Þá er lokið forkeppni Evrópumóts landsmeistara í karlaflokki. Úrslit eru svo leikin á morgun en þá eru leikin 8 manna úrslit, undan úrslit og úrslit í karla- og kvennaflokki.
Eftir forkeppnina er Mads Sandbækken frá Noregi í fyrsta sæti með 5283 stig sem gera 220,1 í meðaltal. Í öðru sæti er Paul Stott frá Írlandi með 5354 stig en Paul hefur leitt nær allt mótið en missti efsta sætið í síðasta leik.
Magnúsi Magnússyni gekk ágætlega í dag, spilaði 1633 sem gera 204 í meðaltal og endaði með 4818 stig, 200,8 í meðaltal. Þetta skilaði honum 15. sæti sem er aðeins fyrir neðan það sem stefnt var að. Magnús er hins vegar ánægður með mótið og segir það góðan undirbúning fyrir Heimsmeistaramótið í Abu Dhabi sem fram fer í desember.
Lista yfir lokastöðu eftir forkeppni má sjá hér: Úrslit
—
Kveðja
Ásgrímur H. Einarsson