Kristján Dagur, Sara og Bjartur unnu TORG bikarana. Vinningaflóð á fjölmennu skákmóti

Það tóku 80 efnilegir skákkrakkar á öllum grunnskólaaldri þátt í TORG skákmóti Fjölnis í Rimaskóla á Skákdegi Íslands 2019. Tefldar voru sex umferðir og keppnin jöfn og spennandi frá upphafi til enda. Verðlaunað var í þremur flokkum; eldri flokki, yngri flokki og stúlknaflokki. Sigurvegarinn reyndist vera Kristján Dagur Jónsson TR sem hlaut 5,5 vinninga eftir sigur í lokaumferð gegn Óttari Erni Bergmann Sigfússyni. Jafn Kristjáni Degi en örlítið lægri á stigum var Adam Ómarsson TR. Í stúlknaflokki varð hlutskörpust Sara Sólveig Lis frá Fjölni og TR-ingurinn Bjartur Þórisson vann yngri flokkinn. Aðrir í efstu sætum mótsins voru sterkir og efnilegir skákmenn, þeir Benedikt Briem Breiðablik, Óttar Örn Bergmann Sigfússon Breiðabliki og Fjölnis strákarnir Joshua Davíðsson, Arnór Gunnlaugsson og Anton Breki Óskarsson, bekkjarbræður í Rimaskóla, allir með 5 vinninga. Þær Anna Katarina Thoroddsen og Iðunn Hegladóttir úr TR komu næstar á eftir Söru Sólveigu í stúlknaflokki. 

Í upphafi mótsins ávarpaði borgarfulltrúinn og Grafravogsbúinn Valgerður Sigurðardóttir keppendur og lýsti ánægju sinni með hið öfluga skákstarf Fjölnis og sagðist stolt af því að fá að leika fyrsta leikinn á þessu glæsilega skákmóti. Valgerður lék síðan fyrsta leikinn fyrir hina bráðefnilegu Emilíu Emblu Baldvins-og Berglindardóttur sem er aðeins 6 ára gömul, nemandi í Rimaskóla, og var í afrekshópi Omar Salama á Laufásborg sl. vetur.  4 Accen

Í skákhléi var boðið upp á góðar veitingar frá Hagkaup og Emmess ís. Gífurlegt verðlaunaflóð skall á að loknu móti, alls 43 talsins. Hagkaup, Pizzan, Emmess, Disney-klúbburinn og fyrirtækin Bókabúðin, Blómabúðin,CoCo´s og Smíðabær við Hverafold gáfu vinningana sem voru flottir og fjölbreyttir.

Skákstjóri var Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis en honum til aðstoðar voru m.a. Jóhann Arnar Finnsson, Gunnlaugur Egilsson, Leó Jóhannesson, Aneta K. Klimaszeweska og síðast en ekki síst Þórir Benediktsson sem sá um alla skráningu og pörun.

Fleiri myndir hérna

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.