Meiri þjónusta, lægri gjöld vegna sorphirðu
Engar tilkynningar hafa borist um yfirfullar tunnur eða um önnur vandkvæði. „Reykvíkingar eru mjög ánægðir með þjónustu sorphirðu Reykjavíkur og sú þjónusta verður jafngóð og ódýr og áður,“ segir Eygerður. „Það er aftur á móti óhagkvæmt að losa hálftómar gráar tunnur eftir að íbúar tóku að flokka plastið frá og því var ákveðið að breyta hirðutíðninni.“