Körfuboltaveisla 6-11 ára í Grafarvogi um helgina – SAMbíómót Kkd Fjölnis haldið í 20. sinn

Heil og sæl,

Körfuknattleiksdeild Fjölnis í samvinnu við Sambíóin heldur enn eitt árið stórmót í körfuknattleik fyrir yngstu iðkendurnar.  Í ár eigum við von á yfir 600 þátttakendum alls staðar að af landinu á aldrinum 6-11 ára ásamt fjölskyldum, þjálfurum og liðsstjórum. Mótið er það 20. í röðinni.

Þáttttakendur á mótinu eru stelpur og strákar fædd 2006 og síðar og eru þau mörg hver að taka sín fyrstu skref í körfubolta. Því er mikil áhersla lögð á að hafa gaman saman, vera með vinum sínum, kynnast nýjum vinum og spila fullt af körfubolta.

Okkur þætti vænt um ef þið hjá grafarvogsbuar.is mynduð kíkja á mótið og vera með smá umfjöllun á síðunni ykkar.

Mótið fer fram núna um helgina 4. og 5. nóvember 2017 í Grafarvoginum og hefst snemma að morgni laugardags og klárast á bilinu 16-17:30 eftir íþróttahúsum..
Spilað er á 8 völlum í Dalhúsum, Rimaskóla og Vættaskóla-Borgir.

Að venju verður ekki keppt um sætin og stigin eru ekki talin opinberlega, heldur verður það leikgleðin sem ræður ríkjum og fá allir keppendur verðlaunapening og liðsmynd að móti loknu. Mót þetta hefur skipað sér sess í stórmótum vetrarins og þar má jafnan sjá fullt af væntanlegum stórstjörnum, bæði hjá stelpum og strákum.

Þarna sjást oft tilvonandi þjálfarar í efstu deildum sem gjarnan stíga sín fyrstu skref með yngri körfuboltakrakka.

Meðfylgjandi er auglýsing mótsins og nálgast má meiri upplýsingar um mótið inni á heimasíðu þess sambiomot.wordpress.com

Með fyrirfram þökk fyrir jákvæðar undirtektir

Kv.
Salvör Þóra Davíðsdóttir –  s. 844-1421
Mótsjóri Sambíómótsins 2017

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.