Guðsþjónusta, djassmessa og tveir sunnudagaskólar sunnudaginn 9. október
Grafarvogskirkja kl. 11:00
Guðsþjónusta þar sem barn verður borið til skírnar. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Hákon Leifsson og Hilmar Örn Agnarsson eru organistar og Kirkjukórinn og Vox populi leiða söng.
Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og sr. Sigurður Grétar Helgason. Undirleikari er Stefán Birkisson.
Kirkjuselið kl. 13:00
Jassmessa þar sem Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar og leikur á saxófón ásamt hljómsveit. Sr. Sigurður Grétar Helgason leiðir messuna.
Sunnudagaskóli í umsjá Matthíasar Guðmundssonar.
Kaffisopi á eftir!











Fyrsti hluti að nýjum Dalskóla í Úlfarsárdal var tekinn í notkun í síðasta mánuði aðeins ári eftir fyrstu skóflustungu. Húsnæðið sem tekið hefur verið í notkun er hannað sem leikskóli Dalskóla en verður fyrst um sinn nýtt fyrir grunnskólanemendur. Það er 820 fermetrar að stærð, auk 2.000 fermetra lóðar sem nýtist vel fyrir leikglaða nemendur skólans. 














