Það gekk frábærlega þrátt fyrir umhleypingasamt veður,
Þau voru vel veðurbarinn þegar þau komu inn í kaffisamsætið kl. 15:00
Þá biðu þeirra rjúkandi vöfflur, rjómi og sulta, ásamt snittum og heitu kaffi.
Það mætu tæplega 50 Korpúlfar til leiks og þau dreifðust vel um allt hverfið, hefðum aðeins þurft að eiga fleiri ruslatínur,
Því mörg fundur fyrir í mjöðmunum eftir daginn ef þau ekki höfðu ruslatínur.
Öllu ruslinu var safnað saman á kerru Nikulásar Friðriks verkefnastjóra fegrunarátaksins og Korpúlfs og það mældist 200 kg á Sorpu.
Síðast voru það 130 kg. á hreinsunardeginum í júlí.
Í lokin voru sagðar margar gamansögur frá deginum, nikkan dregin fram og sungið.
Þau hittu marga íbúa sem dáðust að framtaki þeirra og við megum öll vera afar stolt af þeim.