Heitavatnslaust í Grafarvogi – Folda-, Hamra- og Húsahverfi mánudaginn 19. desember
Mánudaginn 19. desember, klukkan 08:00-19:00, verður heitavatnslaust í Folda-, Húsa- og Hamrahverfi í Grafarvogi. Gera á við stofnæð sem liggur inn í hverfið og gaf sig í nóvember. Þá var gerð bráðabirgðaviðgerð á æðinni en nú á að ganga tryggilega frá henni fyrir veturinn.
Starfsmenn Veitna biðjast velvirðingar á þessum óþægindum svona í hámarki jólaundirbúningsins en talið var mikilvægt að nýta hið milda veður sem nú ríkir á höfuðborgarsvæðinu til verksins. Svona lokanir hafa mun meiri og verri áhrif þegar kaldara er í veðri. Með þessari viðgerð er vonast til að komið verði í veg fyrir frekari bilanir og að sunnanverður Grafarvogur njóti öruggrar afhendingar heits vatns til neyslu og húshitunar.
Fólki er ráðlagt að hafa hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að híbýli kólni. Einnig að gæta þess að skrúfað sé fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.