Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2013-2014 fer fram dagana 10.-13. október nk. Mótið fer fram í Rimaskóla í Reykjavík. Fyrsta umferð (eingöngu í 1.deild) mun hefjast kl. 19.30 fimmtudaginn 10. október.
Aðrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 11. október kl. 20.00 og síðan verður teflt laugardaginn 12. október kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag. Síðasta umferðin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn 13. október.
Um 350 – 400 þátttakendur verða að tafli í Rimaskóla þessa helgi og nemendur 10. bekkjar sjá um veitingasölu þar sem allur ágóði rennur til útskriftarferðar árgangsins næsta vor. Skákdeild Fjölnis sendir þrjár skáksveitir á Íslandsmót skákfélaga. A sveitin teflir í 1. deild en B og C sveitir Fjölnis í 4. deild. Garfarvogsbúar eru velkomnir á keppnisstað til að fylgjast með spennandi keppni þar sem allir bestu skákmenn landsins eru meðal þátttakenda.