Hverfið mitt – Hugmyndasöfnun er hafin. Vertu með!
Hvernig getur þitt hverfi orðið enn betra? Þú getur komið hugmynd á framfæri á hverfidmitt.is. Sendu inn þína tillögu fyrir 24. mars 2017.
Kosið verður í október og þær hugmyndir sem koma til framkvæmda á næsta ári.
Skoða hugmyndir sem komnar eru







Boðið er upp á ókeypis tækni- og tilraunaverkstæði í Spönginni fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Þar munu leiðbeinendur Kóder kynna smátölvuna Raspberry Pi, Scratch, sem er einfalt forritunarmál, og Makey Makey sem getur breytt alls kyns hlutum í stjórntæki fyrir tölvuna. Hægt er að nota banana, leir eða hvað sem manni dettur í hug til að tengja við tölvu. Um tveggja tíma námskeið er að ræða. Það er því gott að mæta tímanlega. Ef þátttaka er mikil verður nauðsynlegt að samnýta tölvur og skiptast á. Gott er að koma með USB lykil svo hægt sé að taka verkefnin með sér heim.
Föstudaginn 24. febrúar fór fram Miðgarðsmót grunnskóla í skák.















