Fjölnir í úrslitin gegn Hetti

Fjölnir mætir Hetti í úrslitum umspilsins um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta. Fjölnir vann Breiðablik í kvöld í oddaleik í undanúrslitum umspilsins í jöfnum og afar spennandi leik sem lauk með fimm stiga sigri Fjölnis, 82:77. Vinna þurfti tvo leiki í undanúrslitunum til að komast í úrslitin og vann Fjölnir einvígið 2:1.

Fjölnir mætir því Hetti í úrslitum, en Höttur sló Þór Akureyri út í hinni undanúrslitaviðureigninni, 2:0.

Daron Lee Sims var stigahæstur Fjölnis í kvöld með 29 stig og tók að auki 14 fráköst, en hjá Blikum skoraði Oddur Rúnar Kristjánsson 17 stig. Tölfræði leiksins má nálgast hér fyrir neðan.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.