• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Háspenna í Dalhúsum – Fjölnir komið í úrslit

15 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Dalhús, Fjölnir handbolti, Grafarvogur., Handbolti, Skemmtilegt

Fjölnir lagði SelfossFjölnir tryggði sér í kvöld réttinn til að leika um sæti í Olís-deild karla í handknattleik þegar að liðið lagði Selfoss að velli, 24-23, í sannkölluðum háspennuleik í Dalhúsum í Grafarvogi. Stemningin á leiknum var engu lík, troðfullt hús en 700 áhorfendur fylgdust með leiknum sem er met í Dalhúsum.

Kristján Örn Kristjánsson tryggði Fjölni sigurinn með marki ellefu sekúndum fyrir leikslok og ætlaði allt um koll að keyra. Selfyssingar brunuðu í sókn en leiktíminn fjaraði út og Fjölnismenn fögnuðu innilega í leiksok.

Fjölnir var yfir í hálfleik, 13-12, en í síðari hálfleik var leikurinn mjög sveiflukenndur og náðu Selfyssingar um tíma þriggja marka forystu. Fjölnismenn vöknuðu á ný til lífsins, jöfnuðu, og allt til loka var leikurinn í járnum en Fjölnir var sterkara á lokasprettinum. Jafnt var 23-23, þegar innan við mínúta var eftir en markið frá Kristjáni Erni í lokin gerði gæfumuninn.

Fjölnir mætir Víkingi í úrslitarimmu um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Fyrsta viðureign liðanna verður í Víkinni á mánudaginn 20 apríl klukkan 19.30. Annar leikurinn verður fimmtudaginn 23. apríl, sumardaginn fyrsta, í Dalhúsum klukkan 16. Það lið sem verður fyrr til að vinna tvo leiki tryggir sér keppnisrétt í Olís-deildinni.

Video myndir frá leiknum sem sýna vel spennuna og skemmtunina.

[su_youtube url=“https://youtu.be/mmkJyN_iB2A“]

[su_youtube url=“https://youtu.be/O6wUsu9LWDA“]

[su_youtube url=“https://youtu.be/-dVbQTZjcN4″]

[su_youtube url=“https://youtu.be/_2xT5AOTjyU“]

 

IMG_0927 IMG_0929 IMG_0942 IMG_0946 IMG_0951 IMG_0953 IMG_0955 IMG_0961

Email, RSS Follow

Einn mikilvægasti handboltaleikur Fjölnis frá upphafi

15 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Dalhús, Fjölnir handbolti, Grafarvogur.

DSC_4294Kæru Fjölnismenn.

Ég vona að það hafi ekki farið framhjá neinum að í kvöld fer fram mikilvægasti handboltaleikur Fjölnis frá upphafi. Þetta er oddaleikur í umspili gegn Selfyssingum og sigurvegararnir í þessari viðureign mæta Víkingum í úrslitum um laust sæti í Olísdeildinni. Liðið hefur fengið frábæran stuðning í síðustu tveimur leikjum og stúkan verið þétt. Nú ætlum við hins vegar að gera heiðarlega tilraun til að sameina Grafarvoginn og troðfylla Dalhúsin okkar.
Við þurfum á þínum stuðningi að halda til að ætlunarverkið náist. Að venju er flott sjoppa á staðnum, Domino’s pizzur til sölu, Domino’s skotið í hálfleik og svo frábær skemmtun í sjálfum handboltaleiknum og sérstaklega þegar húsið er smekkfullt og stuðningurinn í hámarki.

Leikurinn hefst kl. 19:30 og við viljum gjarnan sjá ykkur öll í stúkunni að hvetja snillingana áfram.
Það kostar 1000 krónur fyrir fullorðna og frítt fyrir 16 ára og yngri.
Mætum öll gul og glöð og tökum öll undir:

Við syngjum áfram – áfram Fjölnir!

 

Fyrir hönd handknattleiksdeildar Fjölnis,
Ingvar Örn Ákason

Email, RSS Follow

Prestastefna var sett í Grafarvogskirkju í dag, þriðjudaginn 14. apríl kl. 18.

14 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Bænahald, Bænir, Grafarvogskirkja, Prestar, Prestastefna

Prestastefna 2015 (29)Í setningarræðu sinni ræddi biskup Íslands m.a. um fækkun í þjóðkirkjunni og setti hana í samhengi við þróunina í systurkirkju hennar í Svíþjóð:
„Frá því þjóðkirkjan varð sjálfstæð árið 1998 hefur meðlimum hennar fækkað. Þeim fjölgaði um rúmlega 8000 fyrstu tólf árin  en hefur fækkað um rúmlega 10000 á undanförnum árum. Niðurstaðan er heildarfækkun um 2150 meðlimi.
Árið 2014 fækkaði um 714 manns í þjóðkirkjunni. Til samanburðar fækkaði um 60000 meðlimi í sænsku kirkjunni. Ef tekið er tillit til stærðar kirknanna þá er fækkunin hér á Íslandi tæpur þriðjungur af því sem er í systurkirkjunni.  Þróunin í kirkjunum er samt svipuð: Meðlimunum fækkar.“

Biskup ræddi einnig traust til þjóðkirkjunnar, það hefur aukist frá 2012 og mælist nú meira en traust til borgarstjórnar og Alþingis.

„Tölulegar upplýsingar gefa einnig til kynna að traustið á kirkjunni er að aukast eins og áður sagði. Það mælist nú 36%. Hæst hefur það mælst rúm sextíu prósent árið 1999 og lægst 28% árið 2012. Síðan þá hefur það aukist. Við vitum af öðrum könnunum að meira traust mælist til sóknarpresta og starfsins í sóknum þjóðkirkjunnar.  Traustið skilst kannski best með því að skoða það í samhengi.  Þjóðkirkjunni er treyst betur en Borgarstjórn Reykjavíkur, Seðlabankanum og Alþingi.  Það erum við þakklát fyrir.“

Þá ræddi biskup um tjáningarfrelsi þeirra sem þjóna í kirkjunni:

„Skerðir vígslan tjáningarfrelsið?  Siðareglurnar svara þessu að einhverju leyti.  Úrskurðarnefnd hefur fjallað um eitt slíkt mál og komist að þeirri niðurstöðu að siðareglur hafi verið brotnar þegar færsla var rituð á fésbókarsíðu en hún var hluti af umræðu sem átti sér stað á síðunni. „Úrskurðarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að það bryti gegn 2. og 13. grein siðareglna þjóðkirkjunnar að vígður þjónn bæri á borð óstaðfestan orðróm.“ Hér túlkar úrskurðarnefndin siðareglurnar með skýrum og leiðbeinandi hætti. Við skulum minnast þess þegar við látum frá okkur texta að „grundvallarregla mannlegra samskipta er gullna reglan: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera.” (Matt. 7,12)  Starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar hafa þá reglu umfram allt að leiðarljósi“ eins og segir í formála að siðareglunum.“

Setningarræðu biskups má nálgast í heild sinni hér: http://biskup.is/

 

Prestastefna 2015 (2) Prestastefna 2015 (6) Prestastefna 2015 (23) Prestastefna 2015 (24) Prestastefna 2015 (25) Prestastefna 2015 (30)

 

Prestastefna 2015

Email, RSS Follow

Knattspyrnudeild Fjölnis og TM gera með sér samstarfssamning

13 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Fjölnir, TM

Arnheiður Leifsdóttir frá TM og Guðmundur L Gunnarsson framkvæmdastjóri Fjölnis handsala samninginn

Knattspyrnudeild Fjölnis og TM hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér stuðning TM við deildina á komandi keppnistímabili.

Fjölnir mun hlutast til um að bjóða félagsmönnum og forráðamönnum iðkenda tækifæri á að fá tilboð í sínar tryggingar ef áhugi er fyrir því og þannig styrkja starf félagsins í leiðinni.

Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum TM af Arnheiði Leifsdóttur verkefnisstjóra markaðs- og kynningarmála og Guðmundi L Gunnarssyni framkvæmdastjóra Fjölnis.

Við væntum mikils af samstarfi félaganna og að Grafarvogsbúar nýti sér það að fá tilboð í sínar tryggingar og styðja þar með félagið í leiðinni.

Á næstu dögum munum við senda og dreifa blaði sem bíður öllum uppá að fá tilboð í sínar tryggingar frá TM og í leiðinni að styðja við starfið hjá Fjölni.

Email, RSS Follow

Miðgarðsmótið í skák haldið í 10. sinn. Rimaskóli hefur alltaf sigrað

12 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Miðgarðsmót í skák, Skák

Miðgarðsmótið 2015Árið 2006 kom Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs, í samstarfi við Skákdeild Fjölnis á skákmóti á milli grunnskóla hverfisins. Mótið hefur allt frá upphafi verið afar vinsælt og um 100 nemendur tekið þátt í því hverju sinni.

Miðgarðsmótið fór fram í tíunda sinn föstudaginn 10. apríl og líkt og í hin níu skiptin sigraði skáksveit Rimaskóla öruggan sigur. Alls mættu 13 skáksveitir til leiks frá fjórum grunnskólum.

Að þessu sinni voru skáksveitir frá Rimaskóla og Foldaskóla áberandi í efstu sætum en eina sveit Kelduskóla náði 5 sæti. Rimaskóli og Foldaskóli sendu flestar skáksveitir til leiks. Eina stúlknasveitin kom frá Rimaskóla, Íslandsmeistarasveitin 2015 sem lenti í 3. – 4. sæti ásamt efstu sveit Foldaskóla.

Tvær efstu sveitirnar komu frá Rimaskóla og var önnur þeirra eingöngu skipuð stórefnilegum strákum í 4. bekk. Tefldar voru sex umferðir og í skákhléi bauð Miðgarður upp á ljúffengar veitingar. Landsbankinn, útibúið Vínlandsleið, var styrktaraðili mótsins annað árið í röð og fengu allir þátttakendur viðurkeningu frá bankanum, bíómiða í SAM-bíóum.

Skákstjórar voru þeir Sigurgeir Birgisson frá Miðgarði og Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis. Mótið tókst mjög vel í alla staði enda eru grunnskólakrakkar í Grafarvogi orðnir þaulvanir að taka þátt í skákmótum.

Í lok mótsins fengu lið Rimaskóla afhenta glæsilega bikara frá Miðgarði, annan til eignar en hinn farandgrip sem varðveitist 10. árið í röð í skólanum.

 

Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (4)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (5)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (7)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (8)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (9)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (10)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (11)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (12)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (14)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (16)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (18)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (20)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (21)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (23)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (24)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (25)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (26)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (27)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (28)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (29)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (30)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (32)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (33)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (34)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (35)_vefur

Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (102)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (104)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (106)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (116)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (117)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (119)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (120)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (121)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (123)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (124)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (125)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (126)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (127)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (128)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (129)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (131)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (132)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (133)_vefur Miðgarðsmót 2015 Rimaskóla (134)_vefur

Email, RSS Follow

Höfuborgarbúar jákvæðir gagnvart ferðamönnum

12 apr 2015
Kristjan Sigurdsson
0

FerðamennAðeins 2% íbúa á höfuðborgarsvæðinu eru neikvæð gagnvart ferðamönnum. Mikill meirihluti íbúa eða 84,5% er mjög jákvæður gagnvart ferðamönnum eða frekar jákvæður en 13,1 eru í meðallagi jákvæðir. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun sem Höfuðborgarstofa lét gera.

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru almennt jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar sem var lögð fyrir íbúa í öllum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu dagana 19. – 30. mars s.l. Könnunin er liður í vinnu við endurskoðun á aðgerðaáætlun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2020 sem nú stendur yfir. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á málþingi í Hörpu en Maskína sá um framkvæmd og úrvinnslu könnnunarinnar.

Aðeins 2,3% íbúa á höfuðborgarsvæðinu segjast vera neikvæð gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu, þar af segjast 2% fremur neikvæð og 0,3% mjög neikvæð. Þetta hlutfall er 3,1% í póstnúmerinu 101 í miðborg Reykjavíkur þar sem ferðamannafjöldinn er mestur.

Þá telja 91,8% íbúa að erlendir ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu séu fremur eða mjög vinsamlegir í samskiptum við íbúa. Aðeins 0,7% telja þá óvinsamlega og 7,5% í meðallagi. Athyglisvert er að bera þessar tölur saman við hversu gestrisna íbúar telja sjálfa sig vera gagnvart erlendum ferðamönnum en 61,9% telja íbúa mjög eða fremur gestrisna. Þá segja 6,7% íbúa mjög eða fremur ógestrisna og 31,4% segja í meðallagi.

„Þetta eru góðar fréttir því þetta sýnir að viðhorf okkar íbúanna er mun jákvæðara gagnvart ferðamönnum en margir hafa ef til vill óttast miðað við umræðuna,” segir Einar Þór Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu. „Niðurstöður könnunarinnar gefa okkur vísbendingar um þolmörk í samfélaginu og munu reynast mikilvægt innlegg í þá vinnu sem Reykjavíkurborg er að vinna um þessar mundir við endurskoðun á aðgerðaáætlun ferðamálastefnunnar til ársins 2020. Tilgangur þeirrar vinnu er einmitt að móta stefnuna með framsýn og skynsemi að leiðarljósi.”

Viðhorf til erlendra ferðamanna mars 2015

Email, RSS Follow

Fjölnir lagði Selfoss í fyrsta leik í umspili

10 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Dalhús, Fjölnir, Fjölnir handbolti, Grafarvogur., Handbolti

DSC_4095Selfoss og Fjölnir spiluðu í Grafavogi þar sem Selfyssingarnir byrjuðu leikinn betur en heimamenn í Fjölni tóku við sér og fóru í hálfleik með þriggja marka forskot, 16-13. Í síðari hálfleik var mikil spenna framan af en Fjölnismenn voru þó ögn sterkari. Á endanum sigraði Fjölnir leikinn, 28-25.

Næstu leikir fara fram á mánudagskvöldið en það lið sem vinnur fyrr til tvo leiki mun spila til úrslita um að komast í Olís-deild karla.

 

 

Úrslit og markaskorun:

Fjölnir 28-25 Selfoss (16-13)

Mörk Fjölnir: Kristján Örn Kristjánsson 9, Breki Dagsson 4, Brynjar Loftsson 4, Sveinn Þorgeirsson 3, Sigurður Guðjónsson 3, Bergur Snorrasson 2, Björgvin Páll Rúnarsson 1, Arnar Ingi Guðmundsson 1, Unnar Arnarsson 1.
Varin skot: Ingbar Kristinn Guðmundsson 19 skot varin
Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 7, Sverrir Pálsson 6, Teitur Örn Einarsson 4, Guðjón Ágústsson 3, Árni Guðmundsson 2, Andri Már Sveinsson 2, Alexander Már Egan 1.
Varin skot: 10 skot

 

DSC_3950 DSC_3954 DSC_3961 DSC_3971 DSC_3984 DSC_3985 DSC_3987 DSC_4003 DSC_4007 DSC_4009 DSC_4015 DSC_4016 DSC_4018 DSC_4020 DSC_4025 DSC_4028 DSC_4030 DSC_4032 DSC_4050 DSC_4054 DSC_4066 DSC_4068 DSC_4076 DSC_4083 DSC_4084 DSC_4088 DSC_4098 DSC_4099 DSC_4104

 

 

Email, RSS Follow

Nýtt námskeið í fullorðinsfimleikum

10 apr 2015
Kristjan Sigurdsson
0

Fimleikar fullorðinnaNýtt námskeið í fullorðinsfimleikunum hefst mánudaginn 13.apríl og stendur í 6 vikur. Námskeiðið fer fram í aðstöðu fimleikadeildarinnar í Egilshöllinni og er fyrir 18. ára og eldri. Æfingarnar eru á mánudögum 20:00-21:30 og á miðvikudögum frá 20:30-22:00. Þú þarft alls ekki að vera fyrrverandi fimleikastjarna til þess að vera með. Æfingarnar henta flest öllum.

Tímarnir byrja á upphitun, þreki og teygjum og svo er farið út í léttar fimleikaæfingar. Fimleikar eru frábær alhliða hreyfing og henta vel fyrir þá sem vilja.

Email, RSS Follow

Fyrsti Íslandsmeistarinn úr Fjölni í áhaldafimleikum karla

06 apr 2015
Kristjan Sigurdsson
0

Sigurður AriÍslandsmót í þrepum fór fram helgina fyrir páska og átti fimleikadeild Fjölnis flotta fulltrúa í stúlkna og drengja keppni. Allir keppendur skiluðu góðum keppnisæfingum og skemmtu sér vel á glæsilegu móti sem var í umsjón fimleikadeild Ármanns.

Upp úr stóð frammistaða Sigurðar Ara Stefánssonar sem varð Íslandsmeistari í 5.þrepi karla, en þetta er fyrsti íslandsmeistaratitill deildarinnar í áhaldafimleikum karla. Sigurður er ungur og efnilegur fimleikamaður sem á svo sannarlega bjarta framtíð fyrir sér og verður fróðlegt að fylgjast með honum áfram næstu árin.

Email, RSS Follow
« First‹ Previous122123124125126127128Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is