• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Innritun hafin í grunnskóla og frístundaheimili

22 feb 2017
Kristjan Sigurdsson
0

Innritun barna fædd árið 2011 í grunnskóla og frístundaheimili er hafin á Rafrænni Reykjavík, en hún frestaðist fyrir viku vegna tækniörðugleika. Þetta kemur fram á vefsíðu Reykjavíkurborgar.

Foreldrum barna sem hefja grunnskólagöngu í haust er bent á að áður en sótt er um dvöl á frístundaheimili þurfa börn að vera skráð í grunnskóla í gegnum Rafræna Reykjavík.

Skráning barna sem verða í 2.-4 bekk á næsta skólaári hefst fimmtudaginn 2. mars, en umsókn um frístundaheimili gildir fyrir eitt skólaár í senn.  

Foreldrar geta leitað til þjónustuvers Reykjavíkurborgar í síma 411-1111 til að fá leiðbeiningar við að skrá börnin.

Email, RSS Follow

Bergrún og Jón Margeir margfaldir Íslandsmeistarar

22 feb 2017
Kristjan Sigurdsson
0

Íslandsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalshöll helgina 18. og 19. febrúar. Fjölnir átti 2 keppendur á mótinu þau Bergrúnu Ósk Aðalsteinsdóttur og Jón Margeir Sverrisson. Stóðu þau sig frábærlega og unnu flestar greinar sem þau kepptu í auk þess sem þau voru að bæta sinn persónulega árangur í mörgum greinum.

Bergrún varð Íslandsmeistari í 60m, 200m, 400m og 800m hlaupum og í kúluvarpi. Varð hún í öðru sæti í langstökki. Var hún að bæta árangur sinn í 60m, 400m, langstökki og kúluvarpi.

Jón Margeir varð Íslandmeistari í öllum sínum greinum þ.e. 200m, 400m, 800m og 1500m hlaupum. Var hann að bæta sinn persónulega árangur í 200m hlaupi.
Þetta er aldeilis glæsilegur árangur hjá þessu flotta íþróttafólki. Æfa þau með hópi iðkenda 15 ára og eldri undir styrkri stjórn yfirþjálfara deildarinnar honum Óskari Hlynssyni.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Á myndinni eru Bergrún og Jón Margeir.

Email, RSS Follow

Aðalfundur Fjölnis

19 feb 2017
Baldvin Berndsen
0
Dansskóli Reykjavíkur, Fjölnir knattspyrna, Fjölnir körfubolti, Grafarvogskirkja, Grafarvogur, Grafarvogur., Skemmtilegt, Skólastarf

Hérna má nálgast ársskýrslu Fjölnis 2016

Aðalfudur var haldinn 16.febrúar í Sportbitanum í Egilshöll.

Þar með er öllum aðalfundum í félaginu lokið og nýjar stjórnir að taka til starfa.

Jón Karl Ólafsson, formaður bauð fólk velkomið og var Örn Pálsson kosinn fundarstjóri og Laufey Jörgensdóttir fundarritari.

Jón Karl, formaður fór yfir skýrslu stjórnar og síðan fór Guðmundur L, framkvæmdastjóri yfir reikningana en þar kom fram að afkoma félagsins er vel viðundandi  eins og hjá flestum deildum félagsins.  Heildar velta félagsins er nærri 700 mill.

 

Framundan eru spennandi tímar hjá Fjölni með frekari uppbyggingu í Egilshöll og byggingu stúku á EXTRA vellinum okkar ásamt mörgum öðrum verkefnum sem styrkja munu starf félagsins.

Sveinn Þorgeirsson úr handboltadeildinni var heiðraður með starfsmerki UMFÍ, en það var Guðmundur Sigurbergsson, varamaður í stjórn UMFÍ sem veitti viðurkenninguna en hann var ásamt Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ á fundinum.

Einnig voru veitt Gull- og silfurmerki félagsins,

Gullmerki nr. 22  Óskar Hlynsson

Silfurmerki nr. 147 Unnur Sigurðardóttir

Silfurmerki nr. 148 Þorgils Garðar Gunnþórsson

Silfurmerki nr. 149 Örn Pálsson

Silfurmerki nr. 150 Matthías Leifsson

Silfurmerki nr. 151 María S Jensen Baldursdóttir

Silfurmerki nr. 152 Sighvatur Gunnar Haraldsson

Silfurmerki nr. 153 Líney Björg Sigurðardóttir

Jón Karl Ólafsson var kosinn formaður félagsins með dynjandi lófaklappi.

Ný stjórn var kosin,

Laufey Jörgensdóttir

Elísa Kristmannsdóttir

Birgir Gunnlaugsson

Sveinn Ingvarsson

Pétur Veigar Pétursson

Styrmir Freyr Böðvarsson

Pétur Veigar og Styrmir Freyr koma nýir inn í stjórnina en úr stjórninni fara Ólöf Inga Guðbjörnsdóttir og Kristján Friðrik Karlsson.

Nýja stjórnin mun svo skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi sínum.

Við viljum þakka öllu fráfarandi stjórnarfólki fyrir samstarfið og bjóðum nýtt velkomið til starfa.

Email, RSS Follow

Margt í boði fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu

17 feb 2017
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Grafarvogur., Skólastarf, Vetrarfrí

happy children group have fun outdoor in nature at suny day

Engum ætti að leiðast í vetrarfríinu sem verður í grunnskólum borgarinnar dagana 18.-21. febrúar. Frístundamiðstöðvar og menningarstofnanir bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna án endurgjalds og frítt verður í sundlaugar á tilteknum tímum.

Meðal þess sem verður í boði hjá frístundamiðstöðvunum eru föndursmiðjur, ratleikir, útieldun og dans. Dagskrá verður í öllum hverfum, s.s. á Klambratúni og Kjarvalsstöðum, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og í Gufunesbæ. Þá bjóða menningarstofnanir borgarinnar upp á leiki, smiðjur og leiðsögn fyrir alla fjölskylduna og svo má skemmta sér í sundlaugafjöri í öllum hverfum.  Fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt inn söfn borgarinnar.

Dagskrá frístundamiðstöðva og menningarstofnana borgarinnar

Ársel –  Árbær, Grafarholt og Úlfarsárdalur

Þriðjud.  21.feb. kl. 13-16:00 – Árseli Rofabæ 30
Spiladag fjölskyldunnar Í Töfraseli.
Opið hús í félagsmiðstöðinni Tíunni fyrir alla fjölskylduna með leik, dansi og fl.

Kl. 14–16:00 – Holtið Norðlingabraut 12
Gestum og gangandi býðst að koma og gera sér glaðan dag, fara í karaoke, just-dans, borðtennis og fl.

Kl. 13-15:00 – Fjósið Gvendargeisla 168
Spiladagur fjölskyldunnar

Gufunesbær  – Grafarvogur
Þriðjud.  21. feb. kl. 10-12:00
Föndursmiðja í Hlöðunni
Míní-keila
Skítóklúbbur

Kl. 11-14:00
Klifur í turninum
Útieldun, tálgað í lundinum, kolamálun og ratleikur

Sundlaug Grafarvogs kl. 14-16:00
Sundlaugarfjör – „Wipe-out“ brautin vígð. Frítt inn!

Miðberg –  Breiðholt
Þriðjud.  21. feb.

Kl. 13:30 -16:00 Miðberg
Mission impossible leikur, útieldun, bingó.  Vöfflur, kaffi og kakó.
Kl.13:30 – 16:00 Hólmasel
Opið hús með borðtennis, dansi, slimgerð, andlitsmálningu bingó og fl.
Vöfflur, kaffi og kakó.

Sundlaug Breiðholts
Frítt í sund frá kl. 13.30 – 15.00. Kaffi, kakó og kleinur. Tónlist og fjör í innilauginni

Tjörnin –  Hlíðar, Miðborg og Vesturbær
Þriðjud.  21. feb.
Fjölskyldudagskrá Miðborg og Hlíðar kl. 13-15:00
Fjölskyldukubb á Klambratúni og listasmiðjur á  Kjarvalsstöðum
Kaffi, djús og kleinur.
Draumafangarasmiðja
Skartgripagerð
Grímugerð

Kl. 15-17:00 – Vesturbær
Mission Impossible ratleikur frá frístundamiðstöðinni Tjörninni
Spilaleiðsögn og Loom smiðja í Tjarnarsalnum, kaffi, kakó og kleinur.
Kl. 13-17:00
Sundlaugafjör í Vesturbæjarlaug og Sundhöllinni. Frítt inn!

Kringlumýri  – Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Þriðjud.  21. feb.
Kl. 13 -15:00  Sólheimabóksafnið
Sögugerð í spjaldtölvum  á Puppet Pal s
Kl. 13-15:00 Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Söngatriði frá krökkunum í hverfinu
Hildur tekur lagið
Húlladúlla – hópurinn sýnir listir sínar með húllahringi og kennir gestum ýmsar listir.
Skylmingar.
Pylsur og andlitsmálning.
Frítt inn!

Vetrarfríshátíð Guluhlíðar og Öskju
Kl. 13-15:00
Þythokkí, furðufatatískusýningu, listasmiðja, tie-dye, andlitsmálning, stórar perlur og. fl.

Menning fyrir alla fjölskylduna

Í Borgarbókasafninu verður hægt að fara í ratleiki, spila á spil, klæða sig í búninga, spreyta sig á getraunum eða bara slaka á og lesa. Þá verður sérstök dagskrá á öllum söfnum á Heimsdegi barna laugardaginn 18. febrúar. Kynntu þér dagskrána á einstökum söfnum á borgarbokasafn.is

Á Listasafni Reykjavíkur verður ýmislegt í boði eins og hljóðklippismiðja undir stjórn Curver Thoroddsens í Hafnarhúsinu og listsmiðja í Ásmundarsafni undir stjórn Söru Riel myndlistarkonu. Kynntu þér dagskrána á listasafnreykjavikur.is

Á Árbæjarsafni verður opið í vetrarfríinu frá kl. 13-16:00. Þar má skoða leikfangasýninguna Komdu að leika og sýninguna Neyzluna.
Á Landnámssýninguni í Aðalstræti verður hægt að kynna sér miðaldaheima, fara í rúnaspil og leika með leikföng frá Víkingatímanum.

Á Sjóminjasafninu verður boðið upp á flugdrekasmiðju og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Kynntu þér dagskrána á borgarsogusafn.is

Email, RSS Follow

LIKE-aðu ef þú ert sammála að fá „Fjölnisbraut“ í hverfið!

11 feb 2017
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Börn, Fjölnir, Fjölnir knattspyrna, Fjölnir körfubolti, Grafarvogur, Grafarvogur., Skemmtilegt

Hverfisráð Grafarvogs óskar eftir við Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar að skipt verði um nafn á götu í hverfinu þ.e. „Hallsvegur“ verði framvegis nefndur „Fjölnisbraut“. Vegur þessi tengir saman stóran hluta Grafarvogs við helstu íþrótta- og frístundamannvirki hverfisins.

Meðal annars liggur vegur þessi meðfram keppnisíþróttavelli og sundlaug við Dalhús og leggur leið að hinni glæsilegu Egilshöll og einnig að frístundasvæðinu við Gufunes. Það er því kjörið að vegur þess hafi tengingu í stolt Grafarvogs þ.e. Ungmennafélagið Fjölni.

Tillagan var samþykkt af hverfisráðinu, fór í gegnum Umhverfis og skipulagsráð borgarinnar yfir í nafnanefnd sem var ekki alveg sannfærð.

Til að styðja aftur við málið þarf frekari rök og stuðning.

Þannig að ef Grafarvogsbúum líst vel á LIKE-ið og þið teljist stuðningsmenn tillögunnar og ef þið hafið góð rök eða líst extra vel á endilega „commentið líka“ 🙂

Email, RSS Follow

Fjölnir fékk Drago-styttuna á ársþingi KSÍ

11 feb 2017
Kristjan Sigurdsson
0

Fjölnir og Grindavík fengu Dragostytturnar á 71. ársþingi KSÍ sem hófst í Höllinni í Vestmannaeyjum í morgun. Þá fengu Afturelding, Reynir Sandgerði og Ýmir viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna.

Drago-stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik miðað við gul og rauð spjöld dómaranna. Í Pepsi-deild karla er einnig tekið tillit til háttvísismats eftirlitsmanna KSÍ.

Þá eru veittar sérstakar viðurkenningar í 2., 3. og 4. deild karla og er stuðst við sömu forsendur og í 1. deild karla.

Email, RSS Follow

Bikarsyrpa TR 2016-2017 – Mót 4 hefst föstudaginn 10. febrúar

08 feb 2017
Baldvin Berndsen
0
Börn, Grafarvogur., krakka skák, Krakkar í skák, Rimaskóli, Skák, Skemmtilegt, Taflfélag Reykjavíkur

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað þriðja árið í röð. Mót syrpunnar í vetur verða fimm talsins og hefur umferðum hvers móts verið fjölgað í sjö.

Fjórða mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 10. febrúar og stendur til sunnudagsins 12. febrúar. Tefldar eru 7 umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar því varað í allt að tvær klukkustundir. Þó svo mikilvægt sé að börnin vandi sig og noti tímann vel, þá má gera ráð fyrir að margar skákir taki mun styttri tíma.

Við endurtökum leikinn og höldum að auki meðfram Bikarsyrpunni Bikarmót stúlkna sem mæltist vel fyrir á síðastliðnum mótum. Með því gefst stelpum sem vilja prófa form Bikarsyrpunnar aukið tækifæri á að spreyta sig áður en þær taka þátt í sjálfri Bikarsyrpunni. Tefldar verða fimm umferðir í stúlknamótinu, ein á föstudag og tvær hvorn daginn laugardag og sunnudag, en að öðru leyti verður fyrirkomulag hið sama og í Bikarsyrpunni. Nánari dagskrá má sjá hér að neðan.

Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til hefur þeim börnum sem vilja tefla á “alvöru mótum” einkum staðið til boða að taka þátt í opnum mótum. Þar er styrkleikamunur oft mikill og mótin taka langan tíma, auk þess sem mörgum börnum óar við tilhugsuninni um að tefla við fullorðna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svarið við því. Þessi mótaröð TR er ekki síður sniðin að þörfum þeirra barna sem dreymir um að næla sér í sín fyrstu skákstig.

Einungis börn á grunnskólaaldri (fædd árið 2001 eða síðar) sem ekki hafa náð 1600 alþjóðlegum skákstigum geta tekið þátt í mótum Bikarsyrpunnar. Þannig er styrkleikamunurinn minni en ella og börnin njóta þess betur að tefla. Tímamörkin eru jafnframt styttri, og henta börnum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíðkast á hefðbundnum kappskákmótum fullorðinna. Mótin uppfylla öll skilyrði Alþjóða skáksambandsins FIDE og eru reiknuð til alþjóðlegra skákstiga.

Dagskrá Bikarsyrpu IV:

1. umferð: 10. febrúar kl. 17.30 (fös)
2. umferð: 11. febrúar kl. 10.00 (lau)
3. umferð: 11. febrúar kl. 13.00 (lau)
4. umferð: 11. febrúar kl. 16.00 (lau)
5. umferð: 12. febrúar kl. 10.00 (sun)
6. umferð: 12. febrúar kl. 13.00 (sun)
7. umferð: 12. febrúar kl. 16.00 (sun)

Dagskrá Bikarmóts stúlkna:

Skákmenn

1. umferð: 10. febrúar kl. 17.30 (fös)
2. umferð: 11. febrúar kl. 10.00 (lau)
3. umferð: 11. febrúar kl. 13.00 (lau)
4. umferð: 12. febrúar kl. 10.00 (sun)
5. umferð: 12. febrúar kl. 13.00 (sun)

Verðlaunaafhending fer fram strax að lokinni síðustu umferð hvors móts fyrir sig.

Tvær yfirsetur (bye) eru leyfðar í umferðum 1-5 og fæst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu (í stúlknamótinu er ein yfirseta leyfð í umferðum 1-3). Tilkynna þarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferðarinnar á undan.

Þátttökugjald í mótið er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiða ekki þátttökugjald.

Sigurvegari hvors móts hlýtur að launum bikar. Verðlaunapeningur eru veittur fyrir 2.sæti og 3.sæti. Sérstök verðlaun verða veitt næsta vor fyrir samanlagðan árangur í mótunum fimm, þar á meðal er veglegur farandbikar. Þá verða veitt sérstök verðlaun fyrir samanlagðan árangur fyrir börn sem eru félagar í TR, en það eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1.sæti gefur 5 einkatíma, 2.sæti gefur 3 einkatíma og 3.sæti gefur 2 einkatíma.

Vinsamlegast skráið þátttakendur sem fyrst, það hjálpar til við undirbúning mótsins. Hlökkum til að sjá ykkur!

Skráðir keppendur:

 


 

 

Email, RSS Follow

Jazz í hádeginu | Franskir kvikmyndatónar | Laugardaginn 11.febrúar í Bókasafninu Spönginni

07 feb 2017
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Bókasafnið Spönginni, Grafarvogur, Grafarvogur., Jazz í hádeginu., Reykjavík, Skemmtilegt, Spöngin

Tónlistarhjónin Vignir Þór Stefánsson píanóleikari og Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söngkona eru ekki innfæddir Grafarvogsbúar en hafa þó verið búsett í hverfinu lengi. Á febrúartónleikum Jazz í hádeginu flytja þau ásamt Leifi Gunnarssyni lög eftir franska kvikmyndatónskáldið og jazzpíanistann Michel Legrand, í menningarhúsinu í Gerðubergi á föstudegi og á laugardeginum í heimahverfi sínu, í menningarhúsinu í Spönginni í Grafarvogi.

Michel Legrand er margverðlaunaður franskur jazzpíanisti og tónskáld. Þrátt fyrir að vera þekktastur fyrir framlag sitt til kvikmyndatónlistar liggja eftir hann nokkrar plötur með jazzmúsík og meðspilarar hans ekki af verri endanum. Þar má finna nöfn eins og Miles Davis, John Coltrane, Bill Evans, Phil Woods og Ray Brown. Legrand á langan feril að baki en hann hefur komið að vinnu við um hundrað hljóðrit í ýmsum stílum. Tónlistin sem flutt verður á tónleikunum eiga það sameiginlegt að vera sönglög, sum hver titillög þekktra kvikmynda. Þar á meðal verður fluttur fyrsti stóri smellur Legrands, „La Valse des Lilas“ eða „Once Upon a Summertime“ sem kom út fyrst árið 1950 en er í dag þekkt sem jazz-standard.

Laugardaginn 11.febrúar klukkan 13.15-14.00

Aðgangur á tónleikana er ókeypis og allir velkomnir.
___

Musical couple Vignir Þór Stefánsson, pianist, and Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, singer, perform songs by French pianist and film score composer Michel Legrand, with Leifur Gunnarsson on the double bass.

 

Saturday 11.febuary 13.15-14.00

 

Free admission.

 

 

Email, RSS Follow

Fjölnir skólamót í handbolta 2017 – Dalhúsum 20.febrúar

06 feb 2017
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Grafarvogur., Grunnskólamót í handbolta, Handbolti, Skemmtilegt, Skólamót Fjölnir, Skólastarf

Í vorhléi grunnskóla mun HKD Fjölnis halda skólamót fyrir alla í 5.-8. bekk. Allir þátttakendur, strákar og stelpur, byrjendur og lengra komnir eru beðnir um að mæta í íþróttafötum og í íþróttaskóm. Engin skráning. Bara mæta!
Mæting í Fjölnishúsið við Dalhús 2.

Komdu og kepptu fyrir ÞINN SKÓLA
ÞAÐ ER GAMAN Í HANDBOLTA!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Email, RSS Follow
« First‹ Previous63646566676869Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is