Félagsmiðstöðin Sigyn – Rimaskóla
Sími: 695-5186 og 411-5600
sigyn@reykjavik.is www.gufunes.is/sigyn
Félagsmiðstöðin Sigyn var vígð 2. desember 1997. Hún var fyrst útibú frá Fjörgyn í Foldaskóla en féll síðan undir hatt Gufunesbæjar þegar hann var stofnaður. Nafnið Sigyn er úr goðafræðinni og er nafn á eiginkonu Loka samkvæmt Snorra-Eddu. Sigyn er staðsett í Rimaskóla og þjónustar því mjög stóran hópa af unglingum og börnum á miðstigi. Starfsfólki Sigynar hlakkar til að sjá ykkur og að eiga með ykkur ánægjulegar stundir.
Félagsmiðstöðvar í Reykjavík starfa samkvæmt Starfsskrá skrifstofu tómstundamála (ÍTR)sem kom út vorið 2007 og er megináherslan lögð á starf fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Starf fyrir börn á aldrinum 10-12 ára hefur þó verið að aukast í félagsmiðstöðvunum í Grafarvogi undanfarin ár. Í starfi félagsmiðstöðva er lögð áhersla á að þjálfa samskiptafærni, auka félagsfærni, styrkja sjálfsmynd og efla samfélagslega virkni og þátttöku. Barna- og unglingalýðræði er hugmyndafræðin sem starfið byggir á og tryggir áhrif barna og unglinga á starfið. Kosningar í miðstigs- og unglingaráð eru í anda þessarar hugmyndafræði en mikilvægasta hlutverk ráðanna er að virkja sem flesta til þátttöku í starfinu ásamt því að standa fyrir og skipuleggja dagskrána.