Getraunakaffi Fjölnis

Allir velkomnir.

Getraunakaffi Fjölnis verður haldið í fyrsta skipti, eftir langan dvala, laugardaginn 18. nóvember nk. og alla laugardaga eftir það á milli kl. 10:00 og 12:00 í nýju skrifstofum félagsins í Egilshöll (beint á móti bíómiðasölunni).

Það er löngu komin tími á vettvang sem þennan sem gefur Fjölnisfólki tækifæri á að hittast, spjalla og hafa gaman.

Kjörið fyrir foreldra að koma við, kíkja í kaffi og tippa þegar búið er að skutla krökkunum á æfingu t.d.

Heitt á könnunni og bakkelsi frá Bakarameistaranum á boðstólnum.

Reglurnar í leiknum má finna hér:
http://www.fjolnir.is/knattspyrna/getraunir1/ 

Event á Facebook má finna hér:
https://www.facebook.com/events/156613645073279/

 Hlökkum til að sjá ykkur.

Fjölniskveðjur, 

Hermann Hreinsson

Íþróttafulltrúi Fjölnis

hemmi@fjolnir.is

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.