Mótið er fyrir nemendur á barnaskólaaldri, 1.-7. bekk. Fjórir skákmenn eru í hverri sveit, hægt er að vera með allt að þrjá varamenn í hverri sveit.
Teflt var í Rimaskóla, Grafarvogi.
Tefldar vou níu umferðir, fimm á laugardegi og fjórar á sunnudegi.
Umhugsunartími var 15 mínútur á mann.
Taflmennska hófst 13:00 á laugardag og 11:00 á sunnudag.
Veitt voru verðlaun fyrir efstu b-e sveitir ásamt verðlaunum fyrir efstu sveitina sem er einungis skipuð nemendum í 1.-4. bekk.
Veitt voru borðaverðlaun fyrir bestan árangur á borði 1-4.
Sá skóli sem verður Íslandsmeistari tryggir sér þátttökurétt á Norðurlandamóti barnaskólasveita sem fer fram í haust.
Skákmót_myndir