• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Svarthöfði mætir Stórhöfða … kl. 15.30

17 des 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Grafarvogur., Reykjavík, Skemmtilegt

Í dag kl. 15.30 festa Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík og Óli Gneisti Sóleyjarson þjóðfræðingur upp skiltið Svarthöfði, en það er nýtt götuheiti í Reykjavík.  

Óli Gneisti setti hugmyndina að kenna götu við persónu úr Star Wars á hugmyndavefinn Betri Reykjavík og hlaut hún mikið fylgi.  

Vegmerkingin verður sett upp þar sem Svarthöfði  mætir Stórhöfða (sjá kort). Svarthöfði hét áður Bratthöfði.

 

Svarthöfði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

10-11-2188-desembertilbod_skjar-588x290px

 

Stólpi auglýsing stór

Email, RSS Follow

Aðventuheimsóknir? Áskorun til trú- og lífsskoðunarfélaga

17 des 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Aðventuheimsóknir, Barnastarf, Bænahald, Börn, Grafarvogskirkja, Grafarvogur, Heimsóknir um jólin, Prestar, Sóknarnefnd

Guðrún og ArnaAðventuheimsóknir?
Áskorun til trú- og lífsskoðunarfélaga

Þann 11. desember birtist grein eftir Halldór Auðar Svansson undir nafninu “Píratar og kirkjuheimsóknir”. Þetta var málefnaleg grein og langar okkur til þess að bregðast við henni og halda áfram að velta fyrir okkur þessu heita máli sem heimsóknir skólabarna í kirkju á aðventu eru fyrir nokkrum hópum í samfélaginu.

Til að byrja með viljum við ítreka það að staðan er þannig í dag að kirkjurnar í Reykjavík líta á þessar heimsóknir sem fræðsluheimsóknir en oft eru þetta í raun aðventuskemmtanir skólanna en ekki kirkjunnar. Áður en hópar koma í kirkjuna er haft samráð við stjórnendur um fyrirkomulagið og hlutverk prestsins er yfirleitt að leiða samkomuna og oftar en ekki að segja fallega sögu með góðum boðskap tengdum jólum. Að öðru leyti ákveða skólarnir dagskrána og stýra henni, t.d. er algengt að börn komi fram og spili á hljóðfæri, syngi o.s.frv.

Við viljum halda því fram að kirkjunnar fólk í Reykjavík vandi sig mjög við að fylgja ströngum reglum Reykjavíkurborgar sem gilda um þessar heimsóknir.

Við erum sammála Halldóri um það að ekki eigi að setja börn í þá stöðu að þurfa að útskýra trúar- eða lífsskoðanir sínar. Við lítum svo á að í dag séu þessar heimsóknir þess eðlis að ekkert barn eigi að þurfa að sitja eftir þegar farið er í slíkar heimsóknir. Ekki frekar en að barn velur hvort það hlusti á suma rithöfunda kynna bækur sínar í skólunum fyrir jólin eða ekki eða hvort börn á frístundarheimilum fari í heimsókn á Domino´s að baka pizzur.

Við erum sammála Halldóri um þá tvo möguleika sem hann telur vera raunhæfa, þ.e. annars vegar að kirkjur hætti að taka á móti heimsóknum grunnskólanna á aðventunni og bjóði sjálfar upp á aðventustundir t.d. í samvinnu við foreldrafélögin eða að opna skólastarfið alveg fyrir því að öll trú- og lífsskoðunarfélög bjóði skólabörnum í heimsókn á hátíðum tengdum sínum trúar- eða lífsskoðunum. Staðan eins og hún er í dag er óviðunandi og við upplifum að umræðan um trú og trúariðkun sé að verða eins og umræðan um kynlíf var í kringum 1950 þ.e. feimnismál og mikið gert úr því að trú hvers og eins sé hans eða hennar einkamál.

Í stefnu Reykjavíkurborgar í fræðslumálum frá árinu 2005 (það var eina formlega stefnan sem við fundum á vef Reykjavíkurborgar) kemur fram að skólinn eigi að vera í góðum tengslum við nærumhverfi sitt og að skólastarf hafi í auknum mæli færst út fyrir skólabygginguna til að stuðla enn frekar að góðum árangri og þroska nemenda. Þar kemur einnig fram að nemendur vinni verkefni úti í náttúrunni og fari í fyrirtæki og stofnanir til kynningar og starfa.

Því viljum við hér með hvetja öll trú- og lífsskoðunarfélög til þess að bjóða grunnskólabörnum í heimsókn í sínar kirkjur, moskur, hof eða samkomusali á hátíðum er tengjast þeirra trú- eða lífsskoðun og kynna börnin fyrir sínum hugmyndum eða trú. Þar með fá börn virkilega möguleika til að að kynna sér ólík trúarbrögð og lífsskoðanir. Það er nefnilega ekki nóg að segja að barnið eigi að fá að velja sjálft sína lífsskoðun þegar þar að kemur en kynna það síðan ekki fyrir öðru en því sem foreldarnir aðhyllast, enda teljum við það ekki í anda umburðarlyndis og víðsýni.

Við viljum að samfélag okkar sé opið og gefi öllu fólki rými til að tjá lífs- og trúarskoðun sína óáreitt. Við höfum ekki áhuga á að lifa í samfélagi þar sem foreldrar þurfa að láta börnin sín sitja á bókasafninu á meðan flestir bekkjarfélagarnir fara að kynna sér blót ásatrúarfólks eða jól kristinna enda sé um fræðslu að ræða sem fellur undir aðalnámsskrá. Trú og trúariðkun er órjúfanlegur hluti af lífsflórunni og þegar upp er staðið eru það foreldrarnir sem hafa ríkustu áhrifin á barnið.

Við endurtökum því hvatningu okkar og skorum á öll trú- og lífsskoðunarfélög að bjóða grunnskólabörnum í heimsókn á hátíðum og kynna fyrir þeim starfsemi sína.

Guðrún Karls Helgudóttir og Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestar

 

 

 

Email, RSS Follow

Breytingar á gjaldskrám um áramót

16 des 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Gjaldskrár hækkun, Grafarvogur, Hækkanir, Sund hækkar

Sundalaug IIBorgarstjórn samþykkti gjaldskrárbreytingar á fundi sínum í gær, 15. desember.

Breytingarnar eru í samræmi við endurskoðaðar forsendur fjárhagsáætlunar 2016 en þar er gert ráð fyrir að gjaldskrár sem borgin hefur ákvörðunarvald yfir hækki þannig að gjaldskrártekjur á hverju sviði hækki að meðaltali um 3,2%.
Leikskólagjöld verða óbreytt en lækka samkvæmt nánari útfærslu síðar á árinu. Hluti boðaðra lækkana frestast þó vegna fjárhagsstöðu borgarinnar.
Gert er ráð fyrir að gjaldskrár umhverfis- og skipulagssviðs endurspegli raunkostnað eins og verið hefur.
Svið og fagráð hafa yfirfarið gjaldskrár sínar og miðast tillögur þeirra við umræddar samþykktir á fundi borgarstjórnar.
Í meðfylgjandi gögnum koma fram upplýsingar um gjaldskrárbreytingar um áramótin 
10-11-2188-desembertilbod_skjar-588x290px
Stólpi auglýsing stór II
Email, RSS Follow

JólaVox – Jólatónleikar Vox Populi

16 des 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Bænahald, Grafarvogskirkja, Grafarvogur., Jóla Vox, Jólatónleikar Vox Populi, Safnaðarstarf

Vox Populi IIMiðvikudagskvöldið 16. desember ætlum við að eiga notalega kvöldstund í kirkjunni okkar, syngja jólalög og bjóða upp á heitt súkkulaði og smákökur eftir sönginn.

Tónleikarnir hefjast kl 20 og verða miðar seldir við innganginn á 2000 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Kórinn er þekktur fyrir létta og öðruvísi tónlist. Við munum meðal annars syngja útsetningar eftir Michael McGlynn, sem stjórnar írska sönghópnum Anúna, og Pentatonix sem er a cappella sönghópur sem tekur vinsæl lög og syngur þau án undirleiks.

Hilmar Örn Agnarsson stjórnar herlegheitunum, Kjartan Valdimars spilar á píanó, Gunnar Hrafns verður á kontrabassa og Kristinn Ágústsson beatboxari verður með okkur í tveimur lögum.

Komið og njótið með okkur kæru vinir og eigið notalega og gefandi stund með okkur.

 

10-11-2188-desembertilbod_skjar-588x290pxStólpi auglýsing stór

 

Email, RSS Follow

Þriðji sunnudagur í aðventu 13. desember

12 des 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Bænahald, Dalhús, Grafarvogskirkja, Grafarvogur., Prestar, Safnaðarstarf

GrafarvogskirkjaHalloJolasveinn

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00
Séra Guðrún Karls Helgudóttir og Þóra Björg Sigurðardóttir hafa umsjón. Undirleikari er Stefán Birkisson.
Jólaball og jólasveinar.

Kirkjuselið

Selmessa kl. 13.00.
Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar fyrir altari.
Vox Populi syngur.
Organisti: Hilmar Örn Agnarsson.

Sunnudagskóli á sama tíma.
Umsjón hefur Rósa Ingibjörg Tómasdóttir
Undirleikari: Stefán Birkisson

Email, RSS Follow

Þriðji sunnudagur í aðventu 13. desember

12 des 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Bænahald, Bænir, Börn, Félag eldriborgara í Grafarvogi, Fermingar í Grafarvogi, Grafarvogskirkja, Grafarvogur.

Grafarvogskirkja HalloJolasveinn

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00
Séra Guðrún Karls Helgudóttir og Þóra Björg Sigurðardóttir hafa umsjón. Undirleikari er Stefán Birkisson.
Jólaball og jólasveinar.

Kirkjuselið

Selmessa kl. 13.00.
Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar fyrir altari.
Vox Populi syngur.
Organisti: Hilmar Örn Agnarsson.

Sunnudagskóli á sama tíma.
Umsjón hefur Rósa Ingibjörg Tómasdóttir
Undirleikari: Stefán Birkisson

Email, RSS Follow

Hátíðleg kirkjuheimsókn Rimaskóla í Grafarvogskirkju

11 des 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Bænahald, Bænir, Börn, Grafarvogskirkja, Grafarvogur, Grafarvogur., Grunnskólar Grafarvogs, Guðþjónusta, Rimaskóli

Heimsókn Rimaskóli í heimsókn Grafarvogskirkja 2015 (33)Nemendur í 1. – 7. bekk Rimaskóla áttu saman góða stund í Grafarvogskirkju þegar hin árlega heimsókn í kirkjuna var farin á fögrum vetrarmorgni. Jólin eru í nálægð og fjölmargir nemendur skólans fluttu glæsileg tónlistar-og söngatrið auk upplesturs. Inn á milli atriða sungu allir krakkarnir saman uppáhaldsjólalögin sín sem þau hafa verið að æfa undir stjórn  Rakelar Maríu tónmenntakennara.

Tóku krakkarnir hraustlega undir í viðlaginu „Jólin hér, jólin þar, jólin þau eru alls staðar“ og englaraddir þeirra ómuðu um kirkjuna þegar jólalag Rimaskóla, „Guð verndar og vakir“ var sungið í lok dagskrárinnar. Nemendur Rimaskóla sem fylltu alla bekki kirkjunnar stóðu sig afar vel í heimsókninni og voru skólanum sínum og kennurum til mikils sóma.

Það var sóknarpresturinn okkar Sr. Vigfús Þór Ingvarsson sem tók á móti Rimaskólakrökkum en dagskránni stjórnaði skólastjórinn Helgi Árnason.

Skoða myndir frá heimsókninni hér….

 

10-11-2188-desembertilbod_skjar-588x290px

Stólpi auglýsing stór

Email, RSS Follow

Breytt sorphirða í Reykjavík

10 des 2015
Kristjan Sigurdsson
0

Breytt sorphirðaNú standa yfir breytingar á sorphirðu í Reykjavík sem stuðla eiga að aukinni endurvinnslu í takt við stefnu Reykjavíkurborgar í umhverfismálum.

Græn tunna fyrir plast

Við bjóðum nú borgarbúum upp á græna tunnu undir plast til að auðvelda flokkun á endurnýtanlegu plasti. Með flokkun eykst endurvinnsla plasts og magn urðaðs úrgangs minnkar – okkur öllum til hagsbóta. Gjald fyrir græna tunnu verður 8.400 krónur á ári og verður hún losuð á 21 dags fresti líkt og bláa tunnan. Borgarbúar sem ekki kjósa græna tunnu hafa val um að koma plasti sjálfir á næstu grenndar- eða endurvinnslustöð og geta þar með sparað sér gjaldið.

Breytt hirðutíðni

Frá áramótum verða gráar tunnur undir blandaðan úrgang tæmdar á 14 daga fresti í stað 10. Þessi breyting tekur mið af þeirri rúmmálsminnkun sem söfnun plasts við heimili mun leiða af sér og eftir hana verður hirðutíðnin í takt við það sem tíðkast í nágrannasveitarfélögum borgarinnar.

 

Ný grá spartunna

Við kynnum einnig til sögunnar nýja spartunnu fyrir blandaðan úrgang. Hún er mjórri en sú hefðbundna gráa og tekur 120 lítra í stað 240. Spartunnan er losuð jafn oft, eða á 14 daga fresti frá áramótum. Gjald fyrir spartunnu verður 11.800 kr. á ári sem er 9.500 kr. lægra en fyrir gráa tunnu.

 

Hvernig samsetning hentar þér?

Þú getur pantað græna tunnu eða spartunnu og gert aðrar breytingar á þinni tunnusamsetningu með einu símtali við þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111 eða með tölvupósti á sorphirda@reykjavik.is

 

Nánari upplýsingar um allt sem lýtur að sorphirðu og flokkun er að finna á Ekki Rusl  

 

Email, RSS Follow

Fullur salur iðkenda á jólaskákæfingunni

10 des 2015
Kristjan Sigurdsson
0

Fjölnir - skákMikil aðsókn hefur verið á allar skákæfingar Fjölnis í vetur. Krakkarnir sem eru flestir á miðstigi hafa tekið miklum framförum og í hópnum eru jafnir og góðir skákmenn sem allir geta unnið hvern annan á góðum degi.

Mikill fjöldi stúlkna hefur sótt æfingarnar enda unnu Rimaskóli og Foldaskóli stúlknaflokkana á Jólaskákmóti SFS og TR örugglega um sl. mánaðamót.

Það var hart barist við 20 skákborð á jólaskákæfingu deildarinnar sem Helgi Árnason formaður skákdeildar og landsliðskonan unga Hrund Hauksdóttir stjórnuðu. Joshua Davíðsson 10 ára sigraði með fullu húsi vinninga í drengjaflokknum og jafnaldra hans Ylfa Ýr Welding í stúlknaflokki, einnig með sigur í öllum skákum.

Krakkarnir sem mæta á skákæfingar Fjölnis eru flest með 100% mætingu.

Email, RSS Follow
« First‹ Previous102103104105106107108Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is