Dagur Orðsins í Grafarvogskirkju og gospelmessa í kirkjuselinu

Passíusálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar minnst á 400 ára árstíð hans.

Undanfarin ár hefur „ Dagur Orðsins“ verið haldinn hátíðlega í Grafarvogskirkju. Fyrsta dagskráin var tileinkuð séra Sigurbirni Einarssyni biskup. Síðan hefur verið fjallað um séra Auði Eir fyrsta kvenprestinn, séra Friðrik Friðriksson æskulýðsleiðtoga, séra Bjarna Þorsteinson tónskáld og heiðursborgara Siglufjarðar, séra Matthíasi Jochumsyni þjóðskáldinu, Matthías Jóhannessen ritstjóra og skáld, Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur skálds , séra Jón Steingrímsson „eldprestinn“ og nú í ár Hallgrím Pétursson á 400 ára árstíð hans.

Dagur Orðsins Í Grafarvogskirkju 16. nóvember 2014 kl. 10.00 – 13.00

„Passíusálmaskáldið“
Dagskrá tileinkuð  séra Hallgrími Péturssyni

Erindi um
séra Hallgrím Pétursson kl. 10.00 – 11.00

Smári Ólason organisti
“Gömlu lögin við Passíusálmana”

Guðrún Jóhanna Jónsdóttir
syngur Passíusálma eftir Jón Ásgeirsson

Þórunn Sigurðardóttir
„Unun var augum mínum“
Sorg og huggun í erfiljóðum Hallgríms Péturssonar

Hátíðarmessa kl.11.00

Séra Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar
Prestar Grafarvogskirkju séra Vigfús Þór Árnason, séra Guðrún Karls Helgudóttir, séra Arna Ýrr Sigurðardóttir og séra Sigurður Grétar Helgason þjóna fyrir altari.
Kór Grafarvogskirkju syngur.
Organisti og kórstjóri: Hákon Leifsson

Sunnudagaskóli kl. 11.00 á neðri hæð kirkjunnar

Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir. Undirleik annast Stefán Birkisson

Gospelmessa í kirkjuselinu kl. 13.00

Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar fyrir altari. Eva Björk Valdimarsdóttir, guðfræðingur, prédikar. Vosx populi syngur. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.

Sunnudagaskóli í kirkjuselinu kl. 13.00

Umsjón hefur Ásthildur Guðmundsdóttir. Birkir Stefánsson sér um undirleik.

Að lokinum guðsþjonustum verður boðið upp á léttar veitingar.

Velkomin!

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.