FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
Staðsetning: Spöngin 43
Lýsing framkvæmdar: Nýbygging fyrir kirkju, félagsstarf Korpúlfa og dagdeild eldri borgara.
Tímaáætlun: Verklok eru áætluð í apríl 2014.
Verkframvinda:
Vinna hófst í nóvember 2011 við frumhönnun og áætlanagerð, auk samningsgerðar við hönnuði. Þessum þáttum lauk í byrjun árs 2012.
Aðaluppdrættir voru lagðir fyrir bygginganefnd 23. mars 2012. Frá apríl var unnið við verkhönnun og með stefnu á útboð um mánaðarmótin júní/júlí 2012. Aðstaða og jarðvinna voru boðin út í júní og tilboð opnuð 20. júní. Samið var við verktaka, Steinmótun ehf. og lauk hann verkinu í september 2012 og hefur lokaúttekt farið fram.
Uppsteypa og fullnaðarfrágangur var boðinn út í ágúst 2012 og tilboð voru opnuð þann 21. september. Undirritaður var verksamningur við Sveinbjörn Sigurðsson hf.. Í apríl 2013 ver unnið að uppsteypu loftplatna yfir fyrstu hæð og hafin vinna við tengigang milli Eirhamra og félagsmiðstöðvar.
Byggingarnefnd var skipuð í júní/júlí 2012 eftirtöldum aðilum:
Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, formaður
Ingibjörg Sigurþórsdóttir, f. h. Velferðasviðs,
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, f. h. Eirar,
Björn Erlingsson, f. h. Grafarholtskirkju og
Hilmar Guðlaugsson, f. h. Korpúlfa.
Guðmundur Pálmi Kristinsson hjá Umhverfis- og skipulagssviði er verkefnisstjóri.
Verkkaupi: Reykjavíkurborg
Hönnuðir: THG arkitektar, verkfræðistofan Efla (allar sérteikningar) og Landark (lóðarhönnun)
Verktaki jarðvinna: Steinmótun ehf.
Verktaki uppsteypa og fullnaðarfrágangur: Sveinbjörn Sigurðsson hf.
Helstu stærðir: Um er að ræða 1.402 fermetra byggingu.
Fjárveiting: Heildarkostnaður verkefnis: Kostnaðaráætlun 2 gerir ráð fyrir 700 mkr. / Fjárveiting 2012: 350 mkr. og 2014: 250 mkr.
Verkefnastjóri undirbúnings, hönnunar og framkvæmdar: Guðmundur Pálmi Kristinsson