Fjölnir tapar aftur – núna fyrir Breiðablik

Fjölnismenn riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn Breiðablik í Grafarvoginum í kvöldi. Lokatölur urðu, 0-3, fyrir Breiðablik. Fjölnismenn höfðu möguleika með sigri að komast í efsta sætið, það gekk ekki eftir, og var liðið langt frá sínu besta í þessum leik.  Með
Lesa meira

Pílagrímamessa á Nónholti 17. júlí kl. 11:00

Hin árlega sumarguðsþjónusta verður á Nónholti 17. júli kl. 11:00. Í ár er það Grafarholtssöfnuður sem annast þjónustuna. Pílagrímaganga verður farin frá Grafarvogskirkju kl. 10:30 og gengið saman í Nónholt með nokkrum stoppum á leiðinni. Á sama tíma verður boðið upp á messuhlaup
Lesa meira

Sumarmessa sunnudaginn 10. júlí kl 11:00

Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar ásamt messuþjónum. Barn verður borið til skírnar. Hákon Leifsson er organisti og forsöngvari leiðir söng. Kirkjukaffi eftir messu!   Follow
Lesa meira

Þróunarfélag um uppbyggingu á Ártúnshöfða

Hugmyndir um stofnun þróunarfélags um uppbyggingu og breytingar á landnýtingu  Ártúnshöfða voru kynntar á fundi með lóðarhöfum nýlega, en á næstu árum verða miklar breytingar á hverfinu. Skipulagshugmyndir úr hugmyndasamkeppni gera ráð fyrir að Ártúnshöfði breytist í blandaða
Lesa meira

Embætti prests í Grafarvogsprestskalli auglýst laust til umsóknar

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti prests í Grafarvogsprestskalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Skipað er í embættið frá 1. september 2016 til fimm ára. Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti prests í Grafarvogsprestskalli, Reykjavíkurprófastsdæmi
Lesa meira

Brúðubíllinn heimsækir Grafarvoginn

Brúðubíllinn kom öðru sinni í Grafarvoginn. Helstu persónurnar voru mættar, Lilli, Dúskur, Gústi. Amma ásamt úlfinum Úlla. Júlí leikritið var í Fróðenginu og var góð mæting eins og alltaf. Lesa meira um Brúðubíllin á vefnum….. Hægt að skoða myndir hérna….  
Lesa meira

Hátíð í dag í tilefni af heimkomu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kemur heim til Íslands í dag, mánudaginn 4. júlí, eftir frækilegan árangur í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Af því tilefni er boðið til fagnaðarfundar íslensku þjóðarinnar með landsliðshópnum í miðbæ Reykjavíkur. Landsliðið mun aka í opinni
Lesa meira

EM 2016 – Ísland mætir Frökkum í dag

Blásið er til leiks klukkan 19:00 að íslenskum tíma Ísland og Frakkland leik í dag á Stade de France í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi. Það þarf ekki að taka fram að karlalandsliðið hefur aldrei náð víðlíka árangri en enn sem komið er hefur Ísland ekki tapað leik í lokakeppni
Lesa meira

Grafarvogskirkja – Kaffihúsaguðsþjónusta 3. júlí kl. 11:00

Útbúið verður kaffihús í kirkjurýminu og áhersla á ljúfa kaffihúsastemmingu. Séra Sigurður Grétar Helgason þjónar. Hilmar Örn Agnarsson er organisti og Björg Þórhallsdóttir er forsöngvari. Kirkjukaffið verður í guðsþjónustunni.   Follow
Lesa meira

Hreinsunarherinn var að störfum í morgun

Hreinsunarherinn var að störfum í morgun eins og sést á hverfinu okkar fallega.  Áfram Grafarvogur …………….  Við höfum verið með EM stofu hér í Borgum sem hefur verið geysilega vel sótt.  Með góðri kveðju frá  okkur og gleðilegt sumar,            
Lesa meira