Grafarvogur.

Dalskóli byggist upp

Fyrsti hluti að nýjum Dalskóla í Úlfarsárdal var tekinn í notkun í síðasta mánuði aðeins ári eftir fyrstu skóflustungu. Húsnæðið sem tekið hefur verið í notkun er hannað sem leikskóli Dalskóla en verður fyrst um sinn nýtt fyrir grunnskólanemendur.  Það er 820 fermetrar að stærð,
Lesa meira

Friðardagar í Reykjavík

Reykjavík er höfuðborg í herlausu landi. Það markar borginni sérstöðu og í allri stefnumótun hennar hefur verið lögð áhersla á mannréttindi og friðarstarf. Á næstu dögum verða hinir ýmsu viðburðir á vegum borgarinnar helgaðir friði. Reykjavík er höfuðborg í herlausu landi. Það
Lesa meira

Tvær messur og tveir sunnudagaskólar 2. október kl. 11:00 og 13:00

Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar. Þóra Björg Sigurðardóttir og séra Sigurður Grétar Helgason hafa umsjón með stundinni. Undirleikari er Stefán Birkisson. Messa á efri hæð kirkjunnar. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar ásamt messuþjónum og fermingarbörnum. Kór
Lesa meira

Slökkt á götulýsingu vegna norðurljósaspár

Í kvöld verður slökkt á götulýsingu á völdum stöðum í Reykjavík svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð er á himni þegar aldimmt verður orðið í kvöld og nótt. Norðurljósin hafa glatt Reykvíkinga að undanförnu og svo verður einnig í kvöld 28.
Lesa meira

Fjölnir bikarmeistari í 2. flokki í knattspyrnu

flokkur karla Fjölnis varð í gær bikarmeistari í knattspyrnu þegar að liðið lagði Keflavík/Njarðvík að velli úrslitaleik sem fram fór á Nettóvellinum í Keflavík. Fjölnir lenti undir fljótlega í leiknum en Djorde Pjanic jafnaði fyrir Fjölni á 37. mínútu. Ægir Karl Jónasson skoraði
Lesa meira

Fjölnir tekur á móti Stjörnunni í Grafarvoginum á sunnudaginn 25. september kl. 14:00

Oft er þörf en nú er nauðsyn! SÍÐASTI HEIMALEIKUR ÁRSINS – Fjölnir tekur á móti Stjörnunni í Grafarvoginum á sunnudaginn 25. september kl. 14:00 í 21. umferð Pepsi-deildarinnar. Við hvetjum alla Grafarvogsbúa og allt Fjölnisfólk til þess að mæta með alla fjölskylduna snemma
Lesa meira

Svefnvenjur ungra barna – Borgarbókasafnið Spönginni – 20.sept kl 14.00

Fátt er mikilvægara foreldum með ung börn en að þau nái að sofa vel. Hluti af góðum svefni er að skapa heilbrigðar svefnvenjur og er reglufesta mikilvæg í því sambandi. Þriðjudaginn 20. september kl. 14:00 mun Ingibjörg Leifsdóttir svefnráðgjafi á barnaspítala Hringsins fræða
Lesa meira

Nýtt í Grafarvogssöfnuði! Viðtalstími prests í Kirkjuselinu á fimmtudögum kl. 11:00 – 12:00

Boðið veðrur upp á viðtalstíma prests á skrifstofu kirkjunnar í Kirkjuselinu alla fimmtudaga milli 11:00 og 12:00. Velkomið er að mæta á staðinn eða að hringja í kirkjuna s. 587 9070 og bóka tíma fyrirfram. Prestar safnaðarins skiptast á að vera með viðtalstíma. Prestarnir eru nú
Lesa meira

„Engin Grafarvogsbúi þarf að elda í kvöld, mæta bara á keppnisvöllinn fyrir kl 18.00 í grillveislu með alla fjölskylduna““

Það er komið að síðasta leik sumarsins í keppnisriðlinum hjá meistaraflokki kvenna í Fjölni en í dag mæta okkar stúlkur Aftureldingu. Það verður stórleikur á aðalleikvangi Fjölnis „Extravellinum“ og hefst leikurinn kl 18.00. Fyrir leik verður boðið upp á grillaðar
Lesa meira

Hans Viktor og Viðar Ari í U21

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir N-Írum 2. september ytra og Frakklandi 6. september ytra í undankeppni EM 15/17. Í þessum flotta hópi eigum við tvo leikmenn þá Hans Viktor Guðmundsson og Viðar Ari Jónsson Við óskum þe
Lesa meira