Innkoma af leik Fjölnis og Þróttar fer óskert til söfnunar Sigga Hallvarðs fyrir Ljósið

Stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis hefur ákveðið að öll innkoma af heimaleik Fjölnis gegn Þrótti í 1. deild karla fimmtudaginn 29. ágúst renni óskert til söfnunar Sigurðar Hallvarðssonar fyrir Ljósið, sem er stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinssjúklinga og aðstaðendur þeirra. Siggi er meðal leikja- og markahæstu manna í sögu Þróttar og sonur hans Aron Sigurðarson er lykilmaður hjá Fjölni.
Siggi verður sérstakur heiðursgestur og mun leiða liðin inn á völlinn ásamt leikmönnum úr 6. flokki Fjölnis og Þróttar.
Stjórnir knattspyrnudeilda Fjölnis og Þróttar hafa sameinað krafta sína í þessu verkefni og hvetja alla stuðningsmenn liðanna til að mæta á völlinn á fimmtudaginn.
Daginn eftir leikinn, föstudaginn 30. ágúst, mun Siggi hefja áheitagöngu fyrir Ljósið. Hann leggur upp frá Hveragerði og ætlar að ganga sem leið liggur að húsnæði Ljóssins við Langholtsveg.
Siggi á það inni hjá stuðningsmönnum beggja liða að þeir mæti á völlinn og gefi honum þannig gott start í þessu frábæra átaki hans fyrir Ljósið.

 

Tilkynning frá Fjölni

Fimmtudagur kl. 18:00 – Fjölnisvöllur
Nú verða allir að mæta á völlinn.

Næsti heimaleikur hjá strákunum í meistaraflokki er á fimmtudaginn kl. 18:00 þegar Þróttur R mætir í heimsókn. Strákarnir gerður góða ferð á Húsavík og unnu Völsung 3 – 1 og tóku þrjú stig og erum í bullandi baráttu.

Stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis hefur ákveðið að samþykkja tillögu Hauks Lárussonar miðvarðar að öll innkoma af heimaleik Fjölnis gegn Þrótti í 1. deild karla fimmtudaginn 29. ágúst renni óskert til söfnunar Sigurðar Hallvarðssonar fyrir Ljósið, sem er stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinssjúklinga og aðstaðendur þeirra. Siggi er meðal leikja- og markahæstu manna í sögu Þróttar og sonur hans Aron Sigurðarson er lykilmaður hjá Fjölni.

Siggi verður sérstakur heiðursgestur og mun leiða liðin inn á völlinn ásamt leikmönnum úr 6. flokki Fjölnis og Þróttar.

Stjórnir knattspyrnudeilda Fjölnis og Þróttar hafa sameinað krafta sína í þessu verkefni og hvetja alla stuðningsmenn liðanna til að mæta á völlinn á fimmtudaginn.

Daginn eftir leikinn, föstudaginn 30. ágúst, mun Siggi hefja áheitagöngu fyrir Ljósið. Hann leggur upp frá Hveragerði og ætlar að ganga sem leið liggur að húsnæði Ljóssins við Langholtsveg.

Siggi á það inni hjá stuðningsmönnum beggja liða að þeir mæti á völlinn og gefi honum þannig gott start í þessu frábæra átaki hans fyrir Ljósið.

Nú verða allir að koma, frábært veður, glæsilegur völlur og hörkuleikur !

Fyrir þá sem eru í stuðningsmannaklúbbnum verður heitt á könnunni fyrir leik og Gústi þjálfari kemur upp í hátíðarsal ca 30 mín fyrir leik og fer yfir byrjunarliðið og leikplan dagsins.  
Ekki gleyma að mæta í búning.

ÁFRAM FJÖLNIR

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.