Föstudaginn 30 desember 2016, daginn fyrir gamlársdag fer fram val á íþróttamanni Fjölnis 2016 í Sportbitanum í Egilshöll og hefst hófið kl. 18:00. Þetta er í 28 skipti sem valið fer fram og hvetjum við alla Fjölnismenn, iðkendur, þjálfara, foreldra og Grafarvogsbúa almennt að fjölmenna og heiðra íþróttafólkið okkar. Þetta er orðin árviss hefð og gaman að sjá hversu margir mæta á ári hverju og heiðra íþróttafólkið okkar og fara yfir árið.
Dagskrá
Kynntur er afreksmaður hverrar deildar og þeir heiðraðir sérstaklega
Fjölnismaður ársins valinn
Íþróttamaður Fjölnis valinn
Í fyrra var Kristján Örn Kristjánsson valin íþróttamaður Fjölnis en hann kemur úr handboltadeildinni og Fjölnismaður ársins 2015 var valinn Hermann Kristinn Hreinsson knattspyrnuþjálfari og starfsmaður félagsins.
Hvetjum alla til að koma og heiðra afreksfólkið okkar , Áfram Fjölnir