga. Brautin er löglega mæld og því eru met sem kunna að falla á brautinni tekin gild í afrekaskrá FRÍ. Hlaupið varð í 6. sæti í röð götuhlaupa yfir götuhlaup ársins 2014 í einkunnagjöf hlaup.is.
Tímataka og úrslit: Tímataka er í báðum vegalengdum, flögutímataka í 10 km hlaupinu. Úrslit verða birt á síðum Powerade sumarhlaupanna, timataka.net og hlaup.is
Staðsetning/hlaupaleið: Hlaupin eru ræst frá Fjölnisvellinum (við Grafarvogslaug) og í 10 km hlaupi er göngustígur hlaupinn út Grafarvoginn, um Gullinbrú, Bryggjuhverfi, Elliðaárós og yfir brú að enda göngustígarins við Endurvinnsluna í Knarrarvog. Sama leið er hlaupin til baka. Í skemmtiskokkinu verður 1,4 km hringur hlaupinn um Dalhús og yfir á Fjallkonuveg. Smellið hér til að skoða kort af hlaupaleiðinni.
Þátttökugjöld og skráning: 2.000 kr fyrir 10 km hlaup gegnum forskráningu á hlaup.is fram að miðnætti 20. maí en 2.500 ef skráð er samdægurs á staðnum. Fyrir skemmtiskokk er þátttökugjaldið 1.000 kr, en hver fjölskylda greiði að hámarki 3.000 kr (4 og fleiri). Afhending forskráningagagna og skráning á staðnum verður í anddyri Sundlaugar Grafarvogs kl. 17:00-18:45.
Verðlaun:
Aldursflokkar:
10 km hlaup
18 ára og yngri
19-39 ára
40-49 ára
50-59 ára
60 ára og eldri
Skemmtiskokk
10 ára og yngri
11-12 ára
13-14 ára
15 ára og eldri
Drykkir í boði Vífilfells við 5 km snúningspunkt og í marki, meðlæti í marki og frítt í sund í lok hlaups
Hlaupstjóri: Sigríður Klara Böðvarsdóttir, (skb@hi.is), sími 695 3754
Heimasíða skipuleggjenda: fjolnir.is
Malbikunarvinna sumarsins í Reykjavík er hafin en það verður fræst á Neshaga, Hofsvallagötu og Nesvegi. Á mánudag verður malbik lagt á þessar götur.
Í sumar verða 111 þúsund fermetrar af malbiki lagðir á rúma 16 km gatna í Reykjavík. Það er fyrir utan vinnu Vegagerðarinnar við stofnbrautir og malbiksviðgerðir.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir 690 milljónum í malbikun nú í ár og er það 250 milljón króna hækkun frá síðasta ári. Framlag í ár er það sama og var árið 2008 að núvirði. Malbikun í Reykjavík var boðin út í tveimur hlutum og er Malbikunarstöðin Höfði lægstbjóðandi í báðum útboðum.
Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát við framkvæmdasvæði og virða hraðatakmarkanir og merkingar um hjáleiðir.
Smella á kort til að sjá stærra.
Hér fyrir neðan er listi yfir þær götur og götuhluta sem verða malbikaðir í sumar. Ath. á þessum lista eru ekki götur sem Vegagerðin sér um, né heldur einstaka malbiksviðgerðir.