Barna- og unglingastarf kirkjunnar hefst 1.september

Nú fer allt að fara af stað aftur í Grafarvogskirkju. Barna- og unglingastarfið hefst sunnudaginn 1.september.

Í ár verður smá nýjung í barnastarfinu, en við ætlum að bjóða upp á listasmiðju fyrir börn á aldrinum 9-11 ára. Í listasmiðju er lögð áhersla á listræna tjáningu, þar má nefna söng, dans, leikræna tjáningu, föndur og fleira. Nánari upplýsingar um listasmiðjuna koma á næstu dögum.

Barna- og unglingastarfið sem verður því á vegum Grafarvogskirkju næsta vetur verður eftirfarandi:
img_1225
Sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju og Borgarholtsskóla
6-9 ára starf – verður á 2 stöðum í Grafarvogi
9-11 ára starf – listasmiðja
10-12 ára starf
Unglingastarf – æskulýðsfélagið

Nánari upplýsingar um tímasetningar koma á næstu dögum.

Hlökkum mikið til að sjá alla aftur eftir sumarfrí!

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.