Húsagötur sópaðar og þvegnar
Reykjavíkurborg sér um hreinsun á götum og gönguleiðum. Megináherslan er hreinsun gatna og gönguleiða á vorin og fram á sumar.
Hvenær eru götur og gönguleiðir hreinsaðar?
Megináherslan í hreinsun gatna og gönguleiða er á vorin og fram á sumar. Einnig er farin yfirferð að hausti til að viðhalda góðu ástandi og þá er sérstök áætlun um hreinsun miðborgarinnar. Upplýsingar um þessi verkefni eru hér neðar á síðunni. Á veturna tekur við snjóhreinsun og er sérstök upplýsingasíða um hana.
Hreinsun að vori
Vorhreinsun fer fram í öllum hverfum þegar svæði koma skítug undan snjó. Húsagötur, stofnbrautir, tengi- og safngötur og gönguleiðir eru sópaðar. Dreifibréf eru send til íbúa og merkingar settar upp áður en húsagötur eru sópaðar og þvegnar. Íbúar eru beðnir um að færa bíla sína af almennum svæðum í götunni til að auðvelda þrifin. Einungis er þrifið á borgarlandi en ekki er farið inn fyrir lóðamörk.
Forgangsröð í vorhreinsun
Hreinsun í borginni miðar við eftirfarandi forgangsröð vorið 2017:
- Helstu göngu- og hjólastígar – stofnbrautir og tengibrautir gatna og stígar í kringum þær (frá viku 12, sem er 19.-25. mars)
- Húsagötur og stéttir og stígar við þær (frá viku 14 sem er 2. – 8. apríl).
Smella á mynd til að fá sem pdf-skrá.
og vikutalið er eftirfarandi:
- Vika 12 er 19. – 25. mars
- Vika 13 er 26. mars – 1. apríl
- Vika 14 er 2.- 8. apríl
- Vika 15 er 9 – 15. apríl
- Vika 16 er 16. – 22. apríl
- Vika 17 er 23. – 29. apríl
- Vika 18 er 30. apríl – 6. maí
- o.s.frv.
Kort yfir forgang í vorhreinsun 2017:
- Forgangur vorhreinsunar 2017 – kort af allri borginni
- Forgangur vorhreinsunar 2017 – kort af Árbæ, Breiðholti og Grafarholti
- Forgangur vorhreinsunar 2017 – kort af Grafarvogi
- Forgangur vorhreinsunar 2017 – kort af vesturhluta borgarinnar
Hreinsun að hausti
Að hausti fer fram ein umferð af sópun á götum og gönguleiðum til að viðhalda góðu ástandi eftir að laufblöð eru byrjuð að falla.
Hvenær er miðbærinn þrifinn?
Á tímabilinu 15. apríl – 15. nóvember er miðbærinn hreinsaður fimm sinnum í viku að morgni frá kl. 4.00 til 8.00 virka daga og frá kl. 6.00 til 9.00 um helgar. Miðbærinn er sápuþveginn að meðaltali aðra hverja viku og tjarnarbakkinn er hreinsaður vikulega. Stampar eru á fjölförnustu stöðunum tæmdir daglega. Skoða mynd af miðbæjarþrifum sem pdf-skrá.
Hvaða búnaður er notaður?
Til verksins eru notuð sérútbúin vélknúin tæki:
- 2 götusópar með háþrýstisugu,
- 4 götusópar,
- 6 gangstéttasópar,
- 2 dagsópar,
- 4 sugur,
- 4 stórir vatnsbílar,
- 2 litlir vatnsbílar,
- 1 stampalosunarbíll.
Fyrirspurnir og/eða ábendingar
Þjónustumiðstöð borgarlandsins hefur umsjón með hreinsun gatna og gönguleiða.
Við viljum gjarnan fá ábendingar um það sem betur má fara. Þú getur sett inn ábendingu og upplýsingar í ábendingakerfið okkar >>> SETJA INN ÁBENDINGU <<< eða hringt í þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 – 14, í síma 4 11 11 11. Starfsmenn þar færa þá ábendingu inn í kerfið. Opið kl. 8.20 – 16.15 alla virka daga. Netfang: upplysingar@reykjavik.is.