„Þann 27. október sl. tóku 4 krakkar frá karatedeild Fjölnis og ein stúlka frá karatedeild Aftureldingar þátt í Kobe Osaka karatemóti í Skotlandi. Á mótinu var fjöldi krakka frá Skotlandi og Englandi. Íslensku keppendurnir stóðu sig með miklum sóma. Þeir Guðjón Már Atlason, Óttar Finnsson og Viktor Steinn Sighvatsson hrepptu gullið í hópkata í sínum aldursflokki en að auki náði Viktor Steinn öðru sæti í kata einstaklinga, kumite og gladiator. Glæsilegur árangur það. Sigríður Þórdís Pétursdóttir tryggði sér þriðja sætið í sínum aldursflokki sem er mjög góður árangur.
Stjórn karatedeildar Fjölnis og þjálfarar eru að sjálfsögðu stolt af þessum flottu fulltrúum sínum og óska þeim innilega til hamingju með góðan árangur.“