Rúmlega 120 grunnskólanemendur fylltu Skákhöllina Faxafeni 12 þegar þar fór fram Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák 2014. Alls mættu 28 skáksveitir til leiks og þar af 6 úr skólum Grafarvogs, skipuð krökkum sem æfa með skákdeild Fjölnis. Á myndinni eru þeir 16 nemendur Rimaskóla að fagna frábærri frammistöðu en þeir skipuðu fjórar skáksveitir skólans á mótinu. Sveitir Rimaskóla unnu allt sem hægt var að vinna. A sveit Rimaskóla vann mótið nokkuð örugglega og Rimaskólastúlkur höfðu einnig sigur eftir hörkubaráttu við Melaskólastúlkur. B og C sveitir Rimaskóla voru einnig í efstu sætum B og C liða. Sveit Kelduskóla varð í 5. sæti og kornungar Foldaskólastúlkur stóðu sig vel. Þessi frammistaða Grafarvogskrakka er ánægjuleg og til vitnis um öflugt starf Skákdeildar Fjölnis alla laugardaga kl. 11:00 – 12:30. Undantekningarlaust er þar frábær mæting áhugasamra skákkrakka, flestra úr Rima-og Kelduskóla. Krakkarnir taka skáktímann á laugardögum næstum fram yfir allt annað sem í boði er um helgar. Áhuginn er ósvikinn, skákin skemmtileg og árangurinn sýnilegur. Hinar velheppnuðu skákbúðir Fjölnis að Úlfljótsvatni helgina fyrir mótið höfðu ábyggilega líka sitt að segja um þennan góða árangur á einu fjölmennasta skákmóti landsins.
Úrslit í Reykjavíkurmóti grunnskólasveita í skák 10. feb. 2014
Úrslit mótsins:
1 Rimaskóli A,25,0
2.-3.Ölduselsskóli A,21,5
Hagaskóli,21,5
4 Árbæjarskóli A,18,5
5.-7.Kelduskóli,16,5
Fossvogsskóli A,16,5
Rimaskóli B,16,5
8 Ölduselsskóli B,15,5
9.-10. Ingunnarskóli A,15,0
Sæmundarskóli A,15,0
11.-12. Rimaskóli C,14,5
Rimaskóli S,14,5
13 Sæmundarskóli B,14,0
14-17 Ingunnarskóli B,13,5
Melaskóli S,13,5
Hlíðaskóli,13,5
Háteigsskóli,13,5
18-20 Sæmundarskóli C,13,0
Ingunnarskóli S1,13,0
Breiðholtsskóli S,13,0
21 Laugalækjarskóli,12,5
22 Fossvogsskóli B,12,0
23 Árbæjarskóli B,11,5
24 Ingunnarskóli C,10,5
25 Breiðagerðisskóli,9,5
26 Foldaskóli S,7,0
27 Árbæjarskóli C,6,5
28 Ingunnarskóli S2,5,0