Á haustdögum 2015 var undirritaður þjóðarsáttmáli um læsi og voru það fulltrúar allra 74 sveitarfélaga landsins ásamt mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúum Heimilis og skóla sem undirrituðu sáttmálann. Markmið þjóðarsáttmálans er að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns og er verkefnið hluti af aðgerðaáætlun sem unnin var í kjölfar Hvítbókar mennta- og menningarmálaráðherra um umbætur í menntun.
Gunnar Már framlengir við Fjölni
Gunnar Már Guðmundsson, Herra Fjölnir eins og hann er oft kallaður, hefur framlengt samningi sínum við félagið um tvö ár. Gunnar Már hefur verið einn af lykilmönnum Fjölnis í sumar eins og undanfarin ár. Hann er eins og gott rauðvín, batnar með aldrinum!
Auk þess að spila með meistaraflokksliði Fjölnis næstu 2 árin mun hann einnig halda áfram að þjálfa meistaraflokkslið kvenna hjá félaginu, eins og hann gerði á þessu leiktímabili.
Á myndinni má sjá Gunnar Má og Árna Hermannsson, formann knattspyrnudeildar Fjölnis, handsala samninginn.