Stjórn foreldrafélags Kelduskóla og foreldrar barna í skólanum mótmæla fyrirhugaðri lokun á skólanum og breytingu á skólastarfi í hverfinu

Niðurstöður fundar foreldrafélags Kelduskóla með foreldrum barna i skólanum sem haldinn var 16. September í Kelduskóla Vík

Þær áætlanir sem Reykjavíkurborg leggur til um breytingu skólahalds í norðanverðum Grafarvogi hafa í för með sér gríðarlegt umferðaróöryggi og slysahættu fyrir börnin. Með þessum breytingum þá þarf stór fjöldi barna að ganga langar vegalengdir til skóla í og við umferðaþungar götur. Þess má að geta að við sameiningu Víkurskóla og Korpuskóla árið 2012 þá lofaði Reykjavíkurborg að umferðaöryggi barnanna í hverfinu yrði bætt, en frá þeim tíma til dagsins í dag hafa engar aðgerðir til að bæta umferðaöryggi þeirra verið framkvæmdar.

Það er álit foreldra barna í skólanum að viðkomandi áætlanir Skóla og Frístundaráðs Reykjavíkurborgar séu ekki til þess fallnar að bæta skólastarfið í hverfinu og vinni þvert gegn hagsmunum barna. Rekstur skóla er lögbundin grunnþjónusta og öll börn eiga rétt á að ganga í skóla í sínu nærumhverfi. Foreldrar telja þær tillögur og ástæður sem Skóla og Frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt fram vegna fyrirhugaðra breytinga órökstuddar og muni eingöngu koma niður á börnunum í skólanum.

Foreldar barna í skólanum vilja koma á framfæri til Skóla og Frístundaráðs Reykjavíkurborgar að allar áætlanir, umtal og rask hefur streituvaldanndi áhrif á börnin. Mörg börn kvíða fyrirhugðum breytingum og sum hver óttast það að vera tvístrað í sundur frá systkinum og vinum.

Þar af leiðandi óskar stjórn foreldrafélagsins og foreldrar barna í skólanum eindregið eftir því að Skóla- og frístundaráð láti tafarlaust af öllum áætlunum um lokanir og breytingar á skólum og skólastarfi í hverfinu.

Þess ber að geta að Kelduskóli var nú í vor verðlaunaður af Skóla og Frístundasviði Reykjavíkurborg fyrir framúrskarandi starf og var tilnefndur sem einn af þremur þekkingarskólum í Reykjavíkurborg.

Eftirfarandi yfirlýsing var samþykkt á fjölmennum foreldrafundi Kelduskóla mánudaginn 16.9.2019 

Fyrir hönd foreldrafélagsins

Sævar Reykjalín Formaður foreldrafélags Kelduskóla. 

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.