Góð þáttaka var í Fjölnishlaupinu sem haldið var í 26.sinn nú í morgun, mótshaldarar segja 143 hlauparar sem tóku þátt.
Nýtt brautarmet var slegið og var það hinn tvítugi Ingvar Hjartarson sem sló metið, en hann varð fyrstur í mark á 32 mínútum sléttum í 10 km hlaupinu sem hófst klukkan 11.
Í öðru sæti var Björn Margeirsson sem komst í mark á 34 mínútum og 31 sekúndu.
Agnes Kristjánsdóttir var fyrst kvenna í mark en hennar tími var 40 mínútur og 35 sekúndur. Næst á eftir henni kom Fríða Rún Þórðardóttir sem komst í mark á 41 mínútu og 14 sekúndum.