Grafarvogskirkja – Helgistund og heitt á könnunni
Það verður opið í Grafarvogskirkju kl. 11 í dag, sunnudaginn 22. mars. Prestur verður til tals og kl. 12 verður kirkjuklukkunum hringt og í kjölfarið verður bænastund.
Það verður opið í Grafarvogskirkju kl. 11 í dag, sunnudaginn 22. mars. Prestur verður til tals og kl. 12 verður kirkjuklukkunum hringt og í kjölfarið verður bænastund.
Barbarinn verður einn af aðal styrktaraðilum Fjölnisjaxlsins 2020
Gaman að segja frá því að Barbarinn verður einn af aðal styrktaraðilum Fjölnisjaxlsins 2020 sem stefnt er að halda í lok september. Nánari dagsetning verður auglýst þegar nær dregur.
Fjölnisjaxlinn 2019 heppnaðist glæsilega og var frábær þátttaka. Fjölnisjaxlinn er 400m sund, 10km hjól og 3km hlaup fyrir unglinga og fullorðna en 200m sund, 3km hjól og 1km hlaup fyrir börn/unglinga og foreldra.Barbarinn er ný og glæsileg hárklippistofa í borginni. Engar tímapantanir bara skrá sig á www.barbarinn.is og þú ert komin í röðina og færð sms 15 mín áður en kemur að þér. Í tilefni myndarlegs styrktarsamnings Barbarans við Fjölnisjaxlinn þá hvetjum við Fjölnisfólk og alla Grafarvogsbúa til að nýta þeirra frábæru þjónustu og ótrúlega góðu verð. Klipping kostar 5.500 kr. fyrir fullorðna, 4.500 kr. fyrir börn.
(Á myndinni Þórsteinn Ágústsson framkv.stj. Barbarans og Trausti Harðarson forsvarsmaður Fjölnisjaxlsins 2020)
Með reglum um samkomubann mun skólahald raskast verulega (https://www.covid.is/flokkar/hvad-thydir-samkomubann).
(English below)
Nýjustu upplýsingar um þróun mála, viðbúnað og ráðleggingar er ávallt að finna á vef embættis landlæknis: landlaeknir.is.
Hvað er kórónaveiran?
Kórónaveira er tegund af veiru sem getur valdið veikindum, sérstaklega hjá þeim sem eru ekki heilsuhraustir fyrir.
Hvernig veikindum veldur hún?
Kórónaveiran veldur veikindum sem svipar mjög til algengra kvefeinkenna eða flensu, eins og hósta, hita og beinverkja. Veiran getur líka valdið alvarlegum veikindum eins og lungnabólgu. Sjúkdómurinn heitir COVID-19.
Ef grunur vaknar um smit er best að tala við einhvern fullorðinn og fá ráðgjöf og leiðbeiningar í síma 1700.
Er kórónaveiran hættuleg?
Ástæðan fyrir því að öll lönd í heiminum fylgjast vel með kórónaveirunni núna er að það hefur greinst ný tegund af henni og mjög margir hafa smitast. Veiran kom upprunalega frá Kína en hefur síðan ferðast til margra landa.
Íslensk stjórnvöld, læknar, lögreglan og Rauði krossinn vinna saman að því að tryggja að sem fæstir smitist af henni á Íslandi, og að þeir sem smitast fái góða læknisaðstoð. Fáir af þeim sem smitast af veirunni verða mjög alvarlega veikir en það þarf að fylgjast með öllum sem greinast. Langflestir jafna sig og verða jafnvel lítið veikir. Það er meiri hætta á alvarlegri sýkingu fyrir aldraða og fólk með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma.
Gæti ég smitast af kórónaveirunni?
Þeir sem hafa verið mjög nálægt einhverjum sem þegar er veikur vegna kórónaveirunnar, eða hafa snert smitað fólk, sofið í sama rúmi eða verið í sama húsnæði gætu átt á hættu að smitast.
Hvernig get ég forðast að smitast?
Mikilvægast er að þvo sér vel og oft um hendurnar, með vatni og sápu eða handspritti. Svo er góð regla að forðast náin samskipti við aðra sem eru með einkenni kvefs, eins og hnerra eða hósta. Ef þú þarft að hósta eða hnerra er betra að gera það í olnbogann en ekki í hendurnar eða út í loftið.
Af hverju eru sumir með grímur?
Fólk sem þarf að vinna mjög náið með öðrum og hitta marga í vinnunni sinni velur stundum að vera með grímur, til dæmis hjúkrunarfræðingar, læknar og þeir sem hitta marga ferðamenn.
Veggspjöld
English
Basic information about the Coronavirus for children and teenagers
Note that the latest information about developments, advice and responses can always be found on the webpage of the Directorate of Health.
What is the coronavirus?
The coronavirus is a type of virus that can cause illness, especially with those who are not well or already have medical conditions.
What kind of illness does it cause?
The coronavirus causes an illness that is very similar to the common cold or the flu such as coughing, fever and bone aches. The virus can cause more serious illness such as pneumonia. The illness is called COVID-19.
If someone is thought to be sick, please contact the helpline for advice at 1700 (+354 544 4113 if calling on a foreign line).
Is the coronavirus dangerous?
The reason that every country in the world is paying so much attention to the coronavirus now is that this is a new type of coronavirus and a many people have gotten ill. The virus has travelled from China to many other countries.
The Icelandic government, doctors, police and the Red Cross are all working together to make sure that as few people as possible are affected by it. Very few of those who are infected by the virus get seriously ill, but everyone that does get sick needs to be monitored.
Most people get better and a lot of people don’t get very ill. The illness can be more severe for the elderly and for people with other conditions.
Could I get the coronavirus?
Anyone that has been around someone who is already ill with the coronavirus or has touched someone that is ill, slept in the same bed or been in the same house, has a chance of getting ill.
How can I avoid getting infected?
Most important is to wash your hands well and often with soap and water or use hand sanitiser. It is also a good rule to avoid, as much as you can, contact with sick people, in particular those who have symptoms of a cold, such as sneezing and coughing. If you need to cough or sneeze you should do so is best to do it into your elbow, not into your hands or into the air.
Why are some people wearing masks?
People who work closely with others and meet many people at their jobs sometimes choose to wear masks. These are people such as nurses, doctors and those who meet many tourists.
Gígja Björk Jóhannsdóttir í 7. bekk Rimaskóla bar sigur úr bítum þegar 14 nemendur í 7. bekk, úr öllum grunnskólum Grafarvogs og Kjalarness, lásu til úrslita í Stóru upplestrarkeppninni 2020. Keppnin fór að venju fram í Grafarvogskirkju að viðstöddu fjölmenni. Í öðru sæti keppninnar varð Hugrún Björk Ásgeirsdóttir Foldaskóla og Snævar Steffensen Valdimarsson Húsaskóla hreppti þriðja sætið.
Allir 14 keppendurnir höfðu unnið sér sæti í úrslitakeppninni með góðum árangri innan síns skóla. Krakkarnir komu allir vel undirbúnir og héldu athygli áheyrenda með lestri á skemmtilegum söguköflum úr sögu Birkis Blæs Ingólfssonar „Stormsker – fólkið sem fangaði vindinn“, ljóðum Jóns úr Vör og sjálfvöldum ljóðum. Inn á milli lestrarlota var boðið upp á tónlistaratriði sem nemendur Skólahljómsveitar Grafravogs, þær Elísabet Hauksdóttir, Helga María Harðardóttir og Þyrí ágústsdóttir, léku við undirleik Einars Jónssonar skólastjóra.
Formaður dómnefndar, Björk Einisdóttir tilkynnti úrslit dómnefndar og hrósaði um leið öllum flytjendum fyrir góða frammistöðu. „Þið eruð öll sigurvegarar með því að komast svona langt í keppninni“ sagði Björk í upphafi ræðu sinnar. Verðlaunahafarnir þrír fengu vegleg peningaverðlaun að launum. Allir þátttakendur fengu afhenta bókargjöf frá Félagi íslenskra bókaútgefenda, fallega rós og gjafabréf frá Gullnesti. Umsjón með stóru upplestrarkeppninni í Grafarvogi hafði Fjalar Freyr Einarsson kennsluráðgjafi í Miðgarði.
Sökum COVID-19 þá hefur verið tekin sú ákvörðun um að fresta kvíða fyrirlestirnum sem átti að vera núna 17.mars um óákveðinn tíma. Endilega hjálpið okkur að koma skilaboðunum áleiðis en við munum hætt með viðburðinn á facebook.
Núna um helgina 6.-8.mars fór 4.flokkur kvenna á Stefnumót KA á Akureyri. Mótið er að mestu leyti spilað í Boganum en nokkrir leikir fara fram úti á KA-vellinum. Fjölnir átti 2 lið á mótinu sem stóðu sig með einstakri prýði og kom meira að segja eitt liðið með bikar heim eftir sigur í sínum riðli. Framtíðin er björt hjá þessum flottu fótboltastelpum.Þjálfarar flokksins eru Axel Örn og Ísak Leó
Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
g) Önnur mál 17. grein Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum. Lög fjölnis http://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/
Síðasta fræðslukvöld Grósku á þessari önn sem verður þriðjudaginn 17. mars kl.19.30-21.00 í hlöðunni við Gufunesbæ. Á þessu fræðslukvöldi mun hún Drífa Jenný sálfræðingur fjalla um kvíða hjá börnum og unglingum
Opin alla virka daga kl. 8:30 til 16:00.
Sumaropnun 1. júní til 31. ágúst kl. 8:30-15:00
Í Grafarvogi er starfrækt þjónustumiðstöðin Miðgarður sem sér um alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Hægt er að skila öllum umsóknum um þjónustu borgarinnar til þjónustumiðstöðvarinnar sem ber ábyrgð á að koma þeim í réttar hendur innan borgarkerfisins.
Þú getur pantað tíma í ráðgjöf og/eða fengið nánari upplýsingar um þjónustuna með því að hringja í þjónustumiðstöðina í síma 411-1400 eða senda tölvupóst.
Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar bera allar skilgreinda ábyrgð á sérverkefnum, hver á sínu sviði. Þekkingarmiðstöðvarverkefni Miðgarðs er „Félagsauður og forvarnir“. Skilgreining Miðgarðs á félagsauði er: „Félagsauður hverfisins byggir á þekkingu, trausti, krafti og samtakamætti þeirra sem þar búa eða starfa og sameiginlegum vilja þeirra til að auðga og þróa samfélagið til betri vegar.“