Bergrún og Jón Margeir margfaldir Íslandsmeistarar
Íslandsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalshöll helgina 18. og 19. febrúar. Fjölnir átti 2 keppendur á mótinu þau Bergrúnu Ósk Aðalsteinsdóttur og Jón Margeir Sverrisson. Stóðu þau sig frábærlega og unnu flestar greinar sem þau kepptu í auk þess sem þau voru að bæta sinn persónulega árangur í mörgum greinum.
Bergrún varð Íslandsmeistari í 60m, 200m, 400m og 800m hlaupum og í kúluvarpi. Varð hún í öðru sæti í langstökki. Var hún að bæta árangur sinn í 60m, 400m, langstökki og kúluvarpi.
Jón Margeir varð Íslandmeistari í öllum sínum greinum þ.e. 200m, 400m, 800m og 1500m hlaupum. Var hann að bæta sinn persónulega árangur í 200m hlaupi.
Þetta er aldeilis glæsilegur árangur hjá þessu flotta íþróttafólki. Æfa þau með hópi iðkenda 15 ára og eldri undir styrkri stjórn yfirþjálfara deildarinnar honum Óskari Hlynssyni.
Öll úrslit mótsins eru hér.
Á myndinni eru Bergrún og Jón Margeir.