• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Dagur gegn einelti – Hvatningarverðlaun
Grafarvogskirkja
Korpúlfar félag eldri borgara í Grafarvogi
Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu
Ungmennafélagið Fjölnir 
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Íslenska knattspyrnulandsliðið æfir á Fjölnisvellinum Dalhúsum

05 jún 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Dalhús, Fjölnir handbolti, Fjölnir knattspyrna, Grafarvogur, Landsliðið í knattspyrnu

Landsliðið í DalhúsumStrákarnir tóku æfingu á fallegum velli Fjölnis í Dalhúsum.

Góður andi er í liðinu fyrir leikinn framundan.

 

 

 

 

[su_button url=“https://www.facebook.com/media/set/?set=a.346700758838422.1073741865.111119802396520&type=3&uploaded=66″]Myndir frá æfingunni…..[/su_button]

 

 

 

Hreinsa óæskilegan gróður með hita og einangrandi froðu

05 jún 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Froða, Grafarvogur., Hreinsun, Reykjvíkurborg, Skemmtilegt

Í sumar verður notuð ný aðferð við að uppræta gróður milli gangstéttarhella og við vegkanta með hitadælum og einangrandi froðu.  Þessi aðferð hefur verið notuð í 10 ár í Danmörku með góðum árangri og efni sem notuð eru í froðuna eru úr maís og kókos.  Þau eru umhverfisvæn og hafa fengið jákvæða umsögn Umhverfisstofnunar.

  • Sérfræðingur frá Danmörku hefur kennt starfsmönnum Reykjavíkur og Vegagerðarinnar á búnaðinn

    Sérfræðingur frá Danmörku hefur kennt starfsmönnum Reykjavíkur og Vegagerðarinnar á búnaðinn

 

 

 

 

 

 

 

 

  • Hitinn vinnur á óæskilegum gróðri og froðan heldur hitanum lengur

    Hitinn vinnur á óæskilegum gróðri og froðan heldur hitanum lengur

  • Farið yfir stillingar á búnaði

    Farið yfir stillingar á búnaði

  • Búast má við að forvitnir vegfarendur vilji vita hvað sé í gangi og því var útbúið upplýsingaskilti

    Búast má við að forvitnir vegfarendur vilji vita hvað sé í gangi og því var útbúið upplýsingaskilti

  • Froðan dró að sér forvitna krakka

    Froðan dró að sér forvitna krakka

  • Gufan af heita vatninu stígur upp og froðan leggst svo yfir til einangrunar

    Gufan af heita vatninu stígur upp og froðan leggst svo yfir til einangrunar

     Starfsmenn Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar hafa sótt námskeið í notkun búnaðarins hjá Stig Nielsen sérfræðingi hjá NCC Roads sem starfar á norðurlöndum, en fyrirtækið  framleiðir og selur Spuma. Heitið Spuma er komið úr latínu og þýðir froða.

Eyðing gróðursins byggir á hita en unnið er með 95 – 98 gráðu heitt vatn, ekki ósvipað þeirri aðferð að sem margir nota heima við þegar þeir sjóða vatn og hella yfir óæskilegar plöntur. Eftir því sem hitinn er meiri og varir lengur nær eyðingarmátturinn neðar í rótina. Til að halda hitanum lengur á plöntunum kemur froðan yfir til einangrunar, en hún er búin til úr lausn með afurðum maíss og kókospálma. Stig segir að vegfarendur spyrji oft hvort hundum stafi hætta af froðunni, en svo er ekki.  Um er að ræða umhverfisvænt efni. Froðan hverfi á 25 – 30 mínútum og hafi ekki áhrif hvorki áhrif á dýr, yfirborð gangstétta né heldur á bíla, reiðhjól eða strætóskýli. Eyðingarmátturinn er ekki í froðunni heldur hitanum og hann verkar á gróðurinn sem uppræta á. Eins og gefur að skilja dregur úr hitaeinangrun froðunnar í sterkum vindi og rigningu.

Þeir sem stjórna umhirðu borgarlandsins telja mikinn hag af þessari nýju aðferð. Atli Marel Vokes, deildarstjóri á hverfastöð umhverfis- og skipulagssviðs segir að stað þess að vera með fjórtán manna flokk í að kraka í burt gróður á milli hella verði tveir sérþjálfaðir menn á bíl með dælubúnaði í þessum verkefnum. Benedikt Birgisson, Stefán Þorvaldsson og Orri Hilmarsson hjá Reykjavíkurborg og Arnar E. Ragnarsson frá Vegagerðinni fengu fræðslu og þjálfun í notkun búnaðarins.

 

Glæsileg leiksýning nemenda 6. bekkjar í grenndarskógi Rimaskóla

05 jún 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Börn, Grafarvogur, Rimaskóli, Skemmtilegt

Allir nemendur í 6. bekk Rimaskóla tóku þátt í leiksýningu bekkjarins á ævintýrinu um  Hróa hött og félaga undir beru lofti  í grenndarskógi skólans innst í Grafarvogi. Þetta er 6. árið í röð sem Rimaskóli stendur fyrir verkefninu „Leikhús í skóginum“ og hlaut verkefnið Hvatningarverðlaun SFS árið 2012. Krakkarnir í 6. bekk komu mjög vel undirbúnir eftir þrotlausar æfingar frá því um miðjan maí. Þau stóðu sig frábærlega í hlutverkum hermanna, útlaga og almennings í Nottingham, klæddir skrautlegum búningum og vopnum sem Jónína Margrét myndlistarkennari og Haraldur Hrafnsson smíðakennari aðstoðuðu þau við að gera. Hrói höttur  og félagar voru dæmdir útlægir í Skýrisskóg og hundeltir af hermönnum fógetans. Fógetinn hræddist alltaf meira og meira þennan útlaga sem safnaði að sér liði og stuðningsmönnum. Hrói rændi þá ríku og gaf til þeirra fátæku. Réttlætið sigraði að lokum. Grenndarskógur Rimaskóla er afar heppilegur vettvangur til að sviðsetja leikverk og flutningur krakkanna í 6. bekk, búningar, vopn og sviðsmynd verksins nutu sín vel. Boðið var upp á fjórar sýningar og öllum nemendum Rimaskóla og foreldrum leikara boðið að sjá.  Leikstjóri sýningarinnar var eins og fyrri ár Eggert A. Kaaber leiklistarkennari Rimaskóla sem naut aðstoðar kennara og starfsmanna skólans við undirbúning og uppsetningu.

[su_button url=“https://www.facebook.com/media/set/?set=a.346312575543907.1073741864.111119802396520&type=3&uploaded=43″]Myndir frá sýningunni…..[/su_button]

 

 

 

Sjómannadagurinn 7. júní í Grafarvogskirkju

04 jún 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Bænahald, Bænir, Börn, Grafarvogskirkja, Grafarvogur, Sjómannadagsmessa, Skemmtilegt, Sóknarnefnd

Bænastund kl. 10.30 við naustið, bátalægi fyrir neðan kirkjuna við Grafavog.
Fulltrúar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg standa heiðursvörð.

Sjómannamessa og kveðjumessa séra Lenu Rósar hefst kl. 11.00.
Séra Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Vigfúsi Þór Árnasyni sóknarpresti.
Kór kirkjunnar syngur.
Organisti: Hákon Leifsson.

Kaffisamsæti eftir messu til heiðurs Lenu Rós.

Grenndarskógur Rimaskóla í Nónholti í Grafarvogi – Nemendur sviðsetja Hróa hött

03 jún 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Grafarvogur, Grenndarskógur Rimaskóla, Hrói Höttur, Krakkar, Rimaskóli, Skemmtilegt, Skemmtun

Fréttatilkynning frá Rimaskóla

Á morgun, fimmtudaginn 4. júní munu allir nemendur í 6. bekk Rimaskóla taka þátt í leiksýningu sem sett verður á svið í hinum glæsilega grenndarskógi Rimaskóla sem er staðsettur í Nónholti innst í Grafarvogi.

Eggert Kaaber leikari og kennari við Rimaskóla hefur útbúið leikgerð við ævintýri og sögur af Hróa hetti og félögum hans, sýningu sem smellpassar við skógarreitinn í grenndarskóginum.

Áhorfendur færa sig til í skóginum á meðan á sýningunni stendur þar sem leikið er á nokkrum ”sviðum”.

Skólinn vígði grenndarskóginn í september 2004 og hefur í framhaldinu nýtt þetta einstaka land til margháttaðra verkefna allan ársins hring. Leiksýningin um Hróa hött er metnaðarfullt verkefni sem list-og verkgreinakennarar skólans hafa komið að og aðstoðað nemendur við undirbúning. Rimaskóli hlaut hvatningarverðlaun Skóla-og frístundaráðs árið 2012 fyrir verkenfið ”Útileikhús í skóginum”

Við viljum bjóða fjölmiðlum að mæta í grenndarskóg Rimaskóla í Nónholti (rétt fyrir neðan Vog SÁÁ) og vera viðstadda leiksýningarnar á morgun fimmtudag. Vonumst við til að fjölmiðlar sýni þessum einstaka viðburði áhuga og geri honum góð skil í framhaldinu á skjánum eða síðum blaðanna.

                                                                                                                        …………………………

 Hrói höttur

 

Leikstjóri : Eggert A. Kaaber leikari og leiklistarkennari

Tónlist útsetning: Rakel María Axelsdóttir tónlistarkennari

Búningar, leikmunir og leikmynd: Jónína Margrét Sævarsdóttir myndlistarkennari og Haraldur Hrafnsson smíðakennari

Sýningar:           kl. 9:00   fyrir nemendur í 1. – 3. bekk

  1. 10:45                              7. – 9. bekk
  1. 12:00                            4. og 5. bekk

 

Með bestu kveðju

Helgi Árnason, skólastjóri   s. 411 7720 og 664 8320

 

[su_button url=“https://www.facebook.com/media/set/?set=a.346312575543907.1073741864.111119802396520&type=3&uploaded=43″]Myndir frá sýningunni…..[/su_button]

 

 

Styrkur svifryks líklega yfir heilsuverndarmörkum næstu daga

03 jún 2015
Kristjan Sigurdsson
Off

SvifrykStyrkur svifryks (PM10)  var líklega  yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í gær Töluverður vindur var þá,  þurrar götur og engar líkur á úrkomu. Í dag, 3. júní, er áfram búist við þurrviðri og nokkrum vindi sem getur þyrlað upp ryki, sérstaklega við miklar umferðargötur.

Í gær var hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi 147 míkrógrömm á rúmmetra og 735 míkrógrömm á rúmmetra í mælistöð sem staðsett er við Bíldshöfða 2. Sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Allir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum ættu að forðast útivist í nágrenni stórra umferðagatna. Sú ráðlegging gildir einnig um börn.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til.

Hægt er að fylgjast með styrk svifryks á  og annarra mengandi efna á www.reykjavik.is/loftgaedi. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík m.a. mælistöð á Grensásvegi. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er nú staðsettar við leikskólann Öskju við Nauthólsveg 87 og í Ártúnsbrekku við Bíldshöfða 2.

Klettaborg fagnar 25 ára afmæli

02 jún 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Grafarvogur, Grafarvogur., Grunnskólar Grafarvogs, Klettaborg Leikskóli, Krakkar, Skólastarf

Leikskólinn Klettaborg í Grafarvogi fagnaði aldarfjórðungsafmæli í gær með útihátíð og grillveislu.

  • Trúðurinn fékk að vera með í pulsuveislunni.

  • Pulsuveisla úti í sólinni.

  • Hoppukastalinn vakti mikla lukku

Afmælishátíðin hófst strax fyrir hádegi í Klettaborg og stendur hún í allan dag. Foreldrafélagið býður börnum í hoppukastala enda veður til að njóta útivistar. Í hádeginu fengu börnin grillaðar pylsur sem þau borðuðu úti í góða veðrinu. kl. 15.00 var fjölskyldum barnanna boðið til afmælishátíðar, en þá sýndu börnin dans og kórinn söng síðan fengu allir afmælisköku.

Fjölnisskákmenn unnu báða flokka á Meistaramóti Skákskóla Íslands

01 jún 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Börn, Grafarvogur, Skák

Þátttakendur Fjölnis á Meistaramóti Skákskóla Íslands fóru mikinn og sigruðu í báðum flokkum á afarsterku Meistaramóti Skákskóla Íslands sem haldið var helgina 29. – 31. maí. Jafnaldrarnir og félagarnir Dagur Ragnarsson og Jón Trausti Harðarson unnu í flokki stigahærri skákmanna og sýndu þar yfirburði. Þeir hlutu 5,5 vinninga af 6 mögulegum, gerðu innbyrðis jafntefli og unnu aðrar skákir sínar. Þeir verða að heyja úrslitaeinvígi um meistaratitilinn. Í fyrra vann Dagur meistaramótið.

Jóhann Arnar Finnsson

Jóhann Arnar Finnsson

Dagur Ragnarsson

Dagur Ragnarsson

Jón Trausti Harðarson

Jón Trausti Harðarson

 

 

 

 

 

 

 

 

Í stiglægri flokk sigraði Fjölnisskákmaðurinn Jóhann Arnar Finnsson eftir afar jafna og spennandi keppni. Hann hlaut 4 vinninga og tapaði engri skák ekki frekar en félagar hans í efri flokk. Jóhann Arnar vann nýlega Skákmót Rimaskóla 2015 og er í skáksveit Rimaskóla sem teflir á NM grunnskólasveita í Danmörku í haust. Það voru sex börn og unglingar sem tóku þátt í Meistaramótinu frá Fjölni og árangurinn því einstaklega góður.

Verðlaunin á mótinu eru glæsileg og eftirsóknarverð meðal skákmanna 20 ára og yngri, ókeypis flugferð og peningafjárhæð.

 Þessir þrír skákkappar unnu sér allir inn utanlandsferð á Meistaramótinu og verða ábyggilega ekki í vandræðum með að finna sterk skákmót erlendis til þátttöku í.

 

 

10-11

Meira öryggi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur

30 maí 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Börn, Gönguleiðir, Grafarvogur, Hjólaleiðir, Umhverfis- og skipulagssviði

Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við gönguleiðir fyrir um 120 milljónir króna.

  • Borgin hyggst auka öryggi gangandi og hjólandi á 65 stöðum í borginni.
    Borgin hyggst auka öryggi gangandi og hjólandi á 65 stöðum í borginni. Myndin er tekin í Stjörnugróf og tengist ekki fréttinni.

Um er að ræða aðgerðir sem tengjast lækkun á umferðarhraða við gönguþveranir og er þeim ætlað að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.

Framkvæmt verður á 65 stöðum víðs vegar í borginni og settar sebragangbrautir á upphækkaðar gönguþveranir auk viðbótarskilta í eftirtöldum hverfum þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund; í Laugarnesi, Langholtshverfi, Grafarvogi, Grafarholti, Breiðholti og Kjalarnesi.

Sérstök áhersla  er lögð á að bæta öryggi á gönguleiðum skólabarna.

Gönguleiðir skólabarna og vástaðir.

Listi yfir staðina þar sem framkvæmdir verða. 

 

« First‹ Previous116117118119120121122Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • AUSTURMIÐSTÖÐ
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2025
www.grafarvogsbuar.is