Fjölnir og Grótta léku í 1. deildinni í kvöld og þetta var baráttuleikur milli tveggja sterkra liða sem munu án efa bæði berjast í efstu sætunum í vetur. Fjölnis mennn hafa komið á óvart að mati sumra í vetur og voru yfir í kvöld í hálfleik 15-13. Grótta hafði þó betur í seinni hálfleiknum og sigraði að lokum með 5 mörkum, 28-33. Munaði þar sjálfsagt um markahrókinn Viggó Kristjánsson sem var með 14 mörk í kvöld og hefur þar með gert alls 117 mörk í vetur.
Fjölnir er því en fast í 3 sæti deildarinnar með 15 stig, en Grótta trómnir á toppnum með 25 stig og hefur 5 stiga forskot á Víkinga.
Mörk Fjölnis: Kristján Örn Kristjánsson 9, Björgvin Páll Rúnarsson 5, Bjarki Lárusson 4, Bergur Snorrason 4, Brynjar Loftsson 3, Breki Dagsson 2, Bjarni Ólafsson 1.
Mörk Gróttu: Viggó Kristjánsson 14, Þórir Jökull Finnbogason 6, Aron Dagur Pálsson 3, Aron Heiðar Guðmundsson 3, Þráinn Orro Jónasson 3, Hjalti Már Hjaltason 2, Kristján Karlson 1 og Þorgeir Bjarki Davíðsson 1.
Myndir: Þorgils G.