Það er margt hægt að taka sér fyrir hendur í kringum Gufunesbæinn. Þar er að finna göngu- og hjólastíga, grasflatir, rjóður og kolagrill sem hægt er að nota að vild. Fyrir framan Gufunesbæinn eru þrír strandblaksvellir, átján holu folfvöllur (frísbígolf) sem skemmtilegt er að prófa og brettapallar fyrir brettaáhugafólk. Á sumrin eru sett upp mörk á túni við bæinn þar sem öllum er frjálst að koma og spila fótbolta.
- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR