Stjórnendur eru farnir að undirbúa skóla- og frístundastarfið sem hefst 24. ágúst og er gert ráð fyrir því að það verði með hefðbundnum hætti. Óvenjumargir nýir skólastjórnendur eru að hefja störf þetta haustið.

Grunnskólum borgarinnar fjölgar þetta haustið úr 36 í 38 þar sem þrír nýir skólar taka til starfa í norðanverðum Grafarvogi í stað tveggja áður. Áður voru þar Vættaskóli og Kelduskóli en verða frá og með hausti Borgaskóli og Engjaskóliog Víkurskóli sem er nýsköpunarskóli á unglingastigi. Þá mun Háaleitisskóli sem rekinn var á tveimur starfsstöðvum skiptast í tvo skóla að nýju, Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla.
Nýir skólastjórnendur
Óvenjumargir nýir skólastjórnendur eru að hefja störf þetta haustið eða átta.
- Arnheiður Helgadóttir er nýr skólastjóri Klettaskóla en hún starfaði áður sem verkefnastjóri sérkennslu á skóla- og frístundasviði borgarinnar.
- Árný Inga Pálsdóttir er nýr skólastjóri Borgaskóla en hún var áður skólastjóri Kelduskóla.
- Álfheiður Einarsdóttir er nýr skólastjóri í Engjaskóla en hún var áður aðstoðarskólastjóri í Vættaskóla.
- Berglind Stefánsdóttirer nýrskólastjóri í Hlíðaskóla en hún starfaði síðast sem skólastjóri Ål folkhögskole í Noregi.
- Dagný Kristinsdóttir verður skólastjóri í Hvassaleitisskóla en hún starfaði síðast sem framkvæmdastjóri kennslu og þjónustu við Háskólann á Bifröst.
- Helgi Gíslason er nýr skólastjóri í Fellaskóla en hann hefur verið aðstoðarskólastjóri þar síðastliðin ár.
- Rósa Harðardóttir tekur við stjórnartaumum í Selásskóla en hún starfaði áður sem verkefnastjóri við skólann.
- Þuríður Óttarsdóttir er nýr skólastjóri í Víkurskóla en hún stýrði áður Vættaskóla.
Meira hérna https://reykjavik.is/frettir/undirbuningur-fyrir-skolastarfid-kominn-fullt
