Haust Vox – Tónleikar í Grafarvogskirkju 28. október kl. 16:00

Miðaverð er 2500kr – greitt við innanginn.
Verið öll hjartanlega velkomin og takið endilega gesti með ykkur!
Velkomin í opið hús – nýtt í Grafarvogin.
28. Okt kl 15-17
Drykk, létta veitingar, tónlist, kynning af dagskrá, og fl. Velkomin að skoða!
Í fyrsta sinn á Íslandi hefur nú verið opnað Markþjálfasetur!
Evolvia hefur flutt í nýtt húsnæði sem við höfum valið að kalla:
Rými til vaxtar – Markþjálfasetur Evolvia
Draumurinn okkar í þessu rými er að sameina markþjálfun með andlegu efni og listsköpun til að auka vöxt okkar allra.
Hér er stórt opið rými fyrir markþjálfa til að vinna sína vinnu, annað rými fyrir Vedalistina, kennslustofur, jógasalur, fundarherbergi og nokkrar skrifstofur.
Viltu koma og sjá ?
Við ætlum að kynna stundaskránna – Rými til vaxtar.
Í stundaskránni verður daglega í boði allskonar fyrir innri vöxt.
Dæmi um opna tima í boði:
Markþjálfun – hæfnisþættir
Hópmarkþjálfun
Markþjálfun og tarotspil
Markþjálfun – Markmiðin mín
Markþjálfun – Visualzation
Homopatía til sjálfsbjargar
Markþjálfun – í stjórnun
Sjamantrommur
Næring – hugur, líkami og sál
Kyrrðarbæn og æfingatímar
Hópnudd
Gagnræður til að efla sambönd
Opnunarhátíðin verður haldinn á Laugardaginn 28. okt kl.15.00 – 17.00
Vertu velkomin í ævintýradrauminn !
Evolvia teymið
Aðsent
– Tillögur um víðtæka sameiningu leikskóla í eystri hverfum Reykjavíkur voru lagðar fram á síðasta fundi skóla- og frístundaráðs.
Lögð er til sameining Seljaborgar og Seljakots í Breiðholti og Engjaborgar og Hulduheima í Grafarvogi um næstu áramót. Þá á að skoða sameiningu Fífuborgar, Laufskála og Lyngheima í Grafarvogi.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja rétt að ekki verði ráðist í frekari sameiningu leikskóla í borginni fyrr en reynslan af fyrri sameiningum hefur verið metin með faglegum hætti.
En margt leikskólafólk hefur haldið því fram að þær sameiningar hafi haft neikvæð áhrif í för með sér á þá skóla sem sameinaðir voru: aukið álag á stjórnendur og starfsmenn, fjölgað veikindadögum, aukið manneklu og leitt til þess að skólarnir hafi misst frá sér faglært fólk.
Tillaga Sjálfstæðisflokksins um að bíða með ákvörðun um sameiningaráform þar til slík fagleg úttekt liggur fyrir var felld með atkvæðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar. Einstökum ákvörðunum um sameiningar var síðan frestað til næsta fundar ráðsins.
Hægt er að lesa fundargerðir Skóla- og frístundaráðs hérna…..
Októbermót Fjölnis í knattspyrnu fyrir stráka og stelpur í 5.flokki fer fram í Egilshöll um helgina. Mótið hefst kl. 8:30 báða dagana og stendur fram eftir degi.
Þá sér 3.flokkur Fjölnis um dómgæslu á mótinu.
Við hvetjum Grafarvogsbúa til að kíkja í Egilshöllina í kaffibolla og horfa á ungviðið skemmta sér í fótbolta! #FélagiðOkkar
Menningarhús Spönginni
Anna Þ. Guðjónsdóttir sýnir teikningar og vatnslitamyndir af geómetrískum mynstrum í Íslömskum arkitektúr, sem byggja á teikningu grunnformanna, skörun þeirra og endurtekningu.
Mynstrin sem unnið er útfrá má meðal annars finna á Spáni og í Marokkó, en þau eiga sér ekki nafngreinda höfunda.
Anna stundaði nám í grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og fór síðan í framhaldsnám til Ítalíu og lauk námi í leikmynda- og búningahönnun. Hún vann hjá leikmyndadeild RÚV í nokkur ár, en starfar nú við kennslu í Tækniskólanum.
Sýningin í Spönginni er fjórða einkasýning Önnu.
Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is
s. 411 6230
Menningarhús Spönginni, mánudaginn 30. október kl. 17:15-18:00
Grænlenskar bókmenntir eiga sér ekki langa sögu þótt Grænlendingar eigi sér ríkulega hefð munnlegra frásagna, þjóðsagna og ævintýra. Á allra síðustu árum hafa á hinn bóginn komið fram ungir höfundar sem fjalla um grænlenskan nútíma og hlutskipti ungs fólks á ferskan og spennandi hátt. Fremstar í flokki fara þær Sørine Steenholdt og Niviaq Corneliusen. Í fyrirlestrinum verður fjallað um nýlegar bækur þessara tveggja höfunda og um grænlenskar nútímabókmenntir almennt.
Jón Yngvi Jóhannsson er lektor í íslenskum bókmenntum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað bækur og greinar um íslenskar og norrænar bókmenntir og sat fyrir Íslands hönd í dómnefnd Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árin 2004-12.
Frekari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
Netfang: sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is
Sími: 411 6230
Í framhaldi af þessum fréttum segir Jarþrúður Hanna á Facebook síðu sinni:
Ég hef ákveðið að koma minni hlið þessa máls á framfæri við almenning þar sem formaður deildarinnar hefur nú sent út fréttatilkynningu þess efnis að Arnar Gunnarsson hafi hætt störfum sem þjálfari meistaraflokks karla í handknattleik hjá félaginu.
Hið rétta er að formaður deildarinnar hefur rekið hann frá deildinni.
Sem stjórnarmaður og meðlimur í meistaraflokksráði tilkynni ég að ekki hefur verið boðað til neins fundar né þessi ákvörðun rædd af stjórn deildarinnar né meistaraflokksráði.
Hér er um að ræða ákvörðun eins manns sem hefur einn eða tvo stjórnarmenn að baki sér en ekki ákvörðun meirihluta stjórnar deildarinnar.
Ég lýsi því hér með yfir að þarna tel ég formann deildarinnar hafa farið út fyrir sínar heimildir sem formaður.
Þrátt fyrir þessa fréttatilkynningu þá hefur, að því er ég best veit, ekki verið gengið frá formlegri uppsögn þjálfarans en málið samt sem áður látið út til fjölmiðla.
Þetta eru vinnubrögð sem mér finnst engan vegin eiga heima hvort heldur sem er í íþróttastarfi né á almennum vinnumarkaði.
Svona mál er á engan hátt rétt að reka í fjölmiðlum en þegar fór að fréttast að þetta væri ætlun formannsins óskaði ég eftir því að stjórn deildarinnar myndi hittast og ræða málið áður en ákvörðun yrði tekin. Því var ekki tekið heldur þessi fréttatilkynning send út og þykir mér það mjög miður fyrir alla hlutaðeigandi.
Hægt er að lesa meira um þetta á þessum síðum
http://www.mbl.is/…/ha…/2017/10/25/arnar_haettur_med_fjolni/
http://www.visir.is/g/2017171029240/arnar-haettur-med-fjolni
http://www.ruv.is/frett/arnar-haettur-sem-thjalfari-fjolnis
https://www.frikastid.is/arnar-gunnarsson-haettur-med-fjol…/
mynd: Eva Björk Ægisdóttir
Ólafur Páll Snorrason nýráðinn þjálfari Fjölnis í Grafarvogi. Hann verður því að öllum líkindum yngsti þjálfari Pepsi-deildarinnar á næsta ári en hann er 35 ára.
Ólafur Páll er uppalinn Fjölnismaður og býr yfir reynslu sem leikmaður liðsins og einnig sem aðstoðarþjálfari hjá Ágústi Gylfasyni. Á síðasta tímabili var hann aðstoðarþjálfari FH.
„Ég þekki krók og kima hjá Fjölni og veit í hvað ég er að fara. Þess vegna er ég spenntur fyrir þessu. Nóg er af góðum fótboltamönnum í Fjölni. Grunnatriðið fyrir Fjölni er að halda áfram að vinna í stöðugleika liðsins í efstu deild,“ segir Ólafur.
„Ég mun einnig ýta af stað mínum hugmyndum og næ að vinna markmisst með það líka.“
Ólafur viðurkennir að það hafi verið markmið hjá sér að verða aðalþjálfari á þessum tímapunkti.
„Ég hef hugsað út í það að vera kominn í svona starf á þessum tímapunkti. Ég veit að það eru ekki margir sem fá svona traust og svona flott starf í efstu deild á Íslandi. Ég er fyrst og fremst mjög þakklátur fyrir það. Ég þakka stjórn Fjölnis í að treysta mér í það, engin spurning.“
Fjölnismenn voru í fallbaráttu í sumar og Ólafur gerir sér grein fyrir því að deildin verði mjög erfið næsta sumar.
„Þetta er og verður krefjandi verkefni sem ég tek að mér. Ég er metnaðarfullur í því sem ég geri og horfi bjartur fram á veginn. Ég vil lyfta klúbbnum á aðeins hærra level en hann var á síðasta sumar,“ segir Ólafur. sjá fotbolti.net
Gunnar Már Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks Fjölnis í knattspyrnu karla.
Hann mun því aðstoða Ólaf Pál Snorrason sem nýverið var ráðinn aðalþjálfari í stað Ágústs Gylfasonar. Gunnar Már lagði skóna á hilluna í haust eftir langan feril sem hófst með Fjölni í 3. deild árið 2001. Hann afrekaði það að leika með Fjölni í 3., 2., 1. og úrvalsdeild á ferlinum en lék einnig með FH, Þór og ÍBV í efstu deild. Hann lék 20 leiki með Fjölni í Pepsi-deildinni í sumar.
Gunnar hefur auk þess að spila verið þjálfari kvennaliðs Fjölnis síðustu tvö ár en er hættur í því starfi.
Samhliða aðstoðarþjálfarastarfinu verður hann hins vegar áfram yfirþjálfari yngri flokka hjá Fjölni.
Óskum þeim góðs gengis í starfi
Áfram Fjölnir
Skákdeild Fjölnis eflist með hverju ári, en deildin var stofnuð árið 2004 og kom sér upp í 1. deild á þremur árum. Þar hefur A sveitin átt fast sæti frá árinu 2007 ef frá er talið eitt ár í 2. deild. Deildin hefur haldið vel utan um sína skákmenn og notið þess að þurfa lítið sem ekkert að skipta inn á í A sveit.
Metnaður þeirra 8 – 9 sem sveitina skipa liggur í því að fá að tefla allar umferðirnar. A sveitin var nýkomin úr velheppnaðri Tyrklandsferð þar sem lið á vegum Umf. Fjölnis var að taka þátt í 1. sinn á Evrópumóti. Evrópumótið fór fram í Antalya í Tyrklandi. Það var ekki að sjá neina ferða-eða keppnisþreytu í mannskapnum heldur þvert á móti baráttugleði og góð úrslit. Fjölnismenn unnu þrjár viðureignir í 1. deild, gerður eitt jafntefli og töpuðu einni viðureign. Sveitin hefur 3. vinninga forskot á næstu sveit sem er A sveit Taflfélags Reykjavíkur.
Víkingasveitin leiðir í 1. deild en þar eru um borð 6 stórmeistarar innlendir og erlendir. Sveit Hugins er í 2. sæti. Fjölnismenn stefna að sjálfsögðu að því að halda dampi í síðari hluta mótsins, standa vel að vígi varðandi að verja 3. sætið. Fjölnisskákmenn eiga eftir að tefla við Ofur-Víkingana en hinar viðureignirnar þrjár eru gegn skáksveitum í neðri hluta 1. deildar. Stigahæsti skákmaður Íslands Héðinn Steingrímsson stóð sig best allra og fékk 3,5 vinninga af 4 á 1. borði.
Nýliðinn og eini erlendi skákmaður Fjölnsimanna í þessum fyrri hluta, Daninn Jesper Thybo, Evrópumeistari U18, stóð líka fyrir sínu og hlaut 3,5 vinninga eins og Héðinn en tefldi einni skák meira. Aðrir liðsmenn eru Dagur Ragnarsson (2), Oliver Aron Jóhannesson (3,5) og Jón Trausti Harðarson (2,5), allir fv. nemendur Rimaskóla, Davíð Kjartansson (3) hetja frá EM, Sigurbjörn Björnsson (2,5), Jón Árni Halldórsson (2) og hinn taplausi Tómas Björnsson (1,5/2) sem tefldi líka í 3. deild og að sjálfsögðu kom hann taplaus þar úr þremur skákum.
B sveit Fjölnis sem teflir í 3. deild virðist ætla að endurheimta sæti sitt í 2. deild. Sveitin kom taplaus frá fyrri hluta mótsins, vann tvær viðureignir og gerði tvö jafntefli. Í sveitinni eru 5 ungir og uppaldir skákmenn úr Fjölni ásamt traustum og reynslumiklum skákmönnum, þeim Tómasi Björnssyni, Erlingi Þorsteinssyni og Sveinbirni Jóinssyni sem að þessu sinni tefldi í öllum umferðum og hlaut 75% árangur. Sveinbjörn hefur lítið teflt með Fjölnismönnum sl. ár vegna vinnu en reyndist B sveitinni góður liðsauki að þessu sinni. Þau Dagur Andri Friðgeirsson og landsliðskonan Hrund Hauksdóttir tefldu bæði tvær skákir og skiluðu 100% árangri. Efnileg, jöfn og skemmtileg skáksveit þarna á ferðinni.
Loks ber að geta þess að Skákdeild Fjölnis sendi ungmennasveit til leiks í 4. deild. Þarna eru á ferðinni nemendur í 5. – 8. bekk Rimaskóla og Foldaskóla sem eru ákaflega áhugasamir við æfingar innan deildarinnar. Það háði sveitinni nokkuð að þrír skákmenn í þeirra röðum lentu í svæsinni ælupest og gátu ekki teflt eins mikið og þeir vildu. Einn þeirra var 1. borðs maður sveitarinnar, Joshua Davíðsson, sem tefldi afar vel í 1. umferð og landaði glæsilegum sigri en síðan ekki söguna meir.
Það er mikil tilhlökkun meðal Fjölnismanna að takast á við síðari hluta mótsins, A sveitar að halda 3. sætinu og B sveitar að koma sér að nýju upp í 2. deild. Barna-og unglingastarfið i rúman áratug er að skila sér ef marka má skáksveitirnar þrjár sem taka þátt í Íslandsmótinu og framtíðin er sannarlega björt í Grafarvogshverfi innan skákdeildar Fjölnis.
Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis