• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Kaffihúsaguðsþjónusta 6. ágúst kl. 11.00

04 ágú 2017
Baldvin Berndsen
0
Barnastarf, Bænahald, Grafarvogskirkja, Grafarvogur

Sumarið er tími kaffihúsaguðsþjónustunnar í Grafarvogskirkju. Andrúmsloftið er afslappað og fólk getur setið við borð með kaffiveitingum á meðan guðsþjónustan fer fram.

Sunnudaginn 6. ágúst verður kaffihúsaguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11.00. 

Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar, Hákon Leifsson leikur á píanó og Þórdís Sævarsdóttir er forsöngvari.

Vertu velkominn og láttu fara vel um þig!

Email, RSS Follow

Fjölnir eignast ReyCup 2017 meistaralið – Fjölnir B vann sigur í sínum flokki

30 júl 2017
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Fjölnir knattspyrna, Fótbolti, ReyCup, ReyCup 2017

Rey Cup – Alþjóðlega knattspyrnuhátíðin verður haldin í Laugardalnum frá 26. til 30. júlí 2017.

Stjórn Rey Cup þakkar þeim liðum sem hafa skráð sig og við hlökkum til að sjá ykkur öll í lok júlí.

94 lið

9 erlend lið

1500 keppendur

282 leikir

Á Rey Cup hafa margir af okkar bestu knattspyrnumönnum og konum spilað í fyrsta sinn gegn erlendum andstæðingum.  Aldursbil þátttakenda á Rey Cup er 13-16 ára og er þetta langstærsta knattspyrnumót landsins, fyrir þennan aldur, þar sem um eða yfir 1.500 unglingar koma saman, spila fótbolta og skemmta sér frá miðvikudegi til sunnudags.

Í gegnum árin hafa yfir 50 erlend lið frá ýmsum löndum tekið þátt sem gefur mótinu enn meira vægi fyrir íslensku liðin.

Á Rey Cup 2017 eru 9 erlend lið skráð  til leiks. Auk liða víðsvegar úr Evrópu verður lið frá Síle, Suður-Ameríku í fyrsta skipti með.

Myndir frá mótinu….

 

 

Email, RSS Follow

Kaffihúsaguðsþjónusta 30. júlí kl. 11:00

30 júl 2017
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Grafarvogskirkja, Grafarvogur, Kirkjan, Prestar, Safnaðarstarf

Á sunnudaginn verður kaffihúsaguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11.

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar, Hákon Leifsson er organisti og forsöngvari leiðir söng.

Kaffi og meðlæti í boði í guðsþjónustunni og barnaborðið verður á sínum stað.

Verið öll velkomin!

Email, RSS Follow

Kaffihúsaguðsþjónusta sunnudaginn 23. júlí kl. 11

22 júl 2017
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Bænahald, Fermingar í Grafarvogi, Grafarvogskirkja

Á sunnudaginn verður kaffihúsaguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar, Antonia Hevesi og Hlöðver Sigurðsson sjá um tónleikana. Kaffi og meðlæti í boði á meðan á messunni stendur.

Verið öll velkomin!

Email, RSS Follow

Fjölnir marði sigur á ÍBV 2-1 á Extravellinum

22 júl 2017
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Fjölnir knattspyrna, Grafarvogur

Fjölnir hafði sigur gegn ÍBV í gær sunnudag 2-1 á Extravellinum.

Góð barátta í leiknum skilaði þessum sigri. Fjölnir stóðs mikla pressu ÍBV síðustu mínútur leiksins.

Myndir frá leiknum…

Áfram Fjölnir

 



 

Email, RSS Follow

Kaffihúsaguðsþjónusta sunnudaginn 23. júlí kl. 11

21 júl 2017
Baldvin Berndsen
0
Aðsent, Bænir, Grafarvogskirkja, Kaffihúsastemmning í krikjunni, Prestar

Á sunnudaginn verður kaffihúsaguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11.

Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar, Antonia Hevesi og Hlöðver Sigurðsson sjá um tónleikana.

Kaffi og meðlæti í boði á meðan á messunni stendur.

 

Email, RSS Follow

Olíumengun enn til staðar í Grafarlæk og Grafarvogi

20 júl 2017
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Grafarlækur, Grafarvogur, Mengun við voginn, Umhverfissvið garða í Reykjavík

Olíumengun er nú sjáanleg í neðanverðum Grafarlæk sem liggur út í Grafarvog. Fólki er ekki talin stafa hætta af olíumenguninni en nokkur sjón- og lyktarmengun er á svæðinu. Fylgst verður vandlega með menguninni áfram. Ekki hefur tekist að finna hvaðan mengunin kemur en starfsmenn Veitna ohf. vinna nú hörðum höndum við að reyna að rekja mengunina. Að mati Slökkviliðsins virðist ekki um mikla olíumMengun í Grafarvogiengun að ræða.

Þó nokkur olíumengun er nú sjáanleg í neðanverðum Grafarlæk sem liggur út í Grafarvog og má sjá brák í fjörum Grafarvogs meðfram norðurströndinni. Mikil aukning varð á sýnilegri mengun í dag og er það talið vera afleiðing þeirrar miklu úrkomu sem nú er. Vitað er að olíumengun berst í Grafarlæk úr regnvatnsrás og við úrkomuna eykst mjög flæði gegnum rásina og því líklegt að olían sé að skolast út af meiri hraða en áður. Ekki er hægt að útiloka að enn komi mengun frá uppsprettu en sennilegra er um útskolun eldri mengunar frá því á föstudag og laugardag sé að ræða.

Ekki hefur tekist að finna hvaðan mengunin kemur en starfsmenn Veitna ohf. vinna nú hörðum höndum við að reyna að rekja mengunina. Regnvatnsrásin sem liggur út í Grafarlæk tekur við ofanvatni af stóru svæði m.a. öllu Grafarholti og hluta Hálsahverfis og því snúið að rekja mengunina. Mögulegt er að mengunin sé vegna bilaðrar olíuskilju eða rangra tenginga. Þess er óskað að aðilar á þessum svæðum sem meðhöndla olíu athugi hvort olíuskiljur séu ekki í lagi eða hvort mögulegt sé að olíumengun sé að berast með einhverju móti í niðurföll. Allar slíkar upplýsingar flýta fyrir rannsókninni á uppruna mengunarinnar.

Vandlega fylgst með menguninni

Í dag fóru starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og starfsmenn frá skrifstofu umhverfisgæða á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur ásamt sérfræðingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvang, en Slökkviliðið er viðbragðsaðili þegar kemur að mengunarslysum. Að mati Slökkviliðsins virðist ekki um mikla olíumengun að ræða en hún er allútbreidd á svæðinu og er áberandi og er greinilega enn að berast úr regnvatnsrásinni. Ræddir voru möguleikar á að reyna að hefta útbreiðslu olíunnar þannig að hún berist ekki með Grafarlæk út í fjörur Grafarvogs en til er búnaður sem getur gripið olíu sem virkar best þegar olían er í frekar miklu magni og staðbundin. Var það metið svo að tilraunir til að grípa olíuna væru líklegar til að bera lítinn árangur því olían sem flýtur á yfirborði læksins er á þessu stigi þunn og útbreidd. Enn er verið að skoða hvort raunhæfir hreinsunarmöguleikar séu í stöðunni en ef ekkert er hægt að gera mun olían brotna niður á náttúrulegan hátt en það getur tekið tíma.

Fólki er ekki talin stafa hætta af olíumenguninni en nokkur sjón- og lyktarmengun er á svæðinu og þar sem olía hefur sest í gróður getur hún borist í fatnað. Grafarvogur er mikilvægt náttúrusvæði og þar er auðugt fuglalíf og hafa starfsmenn skrifstofu umhverfisgæða gengið fjörurnar í Grafarvogi og lagt mat á útbreiðslu og þykkt olíunnar. Greinileg svört skán er á grösugum fitjum norðarlega í voginum og á þangi og grjóti. Lítil mengun sást við suðurströndina. Ekki sást til fugla sem virtust hafa orðið fyrir olíumengun í athugunum í gær og í dag en áfram verður fylgst með áhrifum mengunarinnar á fuglalífið. Ef vegfarendur sjá vart við fugla sem virðast illa haldnir vegna olíumengunar er mælt með því að láta starfsfólk skrifstofu umhverfisgæða hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar vita.

Fylgst verður vandlega með menguninni áfram og metið hvort tilefni er til frekari aðgerða eða athugana með tilliti til áhrifa á lífríki.

 

 

 


Email, RSS Follow

Pílagrímamessa á Nónholti sunnudaginn 16. júlí – Boðið upp á göngu og hlaup frá kirkjunni fyrir þau sem vilja

14 júl 2017
Baldvin Berndsen
0
'Uti, Aðsent efni, Bænahald, Bænir, Grafarvogskirkja, Guðþjónusta, Helgihald, Kirkjan, Nón, Prestar, Safnaðarstarf

Hin árlega útiguðsþjónusta samstarfssvæðis Grafarvogs, Árbæjar og Grafarholtssafnaða verður haldin á Nónholti sunnudaginn 16. júlí kl. 11.

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Gengið verður frá Grafarvogskirkju kl. 10:00 og sr. Guðrún Karls Helgudóttir mun standa fyrir pílagrímahlaupi í kringum voginn og í messuna kl. 10:30..

Hlaupið er um 3 km. Einnig verður gengið frá öðrum kirkjum á samstarfssvæðinu, Guðríðarkirkju og Árbæjarkirkju.

Fyrir þau sem vilja koma akandi að Nónholti þá er best að fara niður hjá meðferðarstöðinni Vogi og ganga stuttan spöl þaðan. Fólki með fötlun verður veitt aðstoð við að komast á staðinn.

Að guðsþjónustu lokinni verða veitingar í boði.
Velkomin öll!

Email, RSS Follow

Áheitasöfnun upp um 61% í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

13 júl 2017
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Grafarvogur, Hlaup, Íslandsbanka maraþon, Maraþon 2017, Skemmtilegt

Nú þegar hafa safnast um 17 milljónir króna eða 61% hærri upphæð en á sama tíma í fyrra í áheitasöfnun  Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Hlauparar söfnuðu 97,2 milljónum til góðgerðamála í fyrra sem var nýtt met en miðað við gang mála núna er ekki ólíklegt að það met verði slegið í ágúst. 

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í 34. sinn laugardaginn 19.ágúst n.k. Rúmlega 8600 manns eru þegar skráðir til þátttöku í hlaupið og safnar stór hluti þeirra áheitum til góðra málefna á vefnum hlaupastyrkur.is. Áheitasöfnunin lýkur á miðnætti mánudaginn 21.ágúst.

Á hlaupastyrkur.is geta skráðir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 safnað áheitum fyrir um 150 mismunandi góðgerðafélög. Málefnin eru fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað sem stendur hjarta þeirra næst. Hér má finna lista yfir öll góðgerðafélögin sem hafa skráð sig til þátttöku í ár:  https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog

Kveðja

f.h. Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka

Anna Lilja Sigurðardóttir

———————————

Anna Lilja Sigurðardóttir

Upplýsinga- og samskiptastjóri
Íþróttabandalag Reykjavíkur

annalilja@ibr.is
s. 535 3705 / gsm. 868 6361

 

 

 

Email, RSS Follow
« First‹ Previous53545556575859Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is