Foreldrafélag Rimaskóla færir skólanum glæsilega afmælisgjöf

RimaskóliÁ 20 ára afmælishátíð Rimaskóla í maí sl. tilkynntu fulltrúar Foreldrafélags Rimaskóla frá því að félagið myndi færa skólanum Ipad spjaldtölvur að gjöf í tilefni afmælisins. Á starfsmannafundi í Rimaskóla 29. október afhentu þau Salvör Davíðsdóttir og Baldvin Berndsen stjórnarmenn í foreldrafélaginu skólanum formlega gjöfina glæsilegu. Um er að ræða fjórar Ipad spjaldtölvur. Helgi Árnason skólastjóri tók við gjöfinni fyrir hönd skólans. Hann þakkaði foreldrafélaginu og sagði gjöfina einstaklega veglega og nytsama í skólastarfi. Nú er þegar farið að nota spjaldtölvur markvisst í sérkennslu og í einstaka árgöngum Rimaskóla. Margir kennarar og starfsmenn skólans hafa kynnt sér kosti og möguleika spjaldtölvunnar í kennslu og því ljóst að gjöfin góða kemur í góðar þarfir frá fyrsta degi. (HÁ)

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.