Grafarvogur er eitt af þeim hverfum sem verða með forritunar- og tæknikennslu í boði eftir skóla nú á vorönn 2015 og er þetta í fyrsta skipti sem slík forritunarkennsla er færð inn í hverfið.
Kennslan fer fram í Rimaskóla á mánudögum frá kl. 16 – 17.15 fyrir aldurinn 7-10 og frá kl. 17.30 – 18.45 fyrir eldri hópinn eða 11-16 ára. Fyrsti kennsludagurinn er miðvikudagurinn 9. febrúar.
Hér er um að ræða 10 vikna námskeið og er hægt að nýta frístundastyrki sveitarfélaganna sem greiðslu fyrir námskeiðin.
Báðir hópar læra undirstöðuatriði forritunar í gegnum þrívíða forritunarumhverfið Alice. Notast verður við hugarkort og söguborð við hönnun tölvuleikja. Alice er sjónrænt ,,drag and drop” umhverfi sem kemur í veg fyrir villuskilaboð við keyrslu. Þátttakendur geta því einbeita sér að því sem skiptir máli á þessu stigi, að ná hugsuninni á bak við forritun.
Góð kveðja
Árdís, framkvæmdastjóri Skema