ÍH menn tóku á móti Fjölni úr Grafarvoginum í kvöld og margir kannski litu spurnaraugum á ÍH liðið eftir 22 marka tap í síðasta leik. En ÍH menn rifu sig upp og þeir áttu ágætis leik á móti Ungviðinu úr Grafarvoginum sem spiluðu meðal annars án gamla refsins Sveins Þorgeirssonar sem var í banni..
Fjölnis menn voru ávallt skrefinu á undan í þessum leik og eftir rétt um 20 mínútna leik voru þeir komnir með 4 marka forystu 5-9 sem var nokkuð verðskulduð. Þeir voru svo ennþá 4 mörkum yfir í hálfleik 9-13.
Mikið af dauðafærum sem Fjölnir var ekki að nýta. Forystan var þó aldrei í neinni hættu hjá gestunum sem voru komnir með 7 marka forystu þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Hornamaðurinn Bjarki Lárusson fór á kostum og gerði 9 mörk í 5 marka sigri Fjölnir 23-28.
Viðtöl og frekari tölfræði koma á vefinn í kvöld.
Markahæstir ÍH: Guðni Siemsen 5.
Markahæstir Fjölnir: Bjarki Lárusson 9.