Góðan daginn,
Fjölnir, Strætó og Korpúlfar (félag eldriborgara í Grafarvogi) ætla að vinna saman að tilraunarverkefni í vetur. Iðkendum félagsins í 1. og 2. bekk býðst fylgd frá frístundarheimilum hverfisins og aftur til baka með Strætó á æfingar í Egilshöll sem eru frá 14:30 – 15:30 mánudaga til fimmtudaga. Iðkendur á þessum aldri sem byrja æfingar klukkan 15:00 eru hvattir til að nýta sér fylgdina á sínar æfingar. Við hvetjum foreldra barna í 3. bekk og eldri til að kenna börnum sínum á Strætó. Því miður gátum við ekki byrjað með fylgdina strax í byrjun annar, en við miðum við að að verkernið verði komið á fullt skrið um miðjan september.
Í næstu viku verður borinn út póstur í allt hverfið þar sem samstarfið verður kynnt betur og boðað verður á kynningarfund í Egilshöll þar sem farið verður ýtarlega yfir samstarfið og seld verða barna- og ungmennakort í Strætó, kortin verða prentuð með mynd á staðnum.
Hægt er að senda tövupóst á skrifstofa@fjolnir.is ef foreldrar óska eftir frekari upplýsingum.
Áfram Fjölnir, kveðja starfsfólk skrifstofu Fjölnis.