Val á íþróttafólki Fjölnis 2018

Í dag fimmtudaginn 27 desember 2018, fór fram val á íþróttafólki Fjölnis 2018 í fimleikasalnum okkar í Egilshöll. Að loknu vali var boðið uppá léttar veitingar í félagsrýminu okkar í Egilshöll.

Þetta er í 29 skipti sem valið fór fram á íþróttakonu og íþróttakarli ársins. Við hvetjum allt Fjölnisfólk, iðkendur, þjálfara, foreldra og Grafarvogsbúa almennt að fjölmenna og heiðra íþróttafólkið okkar. Þetta er orðin árviss hefð og gaman að sjá hversu margir mættu og heiðruðu íþróttafólkið okkar.

 

Íþróttakona Fjölnis 2018 er – Hera Björk Brynjarsdóttir, tennisdeild

Íþróttakarl Fjölnis 2018 er – Kristinn Þórarinsson, sunddeild, fimleikadeild

Fjölnismaður ársins.

Eins og segir í reglugerð, þá er Fjölnismaður ársins kjörinn ár hvert af aðalstjórn félagsins.
Fjölnismaður ársins er valin með hliðsjón af framúrskarandi framlagi til félagsins í formi sjálfboðavinnu, hvatningu, unnið óeigingjarnt starf og eða annað sem tekið hefur verið eftir.
Deildir félagsins geta komið með ábendingar um einstaklinga, sem gætu komið til greina. Eins og alltaf þá komu margir til greina, enda eru handtök sem þarf að vinna nær endalaus og félagið byggir á því að eiga góða að sem leggja sitt á vogarskálar.

Fjölnir er ungt félag, sem hefur vaxið mjög hratt á undanförnum árum. Það hefur verið mjög gefandi að sjá mikið af ungu fólki koma inn í starfið – ungt fólk sem verið hefur Fjölnisfólk allt sitt líf og hafa alltaf verið í félaginu. Fram til þessa hafa flestir sem starfa hjá félaginu verið fyrrverandi eitthvað. Unga fólkið sem tekur við hefur aldrei efast um félagið. Aðalstjórn ákvað, að Fjölnismenn ársins væru þeir sem standa á bak við Getraunakaffi Fjölnis, en það eru þeir Geir og Kolbein Kristinssynir, Hjörleif Þórðarson og Marinó Þór Jakobsson.

Þessir ungu menn eru fulltrúar alls þessa unga fólks, sem okkur langar til að heiðra og þakka fyrir þeirra framlag. Þeir tóku að sér að sjá um Getraunakaffi Fjölnis og hafa á stuttum tíma gert það að einu stærsta getraunakaffi hér á landi. Á laugardagsmorgnum kemur saman stór hópur fólks úr öllum deildum hér í Egilshöll og spjallar og fær sér kaffi um leið og það styrkir félagið með þátttöku í Getraunum. Það eru allir velkomnir og þetta er orðið fastur þáttur í helgum hjá mörgum Fjölnismönnum. Þessir drengir eru vel að þessu komnir – til hamingju – og takk fyrir það sem þið hafið þegar gert – en það er eins og alltaf nóg að gera framundan.

Íþróttakarl fimleikadeildar árið 2018 er – Sigurður Ari Stefánsson

Íþróttakona fimleikadeildar árið 2018 er – Ásta Kristinsdóttir.

Frjálsíþróttadeild

Íþróttakona frjálsíþróttadeildar árið 2018 er – Vilhelmína Þór Óskarsdóttir

Íþróttakarl frjálsíþróttadeildar árið 2018 er – Hugi Harðarson

Handknattleiksdeild

Íþróttakona handknattleiksdeildar fyrir árið 2018 er – Elísa Ósk Viðarsdóttir.
Íþróttakarl handknattleiksdeildar fyrir árið 2018 er – Brynjar Loftsson.

Íshokkídeild

Íþróttakarl Íshokkídeildar fyrir árið 2018 er – Kristján Albert Kristjánsson

Íþróttakona Íshokkídeildar fyrir árið 2018 er – Karen Ósk Þórisdóttir

Listskautadeild

Íþróttakona listskautadeildar fyrir árið 2018 er – Sólbrún Erna Víkingsdóttir

Karatedeild

Íþróttakarl karatedeildar fyrir árið 2018 er – Baldur Sverrisson

Íþróttakona karatedeildar fyrir árið 2018 er – Eydís Magnea Friðriksdóttir

Knattspyrnudeild
Íþróttakarl knattspyrnudeildar fyrir árið 2018 er – Torfi Tímóteus Gunnarsson.

Íþróttakona knattspyrnudeildar fyrir árið 2018 er – Margrét Ingþórsdóttir
Körfuboltadeild

Íþróttakarl körfuknattleiksdeildar fyrir árið 2018 er – Róbert Sigurðsson

Íþróttakona körfuknattleiksdeildar fyrir árið 2018 er – Margrét Ósk Einarsdóttir

Skákdeild

Íþróttakarl Skákdeildar fyrir árið 2018 er – Dagur Ragnarsson

Íþróttakona Skákdeildar fyrir árið 2018 er – Nansý Davíðsdóttir

Sunddeild

Íþróttakarl sunddeildar fyrir árið 2018 er – Kristinn Þórarinsson

Íþróttakona sundadeildar fyrir árið 2018 er – Eygló Ósk Gústafsdóttir

Tennisdeild

Íþróttakona tennisdeildar fyrir árið 2018 er – Hera Björk Brynjarsdóttir

Hérna eru myndir frá viðurkenningunni……..

#FélagiðOkkar

 

 

 

 

 

 

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.