• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Grunnskólanemendur fá viðurkenningu

27 maí 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Barnastarf, Grafarvogur., Grunnskólar Grafarvogs
Nemendaverdlaun_2014

Nemendaverdlaun_2014

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru veitt við hátíðlega athöfn í Fellaskóla mánudaginn 26. maí. 33 nemendur í grunnskólum Reykjavíkur tóku við viðurkenningu fyrir dugnað og elju á hinum ýmsu sviðum skólastarfsins.

Fjölmenni var við athöfnina þar sem nemendur úr Fellaskóla sungu við undirleik Guðna Franzsonar og þverflauturhópur úr Tónaskóla Sigursveins lék.

Oddný Sturludóttir,  formaður skóla- og rístundaráðs sagði m.a. í ávarpi sínu að eitt besta veganestið sem nemendur fengju í grunnskólanum væri færni til góðra samskipta, til að leysa ágreining á lausnarmiðaðan hátt og vera í samstarfi við fólk með margbreytilegan bakgrunn og skoðanir; „Skólamenning sem einkennist af fjölbreytni og jöfnum tækifærum eru verðmæti í sjálfu sér, stöndum saman að því að hlúa að henni, heimilin og skólarnir og stórfjölskyldan í sameiningu“, sagði Oddný.

Nemendur sem tóku við verðlaununum fengu m.a. viðurkenningu fyrir góðan námsárangur, virkni í skólastarfi, frammistöðu í íþróttum, félagsfærni og listsköpun. Markmið verðlaunanna er að hvetja
nemendur til að nýta styrkleika sína og leggja sig enn betur fram í námi, félagsstarfi eða í skapandi starfi. 

Yfirlit yfir handhafa nemendaverðlauna 2014;

1.Sudeska Gema Kuasa 10. bekk Austurbæjarskóla
2.Edda Kristín Óttarsdóttir 10. bekk Árbæjarskóla
3.Leó Ernir Reynisson 7. KG Ártúnsskóla
4.Brynhildur Vala Björnsdóttir 7.bekk Breiðagerðisskóla
5.Starri Snær Valdimarsson 10. bekk Breiðholtsskóla
6.Gylfi Snær Ingimundarson  5.bekk Dalskóla
7.Hanesa Ósk Þórsdóttir 10. bekk Fellaskóla
8.Hans Jón Ívarsson 10.bekk Foldaskóla
9.Hjalti Sigurgeirsson 10. bekk Hagaskóla
10.Selma Lind Davíðsdóttir 7.bekk Hamraskóla
11.Vukasin Krstic 10. bekkHáaleitisskóla
12.Ísabella María Eriksdóttir 7. bekkHáteigsskóla
13.Arnar Geir Geirsson  10. bekk Hlíðaskóla
14.Vanisa Lampar 4.bekk Hólabrekkuskóla
15. Guðmundur Tómas Þorláksson 7. bek Húsaskóla
16.Jóel Örn Einarsson 10.bekk Ingunnarskóla
17.Bjarni Anton Theódórsson 10. bekk Kelduskóla
18.Nevena Cupovic 10. bekk Klettaskóla
19.Thelma Ósk Þrastardóttir 10.bekk Klébergsskóla
20.Hrafnhildur Sigurðard.    8.bekk  Landakotsskóla
21. Hugrún Britta Kjartansd. 10. bekk  Laugalækjarskóla
22.Silja Mist Sturludóttir 5. bekk Laugarnesskóla
23.Helga Kristín Sigurðard.  7. bekk Melaskóla
24.Hildur Aradóttir 10. bekk Norðlingaskóla
25.Steinunn Björg  Hauksd. 10. bekk Rimaskóla
26.Daníel Smári Hlynsson 5. bekk Selásskóla
27. Viktoría Sif Haraldsdóttir 10. bekk Seljaskóla
28.Thanawin Yodsurang 4. bekk Skóla Ísaks Jónssonar
29.Sigurður Jökull Ægisson  8. bekk Sæmundarskóla
30.Samar Uz-Zaman 10. bekk Tjarnarskóla
31.Kamilla Björg Kjartansd. 10. bekk Vogaskóla
32.Ingólfur Jón Ágúst Óskarsson 10. bekk Vættaskóla
33.Fannar Freyr Eggertsson 10.bekk Ölduselskóla

 

 

Email, RSS Follow

Vilja Grafarvogsbúar fá Sundabraut fyrr en seinna?

26 maí 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Grafarvogur., Samgöngumál Grafarvogsbúa, Sundabraut
Elliðavogur og Sundabraut

Elliðavogur og Sundabraut

Haustið 2012 skrifaði undirritaður greinar um Reykjavíkurflugvöll og Sundabraut og birtust þær í Verktækni, blaði verk- og tæknifræðinga.Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og vegna breyttra forsendna leyfi ég mér að rifja upp tillögur mínar varðandi þessi tvö stóru samgöngumál og fjallar þessi grein mín um 1. áfanga Sundabrautar.
Nýlegar ákvarðanirSundabrautin er stórt samgöngumál fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið og fullgerð verður hún samgöngubót fyrir allt landið. Síðan ég skrifaði greinina um Sundabraut haustið 2012 hefur tvennt gerst sem styrkir tillögu mína:Sú lega 1. áfanga Sundabrautar um Kleppsvík sem ég taldi heppilega þá er staðfest í nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.Innanríkisráðherra hefur sett af stað vinnu við að Sundabraut verði að hluta til byggð sem einkaframkvæmd og að þar verði sett á veggjöld.
Botngöng og kostnaðurÍ tillögu minni um 1. áfanga Sundabrautar nefndi ég eftirfarandi sem helstu forsendur og hlutverk framkvæmdarinnar:Að fá aðra tengingu yfir Elliðavoginn til að tengja saman austur- og vesturhluta Reykjavíkur. Ártúnsbrekkan er að verða umferðarþung og hún ein dugar ekki til langframa og stórslys þar væri afdrifaríkt.Tengingin væri í fyrstu aðallega hugsuð fyrir Grafarvogshverfið (hverfið notar þá Ártúnsbrekkuna minna og því léttir á henni) og síðar fyrir umferð frá Gufunesi og Geldinganesi og loks væri leiðin hluti af nýrri tengingu við Vestur- og Norðurland.Tengingin væri frá Sæbraut sunnan við Klepp og niður á Vogabakka (um 400 m), síðan áfram niður í 800 m löng botngöng og þaðan að Strandvegi gegnt Rimaflöt (um 1.000 m), samtals um 2,4 km (sjá meðfylgjandi drög leiðarinnar).Botngöngin væru fjögurra akreina vegur með hönnunarhraða t.d. 80 km/klst. (leyfilegur hraði 70 km/klst.) og gætu þau annað allt að 40 þús. bílum á sólarhring.Hér er áætlað að umferðin fyrstu árin verði 15-20 þúsund bílar á sólarhring.Ístak og undirritaður hafa gróft áætlað að botngöngin sjálf og rampar upp á yfirborð kosti um 12-15 milljarða króna (tæpur einn km leiðarinnar af samtals 2,4 km).Miðað við dæmið 16 þús. bílar/sólarhring og 150 kr. veggjald fyrir ferðina fást í tekjur tæpar 900 milljónir kr./ári sem standa undir ca. 14 milljarða króna fjárfestingaláni til 25 ára. Ef/þegar umferðin nær 25 þús. bílum/sólarhring ætti veggjaldið að lækka í 100 kr. ferðin. Hér eru veggjöldin að borga botngöng Sundabrautar og ekki aðra vegagerð á leiðinni.
Sundabraut, 1

Sundabraut, 1

Botngöng eða hábrúMeð þessari grein fylgja tvær teikningar af því hvernig lega 1. áfanga nýrrar Sundabrautar gæti verið. Samkvæmt nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur verður Sundabraut annaðhvort lögð um Kleppsvíkina með hárri brú eða botngöngum, þarna verður ekki lágbrú vegna siglinga að Vogabakka. Skoða þarf mjög vel hvort sé betra og ódýrara: að byggja hábrú eða botngöng, en undirritaður telur að botngöng séu ódýrari og betri hvað varðar umferðarskipulag og umhverfismál.Ef botngöng verða byggð, er mikilvægt vegna kostnaðar að byggja þau áður en Vogabakkinn verður byggður austan Kleppsspítala því núna er þar svæði laust sem athafnasvæði fyrir byggingu botngangaeininga sem væri svo fleytt á réttan stað í Kleppsvíkina. Líklega koma botngöng ekki til greina vegna kostnaðar og erfiðleika í framkvæmd eftir að stækkaður Vogabakki verður kominn í gagnið.
Grafarvogsbúar eiga völina og kvölinaHvort svona framkvæmd og veggjöld á leiðinni verði að veruleika byggist á því hvort Grafarvogsbúar séu sáttir við framkvæmdina og noti sér vegstyttinguna og tímasparnaðinn. Grafarvogsbúar sem sækja vinnu og önnur erindi til vesturs á svæði við Miklubraut og norðan og vestan hennar væru að stytta sína leið um 2-6 km og miðað við að aksturstengdur kostnaður bifreiðar sé 40 kr./km eru þeir að spara bæði peninga og tíma með því að fara nýja leið um Kleppsvík. Þess vegna legg ég til að Grafarvogsbúar svari eftirfarandi: Hvort viljið þið fá fljótlega 1. áfanga Sundabrautar þar sem þið greiðið 100-150 kr. í veggjald fyrir ferðina og sparið samsvarandi í aksturskostnaði eða viljið þið bíða í 10 til 20 ár eftir Sundabraut með tilheyrandi kostnaði og tímatöfum?Samantekið í stuttu máli má segja að þverun Kleppsvíkur eins og hér er lýst kosti ekki neitt, framkvæmdin væri kostuð með peningum sem núna fara í aksturstengdan kostnað Grafarvogsbúa.Sjá grein í Verktækni haustið 2012:http://www.vfi.is/utgafa/verktaekni/
>> Hvort svona framkvæmd og veggjöld á leiðinni verði að veruleika byggist á því hvort Grafarvogsbúar séu sáttir við framkvæmdina og noti sér vegstyttinguna og tímasparnaðinn.
Bjarni Gunnarsson
Email, RSS Follow

Er tekið mið af sýn ungmenna í kosningum?

26 maí 2014
Kristjan Sigurdsson
0
Aðsent efni, Barnastarf, Grafarvogur., Grunnskólar Grafarvogs

Kosningar - ungmenniReykjavíkurráð ungmenna heldur fund með frambjóðendum flokka til borgarstjórnarkosninga í Hinu húsinu í kvöld klukkan 19.30. Frambjóðendur fá tækifæri til að kynna sig og stefnumál sín fyrir ungu fólki og ungt fólk í Reykjavík fær tækifæri til að spyrja frambjóðendur spurninga. Fundurinn verður í upplýsingamiðstöð Hins hússins, Pósthússtræti 3-5 og hefst 19:30.

Markmið með starfsemi Reykjavíkurráðs ungmenna er m.a. að skapa vettvang og leiðir til þess að gera þeim sem eru yngri en 18 ára kleift að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila og að þjálfast í lýðræðislegum vinnubrögðum.

Í starfi sínu í vetur sem og síðastliðin ár hafa ungmennaráð fjallað um málefni ungs fólks og tekið þátt í ýmsum verkefnum sem fulltrúar ungs fólks í Reykjavík. Reykjavíkurráð ungmenna er jafnframt samráðsvettvangur allra ungmennaráða sem starfa í borginni.

Email, RSS Follow

Fjölnisstelpur taka á móti Grindavík í Egilshöll

26 maí 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Barnastarf, Félag eldriborgara í Grafarvogi, Fjölnir handbolti, Fjölnir knattspyrna, Grafarvogur., Grunnskólar Grafarvogs
Stelpurnar

Fjölnis stelpur

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna hafa spilað einn leik í Íslandsmótinu og var hann gegn BÍ/Bolungarvík og vannst góður sigur 3-0 en leikurinn var spilaður í Egilshöllinni föstudaginn s.l. Esther Rós Arnardóttir var ekki lengi að stimpla sig inn í Fjölnisliðið en hún skoraði tvö fyrstu mörkin og Katrín Elfa Arnardóttir skoraði svo þriðja markið. Næsti leikur hjá þeim er á mánudaginn 26. maí kl. 20.00 í Egilshöllinni gegn Grindavík.

Email, RSS Follow

Borgarbókasafn opnar útibú í Spönginni

19 maí 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Fjölnir fimleikar, Grafarvogur., Spöngin
Borgarbókasafnið mun opna nýtt útibú í þessu húsi í Spönginni í Grafarvogi og þjóna þannig hverfinu mun betur.

Borgarbókasafnið mun opna nýtt útibú í þessu húsi í Spönginni í Grafarvogi og þjóna þannig hverfinu mun betur.

Borgarbókasafnið mun flytja í stærra og mun hentugra húsnæði miðsvæðis í Grafarvogi ef samningar takast um leigu á húsnæði  fyrir safnið í Spönginni.

Borgarráð hefur heimilað skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ganga til samningaviðræðna um leigu á húsnæði í Spöng í Grafarvogi fyrir útibú Borgarbókasafnsins.  Útibú safnsins hefur verið í þröngu og óhentugu húsnæði í Grafarvogskirkju og hefur staðið til um nokkurn tíma að finna safninu hentugra húsnæði svo það geti þjónað þessu fjölmenna hverfi.

Hentugt húsnæði er laust til leigu við Spöngina 41 en það er í eigu fasteignafélagsins Reita og hýsti áður líkamsræktarstöð World Class, sem hefur flutt í Egilshöll. Húsnæðið er afar vel í sveit sett fyrir bókasafn, staðsett í verslunarmiðstöðinni í Spönginni miðsvæðis í hverfinu.  Aðgengi að húsinu er mjög gott, bæði fyrir unga sem aldna en hitalagnir eru í gangstéttum við húsið sem gerir aðgengi enn betra.

Nokkrir skólar eru í nágrenninu, t.a.m. Borgarholtsskóli en Spöngin er mitt á milli fjögurra grunnskólahverfa í Grafarvogi.  Heilsugæslustöð er í næsta húsi. Þá opnaði ný félagsmiðstöð á vegum Reykjavíkurborgar í húsinu númer 43 um síðustu helgi. Hefur félagsmiðstöðin hlotið nafnið Borgir.   Staðsetning fyrir bókasafn getur því ekki verið betri í þessu víðfeðma hverfi.

Nýtt húsnæði fyrir Borgarbókasafnið á þessum stað mun styðja við þá framtíðarsýn safnsins að vera miðstöð fjölmenningar, barnamenningar og alþýðumenningar í hverfum borgarinnar, auk þess að þjóna gestum og gangandi sem bókasafn, íverustaður og félagsmiðstöð.

Borgarbókasafnið rekur í dag útibú í kjallara Grafarvogskirkju sem þjónar öllum Grafarvogi.  Húsnæðið er um 702 fermetrar og var opnað 1996. Það húsnæði er að mörgu leyti óhentugt fyrir rekstur bókasafns. Stærsti ókosturinn er staðsetningin en Grafarvogskirkja er í útjaðri hverfisins og aðkoma að safninu er erfið.  Ný staðsetning safnsins mun gjörbreyta allri aðstöðu safnsins til hins betra fyrir íbúa Grafarvogs.

Email, RSS Follow

Fjölnir og Breiðablik skilja jöfn 2-2

18 maí 2014
Baldvin
0
Fjölnir fimleikar, Fjölnir knattspyrna
IMG_1619Mörk Fjölnis skoruðuð Guðmundur Karl Guðmundsson (55. mín.) og   Þórir Guðjónsson (73. mín.)
Fjölnir var skipað þessum leikmönnum;
Fjölnir: Þórður Ingason (M), Gunnar Már Guðmundsson, Bergsveinn Ólafsson, Ragnar Leósson, Þórir Guðjónsson, Aron Sigurðarson, Haukur Lárusson, Illugi Þór Gunnarsson, Matthew Ratajczak, Guðmundur Þór Júlíusson, Guðmundur Karl Guðmundsson.
Varamenn: Jökull Blængsson (M), Gunnar Valur Gunnarsson, Viðar Ari Jónsson, Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Marinó Þór Jakobsson, Einar Karl Ingvarsson, Christopher Tsonis.
Email, RSS Follow

Rimaskólakrökkum boðið á skákhátíð Í NUUK á Grænlandi

17 maí 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Barnastarf, Félag eldriborgara í Grafarvogi, Grunnskólar Grafarvogs, Skák

Grænland VIIHelgi skólastjóri og fjórir efnilegir skákkrakkar Rimaskóla taka um helgina þátt í umfangsmikilli og glæsilegri skákhátíð Í Nuuk á Grænlandi sem helguð er minningu Jonathans Mozfeldt skákáhugamanns og fyrsta landsstjóra Grænlands. Það er skákfélagið Hrókurinn sem stendur fyrir skákhátíðinni og fyrir félaginu fer Hrafn Jökulsson skákfrömuður sem bauð Rimaskólasveitinni sérstaklega í þessa ævintýraferð. Með skólastjóra í ferðinni eru skákmeistarar skólans þeir Oliver Aron Jóhannesson, Jóhann Arnar Finnsson, Kristófer Halldór Kjartansson og Róert Orri Árnason á aldrinum 12 – 16 ára. Eftir að hafa heimsótt grunnskólakrakka, teflt fjöltefli í verslunarmiðstöðinni Nuuk Center og sótt boð sendiherra Íslands hafa strákarnir heilað viðstadda með færni sinni og framkomu. Skákhátíðin endar með JM skákmótinu þar sem strákarnir eru allir skráðir til leiks ásamt fjölda íslenskra og grænlenskra skákmanna. Helgi skólastjóri mun á mánudag eiga fund með skólamönnum hér í Nuuk þar sem stofnað verður til frekara samstarfs í skáklistinni á milli skólanna á Íslandi og Grænlandi.

 

Grænland I Grænland II Grænland III Grænland VI

Email, RSS Follow

Félagsmiðstöð í Spöng tekin í notkun

17 maí 2014
Baldvin
0
Aðsent, Grafarvogsdagurinn, Grafarvogssókn, Kirkjusel Spönginni

IMG_1824Á laugardag verður Félagsmiðstöð í Spöng í Grafarvogi tekin formlega í notkun og mun hún bæta þjónustu við eldri borgara í hverfinu. Byggingarkostnaður við Félagsmiðstöðina var 30 milljónum króna undir kostnaðaráætlun.

Íbúar Eirborgar munu njóta þjónustu í nýju Félagsmiðstöðinni, en innangengt er um tengigang milli bygginganna. Korpúlfar, félag eldri borgara í Grafarvogi, verður með aðstöðu fyrir félags- og tómstundastarf sitt og Grafarvogssókn verður með kirkjusel í húsinu.

Matsalur með móttökueldhúsi er í Félagsmiðstöðinni, auk fjölnotasala sem hægt er að opna á milli og skapa stærra rými. Þá er gengt úr fjölnotasölum í skjólsælan suðurgarð hússins.  Í húsinu verður aðstaða fyrir fótsnyrtingu og hárgreiðslu og á efri hæð opna dagdeild fyrir heilab ilaða og skrifstofa félagslegrar heimaþjónustu Reykjavíkurborgar.

Undir kostnaðaráætlun

Framkvæmdakostnaður við hús og lóð er 695 milljónir króna, en kostnaðaráætlun eftir að endanleg hönnun lá fyrir hljóðaði upp á 726 milljónir króna (uppreiknað miðað við verðlag í desember 2013). Mannvirkið er því fullbúið 30 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Auk þess var veittur styrkur úr Framkvæmdasjóði aldraðra að upphæð 95 milljónir króna.  Byggingakostnaður er 453 þús. krónur á fermetra án búnaðar. Innri leiga reiknast á 2.900 krónur á fermetra.

Guðmundur Pálmi Kristinsson verkefnisstjóri bygginganefndar er að sönnu ánægður með þennan árangur og þakkar hann góðri kostnaðargát og hagnýtingu reiknilíkans um líftímakostnað, en Félagsmiðstöðin í Spöng var prófsteinn á innleiðingu þess. „Það er ekki hægt að spara nema vita hvar kostnaðurinn liggur,“ segir hann. „Það er mikilvægt að sýna fram á hvernig hægt er að lækka rekstrarkostnað með hagkvæmari og vandaðri byggingarefnum. Við verðum að þróa og mynda hagkvæmt jafnvægi milli stofn- og rekstrarkostnaðar.“

Reiknilíkan vegna líftímakostnaðar mannvirkja er á ensku kallað Life Cycle Cost – LCC.  Þar er horft í samhengi annars vegar á stofnkostnað og hins vegar árlegan umsýslu-, rekstrar- og viðhaldskostnað.  Þannig er fundinn út árskostnaður yfir líftíma mannvirkisins.  Byggt er á reynslu norðmanna, en Statsbygg í Noregi hefur frá árinu 1998 gert kröfu um að gerðir séu árskostnaðarreikningar fyrir allar opinberar byggingar í Noregi.

Mynd ILangur aðdragandi

Bygging hússins á sér langan aðdraganda og voru margvíslegar hugmyndir uppi á undirbúningstíma. Þegar línur höfðu skýrst um hverjir myndu verða innan veggja með þjónustu sína samþykkti borgarstjórn á fundi sínum í júní 2011 að skipa byggingarnefnd til að halda utan um útfærslur. Húsið er í anda þeirra ákvarðana og er 1.400 fermetrar að stærð.  Notendur hússins verða Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Hjúkrunarheimilið Eir, Grafarvogssókn og Korpúlfar.

Arkitektar er THG arkitekar hf., sérteikningar Efla hf , lóð Landark og daglegt eftirlir VSÓ Ráðgjöf og aðalverktakar Steinmótun hf. og Sveinbjörn Sigurðsson hf.

Opið hús á laugardag

Á laugardag kl. 13 – 15 er opið hús í nýju Félagsmiðstöðinni í Spöng og geta gestir þá skoðað húsið. Korpúlfar, samtök eldri borgara í  Grafarvogi, taka vel á móti fólki í nýju húsakynnum sínum í Félagsmiðstöðinni. Þá mun stýrihópur um framtíðarsýn Gufuness kallar eftir hugmyndum og ábendingum íbúa um uppbyggingu svæðisins. Nánar má sjá um dagskrá í fréttinni Grafarvogsdagurinn er á laugardaginn

 

Mynd V Mynd I Mynd II Mynd III Mynd IV

 

 

 

IMG_1839 IMG_1825 IMG_1813 IMG_1815 IMG_1814 IMG_1833 IMG_1818 IMG_1820 IMG_1828 IMG_1878 IMG_1890 IMG_1899 IMG_1898 IMG_1902 IMG_1900 IMG_1908 IMG_1918 IMG_1906 IMG_1919 IMG_1927

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nánari upplýsingar um Félagsmiðstöðina í Spöng:

  • Kynnisblað – samantekt við verklok
  • Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá: Félagsmiðstöð í Spöng  [   ]

 

 

 

 

Email, RSS Follow

Íbúarnir byrjaðir að skreyta

17 maí 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Grafarvogsdagurinn, Hverfislitir

photoMargir íbúar Grafarvogs eru byrjaðir að skreyta, þessi sást í Foldahverfinu

Email, RSS Follow
« First‹ Previous158159160161162163164Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is