Dagur orðsins verður í Grafarvogskirkju næstkomandi sunnudag, 19. nóvember, kl. 10:00 – 13:00

Dagur orðsins verður í Grafarvogskirkju næstkomandi sunnudag, 19. nóvember, kl. 10:00 – 13:00. Dagskráin verður tileinkuð skáldinu Sigurbjörgu Þrastardóttur. Á milli kl. 10:00 – 11:00 verður erindi og tónlistaratriði. Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur flytur erindi um skáldskap Sigurbjargar Þrastardóttur. Sigurbjörg Þrastardóttir og Björn Hlynur Haraldsson lesa úr verkum Sigurbjargar.
Hákon Leifsson organisti og Hildigunnur Einarsdóttir messósópran flytja sálma og ljóð eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur.

Guðsþjónusta kl. 11:00. Séra Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Kór Grafarvogskirkju syngur ásamt Hildigunni Einarsdóttur messósópran. Organisti og kórstjóri er Hákon Leifsson.

Að lokinni dagskrá verður boðið upp á léttar veitingar.

Á sama tíma verður sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar. Selmessa verður í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00.

Verið velkomin!

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.