Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness stóð í 9. sinn fyrir Miðgarðsmótinu sem er skákmót grunnskólasveita í hverfinu. Mótið fór fram í íþróttahúsi Rimaskóla og mættu 10 skáksveitir til leiks. Landsbankinn, útibúið Vínlandsleið, gaf 150.000 krónur til verðlauna á mótinu. Skólarnir fá verðlaunin til kaupa á skákbúnaði. A sveit Rimaskóla sigraði á mótinu með 31,5 vinning af 36 mögulegum. Skólinn hefur unnið Miðgarðsmótið frá upphafi. A sveit Kelduskóla varð í 2. sæti með 28 vinninga og B sveit Rimaskóla 3. sætið með 23. vinninga. Rimaskólakrakkarnir 24 sem kepptu fyrir hönd skólans á Miðgarðsmótinu reyndust skrefinu á undan öðrum skólum í heildina og unnu A,B,C og D sveitirnar alls 62.500 kr til kaupa á skákbúnaði. (HÁ)
Lokastaðan á Miðgarðsmótinu 2014:
1. Rimaskóli a-sveit
2. Kelduskóli a-sveit
3. Rimaskóli b-sveit
4. Rimaskóli d-sveit
5. Foldaskóli a-sveit
6. Rimaskóli c-sveit
7. Foldaskóli b-sveit
8. Kelduskóli b-sveit
9. Húsaskóli b-sveit
10. Húsaskóli a-sveit