• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Dagur gegn einelti – Hvatningarverðlaun
Grafarvogskirkja
Korpúlfar félag eldri borgara í Grafarvogi
Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu
Ungmennafélagið Fjölnir 
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Dagur tónlitarskólanna – opið hús hjá Tónskóla Hörpunnar

12 feb 2016
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Féagsmiðstöðin Spönginni, Grunnskólar Grafarvogs, Skólastarf

Tónskóli Hörpunnar logoOpinn dagur í Tónskóla Hörpunnar, Spönginni, fyrir ofan Apótekið. Allir velkomnir, hljóðfærakynning, nemendur spila, opin kennsla og heitt á könnunni.

Í tilefni Dags tónlistarskólanna verðum við með opið hús laugardaginn 13. febrúar milli kl. 13 og 16.
Nemendur leika, kennsla fyrir opnum dyrum, hljóðfærakynning, myndasýning, kaffiveitingar.
Allir velkomnir.

Gítarnámskeið fyrir fullorðna

Á veturna eru haldin kvöldnámskeið fyrir fullorðna í gítarleik.
•Kennslan fer fram í hóptímum.
•Verkefnin eru gítargrip og hljómaásláttur, með það að markmiði að geta leikið undir almennan söng.

Námskeiðsgjald: kr. 18.000.

•Námskeiðið er 6 tímar (einn tími á viku), í 6 vikur.
•Kennslan fer fram á mánudagskvöldum.
•Hver tími er 60 mínútur.

 

2358-10-11-februartilbod-1170x466pxStólpi auglýsing stór II

Aron Sig seldur til Tromsö

12 feb 2016
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Aron Sig seldur, Aron Sig., Fjölnir, Fjölnir handbolti, Fjölnir knattspyrna, Grafarvogur, Grafarvogur., Skemmtilegt

Aron SigurðssonFjölnir hefur samþykkt að selja kantmanninn Aron Sigurðarson til Tromsö í Noregi.

Aron er á leið til Noregs þar sem hann mun skrifa undir þriggja ára samning eftir læknisskoðun.

„Kaupverðið er trúnaðarmál. Samhliða sölunni á Aron þá hafa félögin tvö gert með sér samkomulag um frekara samstarf sem m.a. mun fela í sér að Fjölnir mun senda efnilega leikmenn til æfinga hjá Tromsö,“ segir í yfirlýsingu frá Fjölni.

Aron fór til Tromsö á reynslu í janúar og félagið hefur verið í viðræðum við Fjölni að undanförnu.

Hinn 22 ára gamli Aron spilaði sinn fyrsta landsleik á dögunum og skoraði gegn Bandaríkjunum.

Aron er uppalinn Fjölnismaður en hann hefur skorað 23 mörk í 103 meistaraflokksleikjum á ferli sínum.

Frétt frá Fótbolta.net.

Við óskum honum góðs gengis hjá Tromsö.

Stólpi auglýsing stór II

2358-10-11-februartilbod-1170x466px

Ólga í Grafarvoginu vegna æfingaaðstöðu handbolta og körfubolta hjá Fjölni

11 feb 2016
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Bænahald, Börn, Dalhús, Féagsmiðstöðin Spönginni, Fimleikar, Fjölnir, Fjölnir handbolti, Fjölnir knattspyrna, Fjölnir körfubolti, Frjálsar íþróttir, Grafarvogur, Skemmtilegt

DSC_5545Þetta er búið að sprengja utan af sér fyrir þó nokkru síðan og er staðan þannig að mikill hiti er í foreldrum og forráðamönnum þeirra sem stunda þessar íþróttir.

Eins og mátti lesa í Morgunblaðinu í dag þá „Stefnir í uppreisn í Grafarvogi“

Hand­knatt­leiks- og körfuknatt­leiks­deild­ir Fjöln­is hafa fyr­ir löngu full­nýtt og vel það æf­ingaaðstöðu fé­lags­ins í íþrótta­hús­inu í Grafar­vogi. Ástandið versn­ar ár frá ári og nú svo komið að flokk­ar inn­an hand­knatt­leiks­deild­ar fá færri æf­ing­ar á viku en hjá flest­um öðrum fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu auk þess sem sam­eina verður æf­ing­ar hjá nokkr­um ald­urs­flokk­um. Ekki vegna þess að iðkend­ur eru fáir held­ur vegna þess að æf­inga­tíma vant­ar.

„Það er mjög erfitt að skipu­leggja sig og vinna fram í tím­ann við þær aðstæður sem Fjölni er boðið upp á,“ seg­ir Andrés Gunn­laugs­son, hand­knatt­leiksþjálf­ari hjá Fjölni. „Ég vona að menn sjái að sér og geri eitt­hvað fyr­ir vorið því ann­ars held ég að það stefni í ein­hvers­kon­ar upp­reisn í Grafar­vogi. For­eldr­ar sætta sig ekki þá skertu þjón­ustu sem í boði er í Grafar­vogi þegar horft er til annarra sveit­ar­fé­laga. Málið er auðvelt að leysa ef póli­tísk­ur vilji er til staðar,“ seg­ir Andrés sem seg­ir að Grafar­vog­ur og Fjöln­ir sitji á hak­an­um hjá borg­ar­yf­ir­völd­um þegar kem­ur að aðstöðu til æf­inga og keppni í hand­knatt­leik og í körfuknatt­leik.

Eitt hús í 20 þúsund manna byggð

„Aðstaðan er því miður ófull­nægj­andi. Það er óviðun­andi að í rúm­lega 20 þúsund manna byggð skuli vera aðeins eitt íþrótta­hús fyr­ir inn­an­húss­bolta­grein­ar. Maður horf­ir öf­und­ar­aug­um til aðstöðunn­ar sem meðal ann­ars er í Kópa­vogi,“ seg­ir Andrés og er ómyrk­ur í máli. Hann nefnd­ir sem dæmi þá aðstöðu sem meist­ara­flokk­ar karla og kvenna í hand­bolta búa við í dag.

„Meist­ara­flokk­ur kvenna fær ekki æf­ing­ar á mánu­dög­um og föstu­dög­um fáum við hálf­an sal sem er baga­legt að á síðustu æf­ingu fyr­ir leik sem yf­ir­leitt fara fara fram á laug­ar­dög­um. Þess utan fáum við eina æf­ingu í viku í Kórn­um í Kópa­vogi á miðviku­dags­kvöld­um. Meist­ara­flokk­ur karla fær klukku­stund á mánu­dög­um, enga æf­ingu á miðviku­dög­um, ekk­ert á föstu­dög­um ef ekki er leik­ur hjá þeim.“

Fimm ár­gang­ar sam­anDSC_5445

Við stönd­um frammi fyr­ir því með óbreyttri aðstöðu að á næsta vetri verðum við hjá Fjölni að láta fimm ár­ganga stúlkna æfa sam­an, frá ní­unda bekk í grunn­skóla upp í þriðja bekk í fram­halds­skóla. Þá verðum við með einn af þrem­ur fjöl­menn­ustu kvenna­flokk­um lands­ins. Þessi flokk­ur fær ekki séræf­ing­ar held­ur verður að æfa með fjórða flokki. All­ir sem vilja sjá skilja að þetta geng­ur ekki,“ seg­ir Andrés og und­ir­strik­ar að aðstöðuleysið komi mjög niður á starfi fleiri deilda en þeirr­ar sem hef­ur hand­bolta á sín­um snær­um. Aðstaða bara og og ung­linga í Grafar­vogi sé verri en víðast hvar.

Þetta sé vandi Fjöln­is, ekki bara hand­knatt­leiks­deild­ar­inn­ar. Körfuknatt­leiks­deild Fjöln­is er í sömu spor­um og hand­bolt­inn. Grósk­an er ekk­ert síðri í körfu­bolt­an­um hjá Fjölni og mik­ill metnaður inn­an deild­ar­inn­ar fyr­ir að halda úti góðum starfi fyr­ir börn og ung­linga og mæta þeim mikla áhuga sem fyr­ir hendi er.

„Ef fé­lagið eign­ast úr­vals­deild­arlið í körfu­bolta og hand­bolta karla virðist ljóst að liðin fá ekki æf­ing­ar dag­inn fyr­ir deild­ar­leik vegna þess svo dæmi sé tekið þá á meist­ara­flokk­ur karla ekki tíma í íþrótta­húsi á miðviku­dags­kvöldi en Olís-deild­in er yf­ir­leitt leik­in á fimmtu­dags­kvöldi. Sömu sögu er að segja um körf­una sem æfir í litl­um skóla­sal.“

Fram­kvæmd­ir geta haf­ist strax

Andrés seg­ir mögu­legt að leysa úr vanda Fjöln­is en til þess skort­ir vilja meðal yf­ir­valda Reykja­vík­ur­borg­ar. Andrés seg­ir Reg­in, fé­lagið sem á Eg­ils­höll­ina, vera til­búið til að hefja strax fram­kvæmd­ir við nýtt íþrótta­hús í tengsl­um við höll­ina. „Póli­tísk­ur vilji verður hins­veg­ar að fylgja þar sem um einkafram­kvæmd er að ræða og áður en farið verður af stað vill fyr­ir­tækið sem hyggst byggja húsið að því verði tryggðar greiðslur fyr­ir ákveðinn fjölda æf­inga­tíma í nýja hús­inu. Þörf­in fyr­ir tím­ana er skýr miðað við fjölda iðkenda hjá Fjölni. Því miður þá hef­ur borg­in ekki verið til­bú­in að ganga frá slík­um samn­ingi og reynd­ar mennta­málaráðuneytið ekki held­ur. Póli­tísk­an vilja vant­ar,“ seg­ir Andrés Gunn­laugs­son, hand­knatt­leiksþjálf­ari hjá Fjölni.

Fjöln­ir

» Fé­lagið er með meist­ara­flokk kvenna í úr­vals­deild í hand­bolta.
» Fé­lagið er með meist­ara­flokk karla sem er í öðru sæti 1. deild­ar í hand­bolta.
» Fé­lagið er með meist­ara­flokk karla sem er í öðru sæti 1. deild­ar í körfu­bolta.
» Fé­lagið er með meist­ara­flokk kvenna í 1. deild en var í úr­vals­deild fyr­ir skömmu.
» Fjöln­ir er eitt af fjöl­menn­ustu íþrótta­fé­lög­um lands­ins með öfl­ugt barna- og ung­lingastarf og marg­ar fleiri keppn­is­grein­ar.

Stólpi auglýsing stór II

2358-10-11-februartilbod-1170x466px

Fjölbreytt og glæsileg öskudagshátíð í Rimaskóla

11 feb 2016
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Börn, Öskudagur, Rimaskóli

635907364414662700Nemendur og starfsmenn Rimaskóla skörtuðu flestir grímu-og furðufatabúningum á öskudagshátíð skólans.

Nemendur byrjuðu daginn með því að útbúa öskupoka með aðstoð kennara og starfsmanna. Í nestistíma mættu foreldrar með skúffukökur í hundruða tali. Forsvarsmenn MS voru rausnarlegir og gáfu öllum 550 nemendum skólans mjólkurdrykk til að skola kökunum niður.

Efnt var til grímuballs í hátíðarsal Rimaskóla þar sem góð stemmning myndaðist og allir viðstaddir tóku þátt í dansinum. Rúsínan í pylsuendanum var síðan þegar Alda Dís sigurvegari í  „Iceland Got Talent 2015“ gaf allt í og söng vinsælustu lögin og endaði á Júróvisionlaginu sínu „Augnabliki“.

Nemendur voru vel með á nótunum í öllum lögunum og tóku vel undir sönginn. Öskudagsgleðinni lauk með pítsuveislu sem skólinn bauð upp á.

Um hádegisbilið var skóla lokið og flestir nemendur stefndu niður í bæ að syngja og sníkja sér nammi eins og hefðin segir til um.

 

 

 

Öskudagur 2016 (3) Öskudagur 2016 (4) Öskudagur 2016 (5) Öskudagur 2016 (6) Öskudagur 2016 (7) Öskudagur 2016 (9) Öskudagur 2016 (11) Öskudagur 2016 (12) Öskudagur 2016 (13)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

WP_20160210_11_07_28_RichNinna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stólpi auglýsing stór II

 

2358-10-11-februartilbod-1170x466px

Framsæknir grunnskólar fá viðurkenningu

11 feb 2016
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Grafarvogur., Skólastarf

Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs vegna grunnskólastarfs voru afhent á árlegri fagstefnu grunnskólakennara í dag, Öskudagsráðstefnunni, þar sem 600 kennarar settust á rökstóla um nemendamiðað skólastarf.

Hvatningarverðlaunin fengu þrír grunnskólar fyrir framsækið fagstarf; Hagaskóli, Klébergsskóli og Rimaskóli. Þá fengu Breiðholtsskóli, Laugarnesskóli og Vogaskóli sérstaka viðurkenningu.

hagaskoli_1Hagaskóli fékk hvatningarverðlaunin fyrir verkefnið Barnasögur í leikskóla en í því vinna nemendur í 10. bekk að því að semja og myndskreyta barnasögur fyrir leikskólabörn. Markmiðið með þessu skemmtilega verkefni sem hófst fyrir fjórum árum er að hvetja nemendur í 10. bekk til ritunar og auka samstarf unglinga og leikskólabarna í hverfinu.
klebergsskoliKlébergsskóli hlaut hvatningarverðlaunin fyrir verkefnið Nýtt námsmat í anda nýrrar aðalnámskrár. Þrír kennarar við skólann þróuðu nýtt námsmat og færðu það úr tölum yfir í matskvarða í orðum og með táknunum rauður, gulur, grænn.  Í umsögn dómnefndar um það þróunarstarf segir m.a.: „ Hér er á ferðinni framtak og frumkvæði lítils kennarahóps í litlum skóla til að innleiða hæfniviðmið og matsviðmið aðalnámskrár grunnskóla á einfaldan og skýran hátt fyrir nemendur, kennara og foreldra. Allir nemendur á unglingastigi fá upplýsingar um hvar þeir eru staddir í námsferlinu og vita þá að hverju er að stefna. Þessi skýra útfærsla skólans hefur vakið athygli Menntamálastofnunar sem valdi það sem eitt af þremur námsmatsverkefnum til að kynna sérstaklega fyrir öðrum skólum.“
RimaskóliRimaskóli fékk hvatningarverðlaunin fyrir verkefnið Leið þín um lífið, valáfanga fyrir nemendur í 8. – 10. bekk sem Anna Kristín Jörundsdóttir lífsleiknikennari setti saman. Markmið hans er  að byggja upp sjálfstraust, samskiptahæfni og núvitund nemenda og stuðla að aukinni vellíðan þeirra, þannig að þeir geti betur tekist á við sitt daglega líf á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
Sérstaka viðurkenningu fengu þrír skólar fyrir áhugaverð verkefni;

drekameistariLaugarnesskóli fyrir verkefnið Viltu verða drekameistari? en í því er lesturinn gerður að ævintýri.  Vignir Ljósálfur Jónsson kennari á skólasafni hafði frumkvæði og umsjón með verkefninu.
gudrun
Vogaskóli fyrir verkefnið Endurvinnsla og sköpun sem Guðrún Gísladóttir myndmenntakennari skipulagði.

breidholtbetriBreiðholtsskóli og leikskólarnir Borg og Bakkaborg fengu svo viðurkenningu fyrir samstarf sitt um Fjölmenningarhátíð í Neðra Breiðholti.

Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs og Eva Einarsdóttir formaður dómnefndar afhentu hvatningarverðlaunin við líflega athöfn á Öskudagsráðstefnunni þar sem nemendamiðað skólastarf var í brennidepli.

2358-10-11-februartilbod-1170x466px
Stólpi auglýsing stór II

Dekkjakurl á gervigrasvöllum: Staða mála hjá Umhverfisstofnun

10 feb 2016
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Dalhús, Dekkjakurl, Fjölnir, Fjölnir knattspyrna, Gervigrasvellir, Grafarvogur, Umhverfisstofnun

UmhverfisstofnunUmræða um dekkjakurl og mögulega skaðsemi þess hefur verið áberandi undanfarna mánuði. Notkun gúmmíkurls á þessum völlum hefur valdið nokkrum áhyggjum því það getur innihaldið ýmis hættuleg efni sem geta losnað út í umhverfið. Gúmmíið er ekki hættulegt ef snerting við það er í takmörkuðu mæli. Ákveðin hætta er þó fólgin í því að ef gervigrasið og gúmmíið er ekki endurnýjað reglulega þá byrji smám saman að kvarnast úr gúmmíinu sem þyrlast þá frekar upp og valdi loftmengun vegna ryks og gúmmíagna.

Á mörgum gervigrasvöllum er notað gúmmíkurl sem oft er fengið úr notuðum bíldekkjum. Endurunnið gúmmí með þessum hætti er ódýrara en nýtt en inniheldur meira af óæskilegum efnum. Gúmmí getur verið misjafnt að gerð en þó er oftast nær óhjákvæmilegt að nota ýmis skaðleg efni við framleiðsluna eins og þungmálma á borð við blý, zink og kadmíum.

Það versta við endurunna gúmmíið er að við framleiðslu bíldekkja hér áður fyrr var notað mikið af olíu sem inniheldur fjölhringa arómatísk vetniskolefni (PAH) sem eru þrávirk og geta m.a. valdið krabbameini. Notkun slíkrar olíu við framleiðslu hjólbarða hefur nú verið bönnuð. Þá eru sumir næmir fyrir náttúrulegu gúmmíi eða latexi og ef loftræsting er ekki nægileg í yfirbyggðum gervigrasvöllum þá er þeim hætt við að fá ofnæmisviðbrögð.

Gúmmíkurl getur líka haft skaðleg áhrif á lífríki í námunda við velli utanhúss því þungmálmar eiga það til að leka út í nálægt umhverfi og skaða lífverur í vatni og jarðvegi. Nokkur Evrópuríki hafa verið með til skoðunar hvort eðlilegt sé að leyfa þessa notkun á dekkjakurli. Í Svíþjóð og Noregi hefur verið mælt með að banna lagningu nýs gervigrass með endurunnu gúmmíi en á gervigrasvöllum í notkun verði engar slíkar kröfur gerðar, en skipt út eftir þörfum.

Umhverfisstofnun hefur  kallað eftir upplýsingum frá þremur innflytjendum um efnainnihald gúmmíkurls úr dekkjum sem notað er á gervigrasvöllum. Ekki er til mörk fyrir efni eins og PAH í dekkjakurli hér á landi, en mörk fyrir PAH í dekkjum sem seld eru á Íslandi er 10 mg/kg.   Einnig hefur komið fram hjá innflytjendum að gúmmíkurlið er flutt inn í tollflokki 4004.0000; úrgangur, afskurður og rusl úr gúmmíi (þó ekki harðgúmmí) og duft og korn úr því. Stofnunin er jafnframt að skoða hvaða þýðingu það hefur, ef dekkjakurl er skilgreint sem úrgangur.

 

 

2358-10-11-februartilbod-1170x466pxStólpi auglýsing stór II

Bókasafnið í Spönginni – Prjónakaffi ǀ Handverksstund

09 feb 2016
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Bókasafnið Spönginni, Börn, Féagsmiðstöðin Spönginni, Grafarvogur., Handverk, Prjónakaffi, Skemmtilegt

PrjónakaffiPrjónakaffi í Spönginni

Fimmtudaginn 11. febrúar kl. 14

Prjónakaffi hefur nú göngu sína í Spönginni og verður haldið hálfsmánaðarlega. Við hittumst annan hvern fimmtudag kl. 14 og prjónum saman á notalegri stund.

Rjúkandi heitt kaffi á könnunni og allir velkomnir með prjónaskapinn meðferðis.

Umsjónarmaður: Ragnheiður María Adolfsdóttir, ragnheidur.adolfsdottir@reykjavik.is.

Dagsetning viðburðar:

Fimmtudagur, 11. febrúar 2016

Staðsetning viðburðar:

  • Spöngin

Viðburður hefst:

14:00

Viðburður endar:

15:00
2358-10-11-februartilbod-1170x466pxStólpi auglýsing stór II

Embætti sóknarprests í Grafarvogsprestakalli auglýst laust til umsóknar

08 feb 2016
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Bænahald, Bænir, Félag eldriborgara í Grafarvogi, Fermingar í Grafarvogi, Grafarvogskirkja, Grafarvogur., Kirkjan, Prestar, Safnaðarstarf, Sóknarnefnd

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti sóknarprests í Grafarvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, frá 1. maí 2016.Grafarvogskirkja

Biskup Íslands skipar í embætti sóknarpresta til fimm ára.

  • Í Grafarvogsprestakalli er ein sókn, Grafarvogssókn, með um átján þúsund íbúa og eina kirkju, Grafarvogskirkju, og Kirkjuselið í Spöng. Áhersla er lögð á fjölbreytt  helgihald og framsækni í boðun og safnaðarstarfi.
  • Grafarvogsprestakall er á samstarfssvæði með Grafarholtsprestakalli og Árbæjarprestakalli.
  • Um þjónustuskyldur sóknarprestsins fer eftir samþykktum kirkjuþings um innri málefni kirkjunnar.
  • Umsækjendur geri skriflega grein fyrir persónulegum upplýsingum, menntun sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Staðfest afrit af prófskírteini skal fylgja umsókn svo og upplýsingar um starfsþjálfun.
  • Umsækjendum ber að fylla út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að sakaskrá viðkomandi umsækjanda. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni. Eyðublaðið er á vef kirkjunnar, https://innri.kirkjan.is/pdf/samthykki-fyrir-oflun-upplysinga-ur-sakaskra.pdf
  • Valnefnd velur sóknarprest samkvæmt starfsreglum um val og veitingu prestsembætta nr. 1109/2011 og er stuðst við ráðgjafa í öllu umsóknarferlinu.
  • Við val á sóknarpresti verður lögð sérstök áhersla á reynslu af fjölbreyttu safnaðarstarfi og helgihaldi. Einnig verður hæfni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfni lögð til grundvallar.
  • Heimilt er að óska eftir því að almennar prestskosningar fari fram samkvæmt 15. gr. starfsreglna nr. 1109/2011.
  • Um embættið gilda lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni kirkjunnar. Einkum er vísað til starfsreglna um presta nr. 1110/2011.
  • Um laun og önnur kjör fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs.
  • Upplýsingar um embættið og helstu lög og reglur sem um starfið gilda, eru veittar á Biskupsstofu, hjá sóknarpresti Grafarvogsprestakalls og hjá prófasti Reykjavíkurprófastsdæmis eystra.
  • Umsóknarfrestur um embættið rennur út 11. mars 2016.
  • Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík.Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.F.h. biskups ÍslandsSveinbjörg Pálsdóttir

 

 

 

2358-10-11-februartilbod-1170x466px

Stólpi auglýsing stór II

 

Betri hverfi 2015 – 74 verkefnum lokið

05 feb 2016
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Bænir, Betri Reykjavík, Börn, Dalhús, Féagsmiðstöðin Spönginni, Fjölnir fimleikar, Fjölnir knattspyrna, Fjölnir körfubolti, Gallerí Korpúlfsstaðir, Grafarvogur, Grafarvogur., Skemmtilegt

FrísbígolfReykvíkingar kusu 107 verkefni til framkvæmda í rafrænum íbúakosningum um Betri hverfi á síðasta ári. Nú er framkvæmdum við 74 þessara verkefna lokið.

Umhverfis- og skipulagssvið hefur skilað yfirliti yfir stöðu framkvæmda á verkefnum sem kosin voru rafrænu íbúakosningunum Betri hverfi 2015. Í  janúar var framkvæmdum lokið við 74 verkefni sem íbúar kusu en 33 voru enn á framkvæmdastigi. Verður ráðist í að ljúka þeim verkefnum í vor eða um leið og veður leyfir.

Verkefnin sem framkvæmd hafa verið eru bæði stór og smá. Flest bæta þau útivistarmöguleika í hverfunum auk þess að gera umhverfið öruggara, skjólsælla og blómlegra.
Hér á eftir verður stiklað á stóru yfir helstu framkvæmdir í hverfunum en nákvæmt yfirlit er að finna aftast í fréttinni.
Í Árbæ hafa útivistarstígar austan Rauðavatns m.a. verið lagfærðir.
Í Breiðholti hefur aðstaða við tjörnina í Seljahverfi verið bætt með borðbekkjum og fleiru. Þá hafa ungbarnarólur verið settar á valda leikvelli í hverfinu. Gangstétt hefur lögð frá Stekkjarbakka og meðfram Olís Álfabakka. Einnig hefur nýr frisbígolfvöllur verið settur upp í dalnum fyrir neðan Ölduselsskóla.
Í Grafarholti og Úlfarsárdal hefur göngustígurinn ofan við Sæmundarskóla verið upplýstur og svæðið við Gvendargeisla 44 – 52 verið bætt með landmótun og frágangi svo eitthvað sé nefnt.
Í botni Grafarvogs hafa verið sett upp bekkjarborð og fleira á notalegum áningarstað. Þá hefur malarstígur verið lagður á hæðinni fyrir ofan Húsaskóla ásamt útsýnisskilti. Einnig hefur þjappað malaryfirborð verið sett á stíginn á milli Laufengis og Engjaborgar. Verið er að vinna að strandstíg við Gufuneshöfða. Stígnum er lokið en verklok eru áætluð í mars á þessu ári. Þá er rathlaupabraut á Gufunesi tilbúin.
Í Háaleitis- og Bústaðahverfi hafa tré verið gróðursett við Háaleitisbraut. Þá hefur gangsétt meðfram Háaleitisbraut, frá Lágmúla að Ármúla verið löguð auk þess sem valdir göngustígar í Fossvogi hafa verið lagfærðir.
Í Hlíðunum hefur gönguleið frá Litluhlíð upp að Perlu og Öskjuhlíð verið lagfærð. Búið er að setja lýsingu á göngustíginn á milli Gunnarsbrautar og Snorrabrautar. Þá er framkvæmdum lokið við boltaleikjaflöt á milli Grænuhlíðar og Hamrahlíðar og göngustígur hefur verið lagður frá Stigahlíð að Miklubraut til móts við Stigahlíð 2 – 4.
Á Kjalarnesi hefur verið hellulagt framan við borðsal í Fólkvangi og þjappaður malarstígur verið lagður frá skóla að íþróttavelli.
Í Laugardal hefur m.a. verið sett upp aðstaða í Laugardalslaug með köldu vatni til kælingar. Þá er framkvæmdum lokið við hringtorg við gatnamót Álfheima og Gnoðarvogs sem bætir flæði umferðar þar töluvert.
Í miðborginni hefur gönguleið verið gerð öruggari við gatnamót Þórsgötu og Njarðargötu en einnig hefur þrenging verið sett við norðaustur horn gatnamóta Vitastígs og Grettisgötu.
Í Vesturbæ hefur gangstétt verið lögð meðfram KR velli norðaustanmegin auk þess sem lagfæringar hafa verið gerðar á stígum við Eiðsgranda og Fjörugranda.
Betri hverfi 2015 – Verkefnastaða
Sjá yfirlit yfir verkefni í framkvæmdasjá
2358-10-11-februartilbod-1170x466pxStólpi auglýsing stór II
« First‹ Previous979899100101102103Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • AUSTURMIÐSTÖÐ
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2025
www.grafarvogsbuar.is