Þegar þremur umferðum af fimm er lokið á Norðurlandamóti grunnskóla í skák er sveit Rimaskóla í efsta sæti með 10 vinninga af 12 mögulegum. Norðurlandamótið fer fram í bænum Hokksund í Noregi og sterk skáksveit Rimaskóla á titil að verja. Skáksveitina skipa Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannessoni, Jón Trausti Harðarson, Nansý Davíðsdóttir og Kristófer Jóel Jóhannesson, Sveitin fór hægt af stað og gerði jafntefli við dönsku meistarana í 1. umferð en tóku síðan rækilega við sér og unnu finnsku og norsku sveitirnar báðar 4- 0 í annarri og þriðju umferð.
Í 2. sæti er skáksveit Mälarhöjdens skola frá Svíþjóð en þessar tvær sveitir mætast í lokaumferðinni á morgun.
Liðsstjóri skáksveitar Rimaskóla er Hjörvar Steinn Grétarsson landsliðsmaður í skák og fararstjóri er Helgi Árnason skólastjóri.